Heimilistíminn - 28.11.1974, Blaðsíða 18

Heimilistíminn - 28.11.1974, Blaðsíða 18
Föndurhornið Kertastjakar Efni& er falleg, kvistalaus fura. f hvern stjaka þarf fjóra trélista, 14 sentimetra langa, 4 sentimetra breiða og 2 sm þykka. Þessir fjórir listar eru nú felldir saman hálft i hálft eins og sést á myndinni og ef allt passar vel, má gjarnan bera lim á fölsin og þá er ekki hætta á að stjakarnir detti sundur. Ef til vill er fallegra að gera brúnirnar að ofan ávalar, en aðeins efri brúnirnar. Ef sagað er nákvæmlega rétt, er auðvelt að setja þessa stjaka saman. Rétt er aö lakka yfir þá að siðustu. Skemmtilegt hringaspil Fáið ykkur mátulega sveran pinna, um það bil 30 sentimetra langan, og tálgið annan endan aðeins mjórri, en þó ekki i odd. Gerið svolitla skoru um það bil 10 sentimetr- um frá handfanginu. Stingið pinnanum i kringlótta skifu úr stifum pappa, um 8 sm i þvermál, og látið hana falla i skoruna. Hún er til að hlifa hendinni, þegar þið grípið hringana. Fáið ykkur sina 80 sm langa snúru og bindið annan endann i skoruna hjá skrifunni. Þræðið siðan 5-6 gardinuhringi úr tré á snúruna og bindið siðasta hringinn i endann á henni. Sveiflið snúrunni með hringj- unum upp I loftið, og nú er galdurinn sá að gripa sem flesta hringi með pinnanum. Fteikna má eitt stig fyrir hvern hring. Góða skemmtun! 18

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.