Heimilistíminn - 28.11.1974, Blaðsíða 38

Heimilistíminn - 28.11.1974, Blaðsíða 38
O Nei, heyrðu Mamma þín er svo tilfinninganæm, Jói, hún geymir alla hluti. Hér eru til dæmis leikskrár og myndir, margra ára gamalt. — En þetta? Ég benti á umslög, sem bundin voru saman meö upplituðum, bláum silkiboröa. Þaö hlutu aö vera ástarbréf. — Bréf, svaraði hann og setti lokiö á kassann. — Astarbréf? Ég gafst ekki upp. — Bréf, sem ég skrifaði, þegar ég var að læra úti i löndum. Þá var ég oft einmana og þá var ágætt aö skrifa bréf. — Skrifaöiröu öll þessi? Rödd min hækkaði um margar áttundir af eintómri undrun. Þarna var alveg ný hlið á pabba. Aldrei hefði mér dottiö i hug, að hann skrifaðisvona mikiö af bréfum. Allt I einu gat ég ekki annað en hlegiö. — Þú segir aö mamma sér rómantisk. En hvaö ert þú þá? Situr uppi um miöjar nætur og horfir niöur i gamlan skókassa. Þiö mamma eruð þá ekki svo ólik. Loks var runniö upp fyrir mér ljós. — Hver i ósköpunum segir aö viö séum svo ólik. — Ég vissi aö hann haföi ekki hugmynd um, hvaö ég átti viö. Hann geröi sér einfaldlega ekki grein fyrir, hvernig hann og mamma töluðu saman, og aö þaö mætti misskilja. Mikiö yröi hann hissa, ef hann vissi, hvaö ég haföi veriö hræddur. Sem betur fer hafði Nina rétt rétt fyrir sér. Auðvitað þótti mömmu og pabba vænt hvoru um annaö. Annars væri þetta bara hús, en ekki heimili. Ég teygði úr mér og geispaöi og i sömu svifum sló gauksklukkan. Þetta haföi veriö langur og merkilegur dagur. — Nú förum viö og leggjum okkur, Jói minn. Þaö veröur mikill dagur á morgun. Mamma kemur heim. Auk þess er klukkan oröin eitt, bætti hann við um leiö og gaukurinn galaöi i sjöunda sinn.... w^vimr Ase (11 ára) og Arne (9 ára) i Noregi vilja skiptast á bréfum og frimerkjum viö islenzka krakka. Skrifiö til: Bjarne Knoph, Undelstad t 41 B, N-1370, Asker, Norge. 38 HI^GIÐ — Nei, góöi minn, þaö er ekkert aö' mér, ég er bara vön aö setjast niöur tiu minútur á ári. kemur alltaf aö þvi aö börn gera upp- reisn gegn uppeldinu. — Raunar getiö þér boröaö hvað sem er, frú, bara ef þér kyngið þvi ekki. — Aður en viö tölum meira um launahækkun, skulum viö sjá, hvernig gekk meö upplagiö á meöan þú varst I frii. — Biddu aöeins. Hvaö nú ef þetta er ekki hilling?

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.