Heimilistíminn - 28.11.1974, Blaðsíða 6

Heimilistíminn - 28.11.1974, Blaðsíða 6
Þá rignir, eins og það hefur alltaf gert. En það rignir á óliklegustu stððum og tfmum og rigningin er sums staðar menguð. neitar þvi, að veðurfarið i heiminum er að breytast til hins verra, og margir eru sannfærðir um, aö maðurinn verði að taka á sig mikinn hluta áybgðarinnar á þessari breytingu. Aukin þokumyndun yfir Altantshafi er beinlinis að kenna útblástursefnum þeim, sems pýtterútiloftiðfráþotum.sem stöðugt eru þar á ferðinni. Myndun isagna i gufuhvolfinu getur stafað af ryki frá framkvæmdum mann- skepnunnar. Hættan er sú, að ryklagið geti endurvarpað sólarljósinu aftur út i geiminn og kælt þar með jörðina svo mikið, að lifi verði stofnað i hættu. Að sögn sérfræðinga við NASA i New York, er nægilegt, að rykmagnið i geimnum þrefaldist frá þvi sem nú er til að ný isöld hefjist. Slik aukning er langt frá þvi að vera ólikleg, þvi rykmagnið hefur tvöfaidazt á aðeins 50 árum, og mengunarmöguleikar mannsins geta sex- eða áttafaldazt á næstu fimmtiu árum. Þess vegna er svo sem ekkert undar- legt, að visindamenn telja rykið i gufu- hvolfinu nú þegar mikilvæga orsök veður- farsbreytinganna. Ekki hefur orðið nein veruleg breyting á veðri siðan á timum Rómverja. Aður var hægt aö rækta suðrænan gróður i Skot- landi, en nú er greinilegt, að mengun gufuhvolfsins er að komast á það stig, að hún getur haft alvarleg áhrif á veðrið. Bílarnir eiga líka sök Sérfræðingar telja, að bilarnir eigi mikla sök á breytingum á veðurfarinu, þar sem þeir valda þvi beinlinis, að snjóa tekur og rigna á óliklegustu árstimum. Venjuleg bilvél I hægagangi spýtir 100 milljónum agna út I loftið á sekúndu, og þessi efni eru talin helzta orsök imyndunar i gufuhvolfinu. Agnirnar úr bilunum geta nefnilega þétt iskristalla, og fjöldi þeirra I menguðu lofti er 100 þúsund sinnum meiri en I hreinu, og allir geta imyndað sér, aö slikt hlýtur að hafa áhrif. Útblásur frá hljóðfraum flugvélum, sem eru á ferð i háloftunum, þar sem hvorki er snjór né regn, hefur frá sér agnir og gas, sem einnig getur orðið til þess að breyta jafnvæginu i loftslaginu. Iðnaðarmengun getur valdið öllum muninum á góðu hausti og hausti, sem ekkert er nema leiðinleg, grábrún þoka. Ef sólin er nógu sterk, birtir upp, ef ekki, verður þokudagur. Eitt enn hefur mikil hairf á veðrið, og það er kallað „gróðurhúsaáfrif” af veður- fræðingum. Þau áhrif verða til vegna karbóndíoxlðs, sem myndast á hverjum degi, þegar kolum eða öðru steingerðu eldsneyti er brennt. Karbondioxiðið stigur upp I andrúmsloftiö, þar sem það leggst i lög, sem verka á sama hátt og glerþak á gróðurhúsi — heldur hitanum inni og truflar jafnvægið I loftslaginu. Samkvæmt nýlegum athugunum er talið, að magn karbondioxiðs I andrúms- loftinu hafi aukizt um 15% á sfðustu 50 árum, og það er meira en nóg til að setja veöurkerfið úr skorðum. Veðurfræðingar telja, að það sé þetta, sem truflað hefur undanfarin tiu ár. Siðan 1960 hafa ekki komið sumur eins og við viljum hafa þau og erum vön. Meðalhitinn á jörðinni hefur lækkað um tiunda hluta úr stigi. Það virðist ekki mikið, en þó nóg til að það finnst, þar sem aðeins hálft stig getur gert muninn á góðu og slæmu sumri. Loft- hitinn á 14. öld var allt að þremur stigum hærri að meðaltali en hann er nú. iskyggilegt Við höfum áhyggjurnar af auknum kulda, þar sem það hins vegar er hitinn, sem ætti að valda okkur áhyggjum. Nú er hiti sá, sem iðnaður og stötf manna orska.a aðeins brot af þeim hita, sem sólin veitir jrðinni, en hve lengi verður það þannig? Skýrslur sýna, að orkuneyzla eykst umi% á ári, og með þvi áframhaldi verða hitagjafarnir tveir jafnir. Hvaða áhrif slikt hefur á veðurfarið, getur enginn séð fyrir. í bezta falli munu hita- gjafarnir upphefja hvor anna, i versta falli vinna saman og sviða allt lif af yfir- borði jarðar. Og svo erum við að kvarta yfir þvi að hitinn lækkar um tiunda hluta úr stigi! 6

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.