Heimilistíminn - 28.11.1974, Blaðsíða 7

Heimilistíminn - 28.11.1974, Blaðsíða 7
Nei, heyrðu mig nú! Mamma vildi sjá söngvamynd, pabbi glæpamynd og þannig var það alltaf — þau gátu ekki komið sér saman um neitt. Gat þá verið, að þeim þætti eitthvað vænt hvoru um annað? MAMMA og pabbi voru stööugt I háværu þrasi um eitthvað. Þau eru það raunar ennþá, en þegar ég var strákur, hafði ég áhyggjur af þvi. En svo gerðist dálitið. Þau voru aö þrasa um gauksklukkuna i- eldhúsinu, þegar ég kom úr skólanum. Ég stóö kyrr i ganginum og hlustaði. Það var ekki nauðsynlegt að vera I eldhúsinu til að sjá þetta allt fyrir sér. Mamma — sem alltaf hafði allt i hendi sér og pabbi — gangandi aftur og fram um gólfið, með hendurnar i hárinu og uppgjafarsvip á andlitinu. — Það er ekkert vit i klukku, sem ekki sýnir réttan tlma, benti mamma á, svo skynsamlega að manni datt ekki i hug, að hægt væri aö mótmæla þvi. En pabbi gat það! — Gauksklukkur eiga að vera til skrauts, sagöi hann. — Það skiptir ekki nokkru máli, hvaöa tima þær sýna, það er fuglinn, sem öllu máli skiptir. Heyrðu mig n(i Elin, við keyptum ekki þessa klukku til að vita hvað timanum iiði. Það eru fjórar klukkur I húsinu og að minnsta kosti fimm úr. Nei, vina min. Við keyptum klukkuna vegna fuglsins. Allt i einu tók trégaukurinn að gala. — Taldirðu það? spurði mamma. — Auðvitaö ekki. — Hann galaði niu sinnum, sagði mamma, ennþá róieg. Ég átti ekki erfitl með að imynda mér, hvernig pabbi yppti öxlum. enginn gerir það eins og hann. En klukkan var bara þrjú. Þau höfðu verið ósátt um þetta lengi. Mamma vildi láta gera við klukkuna, en pabbi neitaði. Hann sagðist ekki eyöa peningum I viðgeröir á skrautmunum. Ég stóð lengi i ganginum og horfði út um gluggann, á laufið I garðinum og velti fyrir mér, hvað ég yrði marga tima aö raka þau saman. Mér leið æ verr. Mér haföi gengiö illa I reikningi og stelpurnar litu þar að auki ekki viö mér. Það sem ég hafði verið stoltur, þegar Knútur vinur minn sagði mér að hún Magga, sem var svo sæt, heföi sagt að henni litist svo vel á mig, aö hún vildi gjarnan fara meö mér i paris. Svo fórum viö og hoppuðum I paris eftir skólatima, en liklega hef ég ekki verið nógu skemmtilegur viö nánari kynni. Henni fór að leiöast og talaði æ meira við Jónsa. Það siðasta sem ég sá til hennar, var að hún fór með honum aö veiða. Jónsa, ekki nema það þó. Hann sem var svo grobbinn. Ekki bættu svo pabbi og mamma úr þessu. Þau voru bókstaflega alltaf að rifast. Ég fleygði frá mér töskunni og fór fram. Þegar ég tók mjólkina út úr Isskápnum, voru þau búin að finna sér nýtt efni: vasa- peningana hennar Ninu. Nina var orðin fjórtán ára og hafði beöið um hækkun á vasapeningunum. Mömmu fannst það ofur skiljanlegt, en ekki pabba. Hann sagðist vera á móti þessu vasapeninga- kerfi. — Láttu hana fá það sem hún þarf, þegar hún biður um það, sagði hann. — Það gagnar ekkert aö hafa þetta ákveðna upphæð á hennar aldri. Þörfin er mismunandi frá viku til viku. Ekki skorti mömmu gagnrök. — Allir þurfa að læra aö skipuleggja peninga- eyöslu sina, sagöi hún I prédikunarrómi. — Ég er kominn heim, tilkynnti ég. — Hæ, Jói! sagði mamma, en sneri sér svo að pabba aftur. — Annars eyöileggur þú kerfið með þvi að vera alltaf að láta þau fá aukapeninga, benti hún á. — Þessi var góður! sagði pabbi. — Hvað þá með þig, sem ert alltaf aö kaupa eitt- hvað handa þeim, sem þau ættu að nota vasapeningana til? Ég er hræddur um aö börnin okkar séu dekurbörn. — Dekurbörn? Rödd mömmu var enn róleg — eiginlega of róleg, aö mér fannst. — Hver er það svo sem, sem dekrar við þau? Ég tók mjólkurglasiö og siöustu súkku- laðikökuna og flýtti mér upp á herbergið mitt. Þau tóku ekki einu sinni eftir þvi að ég hvarf. Ég sat i þungum þönkum og horfði út um gluggann meðan ég drakk. Blöðin voru öll á niðurleið og skapið i mér lika. Satt aö segja voru það ekki Magga og reikningsprófið sem áttu sök á þessu leiða skapi. Þaö byrjaöi þegar ég heyrði Bjössa og Svein tala saman i fatageymslunni I skólanum. Þeir vissuekki að ég heyrði og töluðu um kvöldið, sem þeir höfðu veriö hjá méf siöast. — Þau eru alltaf aö rifast, sagði Björn hlæjandi og þá hló Sveinn lika. — Aumingja Jói, skyldi honum ekki finnast þetta leiðinlegt? Sveinn leyfði sér að vorkenna mér. — Ég held bara að þau rifist bæöi dag og nótt, bætti hann við. Ég stóð eins og stytta og hreyfði mig ekki, andaði varia. Ég var fullur af heilagri reiði frá hvirfli til ilja. Ef ég heföi ekki verið svona mikil raggeit, heföi ég rokið á eftir þeim og varið heiður fjöl- skyldunnar. En þess i staö stóö ég bara hreyfingarlaus. En reiðin óx þegar á daginn leið og þess vegna varð þaö að 7

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.