Heimilistíminn - 28.11.1974, Blaðsíða 13

Heimilistíminn - 28.11.1974, Blaðsíða 13
B <aR VI ; / 9 a /V C Elgurinn og spætan STÓRI elgurinn, sem kallaður er konungur skógarins er á beit á sléttu einni langt inni i skóginum. Það er eldsnemma morguns og daggardroparnir glitra i sólskininu. Hér var sannarlega safarikt og góm- sætt gras, hugsaði hann og þetta er meira að segja rétt hjá rjóðrinu, sem ég er vanur að liggja i á daginn. Honum finnst allt ósköp indælt og skemmtilegt og hámar i sig grasið. Þegar hann er orðinn vel mettur, leggur hann leið sina út að skógarjaðrinum og að litilli tjörn, þvi að maður verður þyrstur af svona miklu grasi. Elgurinn ætlaði einmitt að fara inn i skóginn aftur, þegar hann fann eitthvað hart um annan afturfótinn á sér. Hann sparkar til að losna við þennan kalda, glansandi hlut, en það dugar ekki. Nú sér hann hvað þetta er: blikkdós, sem hann hefur stigið ofan i. Sjálfsagt hefur eitthvert fólk i skógar- ferð skilið hana hér eftir. Þvi meira sem elgurinn erf- iðar við að losna við dósina, þeim mun þreyttari verður hann, og reiðari. Hann blæs og hvæsir, sparkar og stekkur I allar áttir og loks er hann svo uppgefinn að hann hnigur nið- ur i grasið. Hvað á hann að gera? Dósin meiðir hann og hann nær henni ekki af sjálfur. Seinna um daginn átti refur- inn leið framhjá og sér elginn liggja úti á sléttunni. — Liggur þú hér? geltir hann, þvi að refir gelta. — Ég hélt að þú hvildir þig i r jóðrinu á daginn. — Komdu og hjálpaðu mér, segir elgurinn. — Þú ert svo slægur og slyngur. Geturðu ekki fundið ráð til að ná af mér þessari blikkdós? Refurinn reynir sitt bezta, bæði með kjafti og klóm, en loks varð hann að gefast upp lika. — Þetta verður einhver sterkari en ég að reyna, biddu aðeins, ég ætla að sækja björninn. Hann stökk af stað, löngum skrefum og upp i hiðið til bjarnarins. Bangsi sat og var að háma i sig hunang úr búi, sem hann hafði komizt yfir. — Þú, sem hefur tólf manna afl og tiu manna vit, segir refurinn við björninn. — Get- urðu ekki náð blikkdósinni af fætinum á elgnum. Björninn rumdi að liklega fyndist ráð til þess og þramm- ar siðan niður eftir til elgsins. En hvernig sem hann togar, dugar það ekki. Dósin festist bara enn meira og elgurinn kveinar af sársauka. Loks gefst bangsi upp. — Bara að uglan vitra væri hérna, segir hann. — Hlauptu og finndu ugluna rebbi, ég verð hjá elgn- um á meðan. Nú var farið að dimma og stór elgstár runnu niður kinn- ar elgsins af örvæntingu. En þá kom refurinn aftur og á hæla honum flaug uglan vitra. — Úff, þetta er ljótt, segir hún. — Að fólk skuli vera svona heimskt. Hugsa sér að fleygja drasli i kring um sig. Hér er ekki um annað að ræða en sækja spætuna. Um leið og hún flýgur inn i skóginn, kallar hún: — Úhúúú! Hvar ertu litla spæta? Svarið kemur bráðlega ofan úr gömlu grenitré uppi i hlíð- inni: — Ratt-tatt-tatt, ég er hér! — Ratt-tatt-tatt, smellur i gamla trjábolnum og tréflis- arnar þeytast i allar áttir þeg- ar spætan hamrar með hvössu nefinu á honum. — Þú verður 13

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.