Heimilistíminn - 28.11.1974, Blaðsíða 12

Heimilistíminn - 28.11.1974, Blaðsíða 12
POI DAVID Cassidy hefur fulla ástæöu til að vera ánægður — að minnsta kosti hvað fjárhaginn varðar. 1 fyrra voru aðgöngumiðar að hljómleikum hans seldir á allt að 15 þúsund krónum á svörtum markaði. Hann er löngu orðinn milljarðamæringur I isl. krónum, og hefur m.a. keypt sér litla Kyrrahafseyju. Einnig hefur hann fjárfest i oliuiðnaðinum, og sá gjald- miðill stendur vel fyrir sinu á þessum siðustu og verstu tlmum. Til viðbótar við þetta kemur svo allt, sem hann þénar á auglýsingumog sliku. Nú er til dæmis hægt að kaupa sér David Cassidy-tyggjó i Bandarikjunum, svo og fjölda annarra hluta, sem bera nafn hans. En David er dauðleiður á aö vera táningastjarna og ennþá leiðari er hann á „Partridge fjölskyldunni”. Hann vill verða fullorðinn og það helzt strax. Annars er hann orðinn 24 ára, þótt hann sé ennþá i vandræðum með óhreina húð og filapensla. David er geysilega vinsæll meðal ungu stúlknanna, á þvi er enginn vafi. Siðast þegar hann hélt hljómleika i London, ætlaði allt um koll að keyra. Ein stúlka fékk hjartaáfall og lézt eftir hljómleikana, sex voru fluttar á sjúkrahús og um 1000 unglingar þurftu einhverja læknisaðstoð. David þótti þetta leitt og hefur ekki hugsað sér að halda marga hljómleika hér eftir. Hann segir lika, að aödáendur komi ekki til að hlusta á sig, það geti ekki verið, þvi þeir öskri svo hátt, að ekkert heyrist tii hans. Æðsta ósk hans er að lifa lifinu i friði á eyjunni sinni, sem er skammt frá Hawaii, en þar hefur hann mikið veriö og kann vel við sig. Hann ætlar að hætta öllum hljómleikaferðalögum eins fljótt og samningar leyfa og fara að ala upp hesta en syngja inn á plötur sem aukastarf. Hann segist óska þess að aðdáendurnir gleymi hvernig hann lítur út, svo hann geti ferðazt um heiminn I friði, en hins vegar mega þeir kaupa plöturnar hans og muna röddina. Auk þess langar hann til að skrifa bók um allt sem hann hefur heyrt og séð á ótal ferðalögum. Að sjálfsögðu eru kvenna- og ástamál stjarnanna alltaf forvitnilegt efni og fylgzt vel með þvl. Nýlega skýrðu brezku blöðin frá því að David væri trúlofaður, en stúlkan, sem þau áttu við, var þá aðeins með honum til að syngja i kórnum á bak við hann. Þá hefur verið sagt, að hann væri meö Susan Dey, sem leikur með honum i Partridge, en það er lika vitleysa. Jan Freeman er heldur ekki súútvalda, heldur er hún staðgengill hans i myndunum, og þau eru ótrúlega lík. En nýjustu fréttir herma, að hann sé ástfanginn, og þær eru meira að segja haföar eftir honum sjálfum. Daman heitir Hoima MacDonald og er brezk sýningarstúlka. Hún fór með honum heim til Hollywood I sumar frá Eng- landi. Þau eru sögð afskaplega ást- fangin og slúöurblöðin þar vestra spá hjónabandi bráðlega. 12

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.