Heimilistíminn - 28.11.1974, Blaðsíða 9

Heimilistíminn - 28.11.1974, Blaðsíða 9
reikningsprófið tókst næstum eins illa og stefnumótið við Möggu. Ég var ekki að reyna að afsaka þessa ósigra — ég varlangt niðri. Allan daginn fannst mér ég heyra raddir pabba og mömmu og þær voru aldrei hlýlegar. Höfðu Bjössi og Sveinn rétt fyrir sér? Rifust þau? En gat þeim þá þótt vænt hvoru um annað? A leiðinni heim úr skólanum reyndi ég að sannfæra sjálfan mig um aö þau rifust ekki — en ég var ekki kominn inn úr dyrunum, þegar ég heyrði þetta með klukkuna. Ef það hefði þá getaö verið eitt- hvað sem skipti máli! Viö kvöldmatarborðið var ég á verði. Auðvitað rifust mamma og pabbi ekki — þau höfðu bara verið að tala um gauks- klukkuna, sagði ég við sjálfan mig. — Eigum við að fara i bió i kvöld? spurði pabbi og lagði til atlögu við steikina sina, sem var vel steikt. Ég leit á disk mömmu. Hannar steik var hálfhrá og rauö. — Lizt vel á það, svaraði mamma og ég andaði léttar. Þau gátu þá verið sammála um eitthvað. En það leið ekki á löngu, þar til þau voru farin að þrasa um biómyndir. Mamma vildi sjá söngvamynd, en pabbi sakamálamynd og þau rifust góöa stund, um, hvort væri uppbyggilegra. Mair.ma sigraði og pabbi tautaði eitthvað i hálfum hljóðum, þegar þau fóru að sjá söngva- myndina. Ég fór að athuga heimanámið og lauk þvi einhvern veginn. Svo fór ég inn til Ninu og lækkað svolitið i útvarpinu hennar. — Nina,sagðiég. — Af hverju eru pabbi og mamma alltaf að rifast? — Rifast þau? spuröi hún og leit upp úr bókinni. Ég sagði henni frá þvi sem ég hafði heyrt i skólanum og minnti hana svo á þrasið um bíömyndina. — Það er bara heilbrigt að hafa mis- munandi skoðanir, svaraöi hún heimspekilega. — En nú þarf ég að læra, ekki trufla mig. Svo hækkaði hún aftur i útvarpinu. Ég var eins og varðhundur næstu daga og fylgdist með öllu sem pabbi og mamma sögðu. Þau virtust ósammála um allt milli himins og jarðar. Ég var næstum hættur að þola að sitja með þeim til borðs. — Er eitthvað að? Ég leit upp. Mamma stóð I dyrunum og hrukkaði enniö. — Nei, svaraði ég og roðnaði. Siðan svaraði ég þvi neitandi, að illa gengi i skólanum og til að beina athyglinni frá sjálfum mér, spurði ég. — Hvernig kynntust þið pabbi? Hún brosti svolitið. — Þú hefur heyrt þá sögu hundrað sinnum. Hvernig við rákumst saman I skiðabrekkunni. Já, það voru svolitið hastarleg kynni, en samt varð það ást við fyrstu sýn. — En — hvernig stóð á þvi, að þig langaði til að giftast honum? Og hann þér? — Seinni spurningunni get ég ekki svarað, sagði hún og settist á rúmstokk- inn hjá mér með fjarrænt augnaráð. Ég horfði á hana. Mamma var falleg. — Ég held, að það hafi verið af þvi hann var svo tilfinninganæmur, sagði hún dreyminni röddu. — Og góður. Og skemmtilegur. Og hugsunarsamur. — Hvernig er eiginlega að vera giftur? spurði ég og reyndi að vera kærulaus i málrómnum. — Er það betra eða verra en maður heldur áður en maöur giftir sig? — Betra Jói. Miklu betra. — Og þú varðs hrifin af honum, af þvi hann var svo tilfinninganæmur. Ég átti bágt með að leyna þvi, að þessu gat ég ekki trúaö. Hún brosti leyndardómsfullu brosi. Um kvöldið þegar ég var að bursta i mér tennurnar frammi á baði, spurði Nina hæðnislega: — Ertu enn aö telja rifrildi? Ég lagði mig ekki niður við að svara. — Ég tel lika, sagði hún. — Ég tel góð- verkin.Hvað hann opnar oft dyrnar fyrir mömmu, hvað hann hjálpar henni oft I eldhúsinu, hvað hann klappar henni oft og segir „elskan” Hann hefur sagt það tiu sinnum i dag. — Hvernig segir hann það? vildi ég vita. — Segir hann það i bliðutón eöa mæðutón? Ég reyndi að likja eftir þessum tónteg- undum, en i sama bili heyrum við rödd pabbi niðri: — Elin, hvar i fjáranum er penninn minn? Hann var hérna fyrir andartaki. Ég leit þýðingarmiklu augnaráði til Ninu, en hún neitaði að viðurkenna, að pabbi væri reiður. — Þau rifast ekki! sagði hún bara með áherzlu. Dagarnir liðu og sannanirnar hrúguðust upp, en skapið i mér seig enn lengra niður. Auk þess var ég meö samvizkubit yfir að haga mér svona gagnvart for- eldrum minum. Fyrirlitlegt augnaráð Ninu bætti ekki úr skák. Svo var það einn daginn aö ég kom heim úr skólanum, einmitt þegar pabbi slengdi aftur útidyrunum og stökk I átt aö bilnum. — Komdu hérna, Jói! kallaði hann. Og hann var náfölur! Ég stökk inn i bilinn og hann beygði fyrir hornið svo hvein i dekkjunum. — Mamma varö fyrir slysi, sagði hann. — Bilslysi. Ég var að tala við sjúkrahúsið. Henni batnar aftur, það var ekki alvarlegt, bætti hann fljótmæltur við. — Sjúkrahúsið! Ég fylltist skelfingu, en pabbi hélt áfram að fullvissa mig. — Það er ekkert brotiö, bara heilahristingur. En hann ók eins og brjálaður maður og sagði mér um leið, að hann hefði reynt að ná i mig i skólanum, og að Nina ætlaði að hitta okkur. — Aumingja mamma, sagði ég, en pabbi hélt svo fast um stýrið, að hnúarnir hvitnuðu. — Hvernig vildi það til? spuröi ég og fékk að vita, að mamma hefði verið að verzla i nýju kjörbúðinhi, en ekki þekkt veginn nógu vel og einhver asni hefði ekiö á hana. — Aumingja Elin, sagði hann, lágri og hlýlegri röddu. En röddin var ekki lág og hlýleg, þegar við komum á sjúkrahúsið, þar sem mamma lá I stóru, hvitu rúmi. Hún var föl með dökka bauga undir augunum, en samt gat pabbi ekki stillt sig: — Þvi I ósköpunum gætirðu ekki i kring um þig, áður en þú ekur á ókunnum vegum, Elin? Mér datt ekki i hug, að þú létir aka svona á þig... — Ég lét hann ekki gera það, hann bara gerði það! Sjúkrahúslyktin hefur senni- lega valdið þvi, að maginn i mér tók að haga sér eitthvað undarlega. Ég fór fram á gang ogekki þar um gólf. Þá kom Nina. — Það var nærri liðiö yfir mig, þegar pabbi hringdi, tilkynnti hún. — Mikið er ég fegin, að þetta er ekkert alvarlegt. — Heyrðirðu þetta? Mér leið svo illa, að minnstu munaði, að ég færi aö gráta. — Heyrði ég hvað? — Pabbi, inni hjá mömmu. Hún liggur þarna vafin eins og egypzk múmia og hann byrjar á þvi að skamma hana fyrir óaðgætni. Þau tala bara svona saman, sagði Nina rólegri röddu. — Eru það nú samræður. Af hverju gat hann þá ekki heldur talað um veðrið? Nina svaraði engu, en sat góöa stund hugsandi. Svo sagði hún: — En sástu þau ekki? — Hvað áttu við? — Ég spur.ði hvort þú hefðir séð þau. Hann sat og hélt allan timann i höndina á henni. Hann hélt næstum dauðahaldi I hana. Það er slikt sem skiptir máli, ekki hvað þau segja. Það er aðalatriðiö, hvernig þau lifa saman. Ég skildi þetta ekki og Nina reyndi að skýra það fyrir mér: — Sjáðu til, Jói, ég er sammála þér um að þau eru alltaf að rökræða, en það er af þvi þeim finnst það ágætt. Þau tala svona saman, þaö er eins konar dulmál. Ég nennti ekki að svara þessu. Fjórtán ára stelpur fá stundum svona undarlegar hugmyndir. Ég gat ekki sofnað um kvöldið. Mamma hafði aldrei áður verið að heiman yfir nótt. Það var undarlega tómlegt i húsinu. Ég bylti mér i rúminu og sængin var alltaf að renna ofan af mér. Vindurinn stundi I trjánum úti fyrir og ég varð enn meira einmana við það dapurlega hljóð. Loks fór ég fram úr og niður. Þar sat pabbi með skókassa á hnjánum. Ég sá aö i honum voru gulnuð blöð og gamlar myndir. — Nú getur þú heldur ekki sofiö, Jói? Ég svaraði með geispa. Þetta var undarlegt. Nú var ég ekki lengur i rúminu og þá var ég syfjaöur. — Hvaö er þetta? spurði ég og benti á kassann. — Bara gamlar minningar, svaraði pabbi. — Hvers konar minningar? — Af ýmsu tagi. Pabbi brosti. — Framhald á bls. 38 9

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.