Heimilistíminn - 28.11.1974, Blaðsíða 32
Okumannslausir
bílar hræða fólk
— tilraunir með
ökumannslausa bíla eru
komnar vel ó veg í Englandi
Farþegarnir eru löngu orönir vanir þvi aöökumannssætið sé tómt.
Þannig ekur strætisvagninn eftir hraöbrautinni. ökumannslaus, en öruggari þrátt fyrir
þaö.
32
FRÚ Patricia Hawkins hneig i yfirlið,
þegar hún gekk yfir götuna á grænu ljósi.
Þetta var i fyrsta sinn i 20 ár, sem hún
kom til fæðingarbæjar sins, Crowthorne i
Berkshire á Englandi. Astæðan fyrir yfir-
liðinu var Ford Cortina-bifreið, sem nam
staðar við gangbrautina á rauðu ljósi.
Billinn, sem hún hafði fylgzt með, þar til
hann nam staðar, var tómur!
Frú Hawkins vissi ekki, að brezka
vegamálarannsóknarstofnunin var flutt
til Crowthorne og lagðir höfðu verið
margra kilómetra langir vegir i tilrauna-
skyni. Þarna aka margir bilar ökumanns-
lausir um, meira að segja 42 manna
áæltunarbilar, Slikir bilar flytja starfs-
fólk rannsóknarstofnunarinnar milli
verkstæða og húsa fyrirtækisins.
— ökumannslausir bilar eru það sem
koma skal, segir talsmaður rannsóknar-
stofnunarinnar — I mörg ár hafa flug-
vélar hafið sig til flugs og lent án flug-
manna. ökumannslausi strætisvagninn
okkar er öruggari en vagn, sem stýrt er af
ökumanni. ökumaður getur orðið
þreyttur af að aka á hraðbraut, einkum ef
landslagið er tilbreytingarsnautt. öku-
maður getur gert mistök, oft hörmuleg,
en slikt er ekki möguleiki með sjálf-
stýrðum vagni.
Kerfið er þannig, að tiu sentimetrum
undir yfirborði vegarins er kapall og
apparat, sem er neðan á bilnum, sér um
að billinn sé alltaf beint yfir kaplinum.
Bilnum er stýrt, skipt er um gir og
.mlaö með sjálfvirkni. Litill radarút-
búnaðar á vélarhlifinni sér um að hemlað
sé á réttum stöðum, til dæmis við rautt
ljós og farið af stað á ný, þegar leiðin er
greið.
— Hugmyndin er að innleiða ökumanns-
lausa strætisvagna eftir nokkur ár,
einkum á hraðbrautum. Vagnarnir fara
af stað þar sem vegurinn byrjar og nema
staðar, þar sem hann endar. Þar kemur
svo inn bilstjóri, sem ekur gegn um þorp
eða bæ og tekur upp farþega. Siðan sendir
hann vagninn ökumannslausan til bil-
stjóra I næsta þorpi eða bæ, segir tals-
maðurinn aftur.
Fyrsti 120 km langi vegurinn með kapii
hefur þegar verið áætlaður á Englandi.
En ennþá er það bara i Crowthorne, sem
ökumannslausir bilar eru á götunum.