Heimilistíminn - 28.11.1974, Blaðsíða 17

Heimilistíminn - 28.11.1974, Blaðsíða 17
LdöT) 4. desember Þú ert afskaplega öruggur meö sjálfan þig og hefur góða dómgreind. Þú getur unnið mikið og stjörnurnar hafa veitt þér verzlunarvit i rikum mæli. Sennilega verðurðu ánægðastur, ef þú getur stofnað eigið fyrirtæki snemma á ævinni, þvi að þú verður aldrei ánægður með að vinna fyrir aðra. Þér liker bezt að lifa lifi sem alltaf er á hreyfingu og leitar alltaf nýrra leiða. Ef eitthvað skyldi bera út af, ertu vansæll og reynir sem fyrst að kippa hlut- unum i lag aftur. Það er galli á þér að vera alltaf með á- hyggjur og þú þarft að temja þér að vera ekki alltaf að hugsa um vandamálin áður en þau koma upp. Þú þarft ekki að óttast framtiðina ef þú hugsar málin vel og skipuleggur hlutina. Stundum ertu langt niðri, en hefur þó alltaf stjórn á þér. Þú hefur garaan af að ferðast og munt liklega kynnast mörgum löndum á ævinni. Þú hefur mikla þörf fyrir ástúð og verður haminguusamastur ef þú giftir þig snemma og eignast stóra fjölskyldu. Konur sem fæddar eru á þessum degi munu verja miklu til að gera fjölskyld- unni lifið þægilegt, þó þær hafi einnig aðra hæfileika, sem ætti að þroska. Bókmennt- ir og leiklist eru vettvangar, þar sem þær gætu látið að sér kveða. Karlmenn eru yfirleitt góðir ræðumenn, kennarar eða stjórnmálamenn. 1 rauninni ert þú þinnar gæfu smiður. r Olafur Tryggvason frá Kothvammi: Ellefu alda skeið Ellefu alda skeið afmarkar þá leið, sem þjóð i þessu landi i þraut og gæfustandi af Guðs náð gat þó lifað með gleði ort og skrifað. Já, Guðs er gæzkan sterk. Hann gerði kraftaverk. Með sinu orði og anda gaf úrlausnir i vanda. Og þjóð vor þakka ætti að þannig margt hann bætti. Vér þökkum, Drottinn þér. Af þinum kærieik er. að bót og blessun kemur, sem burtu þrautir nemur, og lausn til hjálpar lýði I lifsins mörgu striði. Um siðir áþján öll, meö alls kyns skakkaföil, sem áður ollu grandi og eymd i voru landi, var útlæg gerð, en aftur kom aukið freisi og kraftur. Ég bið þig, Kristur kær, vorn kóng að vera oss nær i sannri raun og ráöa, til réttra stjórna dáða. Lát oss frá illu snúa og oröum þinuin trúa. 17

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.