Heimilistíminn - 28.11.1974, Page 36

Heimilistíminn - 28.11.1974, Page 36
qláptu ekki svona. Hefurðu aldrei séð dúkað borð áður? Hann hló og settist í sitt vanasæti. — Jú, en ekki svona fallegt. Þetta var í fyrsta skipti, sem hann hafði hrósað henni beint. — Ég vildi, að ég hefði munað það, sagði Janet allt i einu. — Við hefðum átt að bjóða Antoinette í mat. AAá ég bjóða henni í næstu viku? — Endilega, svaraði Ray glaðlega. — Það væri gaman, ef þú gerðir það. Neil naut máltíðarinnar, sem var Ijúffeng og vel framborin. Hver skyldi hafa trúað því að nokkrir mánuðir gætu breytt einni konu svona? Honum hafði fundizt hún ekki neitt neitt, þegar hann sá hana fyrst sem þjónustustúlku á litlu kaff ihúsi. Þá hafði hún játað, að hún hefði aldrei búið til neinn sérstakan mat, til þess hefði hún aldrei haft tæki- færi. En nú var hún svo sannarlega húsmóðir á Burnettia, bjó til frábæran mat, sönnun þess hafði hann á diskinum sínum. Hún var skapgóð, rólynd og alltaf smekklega klædd og nú var hún ekki lengur fölleit, heldur hraustlega brún. Svo hafði hún f itnað og leit mun betur út f rá hvirf li til ilja. Hún var ein- mitt sú gerð kvenna sem fékk menn til að langa til að faðma þær. Það kom eitthvað í hálsinn á honum við tilhugsunina og Ray leit áhyggjufullur til hans. — Ég vildi að við gætum drukkið kaffið í dag- stofunni, sagði Janet, þegar hún hellti í bollana — En það er allt svo bert þar inni. Hvað er annars orðið af gólfteppinu? — Ég sendi það i hreinsun. — Það var snjallræði. Svo kemur það afturoqég hengdi upp gardínurnar, þá verður reglulega þægi- legt þar fyrir veizluna þína Ray. — Ég verð að seg ja það. Ray brosti til bróður síns. — Ég geri ráð fyrir, að þú fáir nokkra reikninga á næstunni. — Hvaða máli skiptir það? sagði Neil eins og hon- um stæði hjartanlega á sama. Hann var að hugsa um, hvort hann kæmi niður einni köku i viðbót. Kona hans leitauðmúk niðun á borðplötuna.— Ég vona að þú meinir það sem þú segir, því gardínuefnið kostaði nærri hundrað þúsund. Ray lokaði augunum og beið eftir sprengingu, en hún kom ekki. Hann leit varlega á bróður sinn aftur og sá, að hann var ekki einu sinni hissa á svipinn. — Og svo var það kjóllinn minn og öll málningin, hélt Janet áfram, ákveðin í að játa allar syndir sinar meðan hann væri í svona góðu skapi og ánægður eftir góða máltíð. — Ætli ég fari á hausinn af því heldur, sagði hann bara. — Þú hef ur ekki fengið uppgert fyrir ullina ennþá, sagði Ray í huggunartón. — Og þessa hluti þarf ekki að kaupa aftur, bætti Janet við— Þegar allt er komið í lag hér, koma ekki fleiri stórir reikningar. ( fyrstá sinn buðust báðir bræðurnir til að hjálpa henni við uppþvottinn. Þau voru í eldhusinu, þar sem ilmurinn af steiktum kjúklingi lá enn í loftinu og heyrðu þá að útidyrnar opnuðust og síðan hrasaði einhver í ganginum og blótaði hátt. Janet leit yfir öxl sér fram á qanqinn. — AAér 36 heyrðist þetta vera Luke, sagði hún glettnislega. — Hvern f jandann er hann að vilja hingað? sagði Neil og Ray leit snöggt til hans. — AAaðurinn á þó ekki heima hérna ennþá. — Því skyldi hann ekki koma? sagði Janet undrandi. — Farðu og aðstoðaðu hann Ray. Allar góðar hugsanir yf irgáf u Neil, þegar honum datt í hug að Luke hef ði ekki litið inn á Burnettia á meðan Janet var ekki heima. — Af hverju setjið þið ekki upp skilti um að hér séu verkamenn að störfum, kvartaði Luke þegar hann kom inn og nuddaði á sér sköflunginn. Ray kom á hæla hans og leit á bróður sinn. Neil var niðursokkinn í að þurrka disk og kinkaði bara kolli til Lukeeins og hann væri upptekinn. — Þetta er svei mér heimilislegt, sagði Luke, þegar Ray tók viskastykkið og fór að þurrka bolla aftur. — Þú mátt hjálpa líka ef þú vilt, sagði Janetog kinkaði kolli í átt að skápnum. — Það er nóg af viskastykkjum þarna. — Takk, ég þarf að halda áfram, f lýtti hann sér að segja. — Ég kom bara viðtil að skila tvinnanum, hann hlýtur að hafa dottið út úr pakkanum hjá þér. Datt í hug að þig vantaði hann kannske. — Varstu í bænum? spurði Neil. — Já, Janet bað mig að verzla fyrir sig, þegar ég kom til Byways í morgun. — Ó, ég vissi ekki að þú hefðir komið aftur til frú Stack. — Komið á hverjum degi, sagði Luke um leið. — Jæja, ég þarf að fara, vil ekki tefja fyrir. Hann sneri sér við í dyrunum. — Láttu mig vita Janet, ef ég gethjálpað þér að hengja upp gardínurnar. Sé ykkur bráðlega. Janet byrjaði að hlæja, en þegar hún leit á manninn sinn hætti hún því. Hann var bálreiður á svipinn. — Ég vissi ekki að Luke hefði verið svona tíður gestur á Byways, sagði hann þurrlega. Hún skildi ekki þessa skapbreytingu. — Hann kom á hverjum degi til að vita, hvernig frú Stack hefði það, svaraði hún eins og satt var. Ray gægðist t laumi á bróður sinn og það var glampi í augum hans. Neil var þá ekki sama um vissa hluti, þótt hann vildi láta líta svo út. Hann gæti veðjað hverju sem var um það, að púkarnir, sem geisuðu í bróður hans núna voru ekki þar af reiði, heldur afbrýðissemi. 13. kaf li. Það er algjörlega vonlaust að reyna að skilja karlmenn, hugsaði Janet, þegar hún fór í rúmið um kvöldið. Hver hafði trúað því að Neil skipti skapi þannig á einu andartaki, bara vegna þess að Luke leit inn. Aðra stundina hafði hann hlegið og gert að gamni sínu og þurrkað upp leirtauið fyrir hana, en þá næstu var hann kaldur og fjarlægur eins og snævi þakinn f jallstindur. Þvílíkur endir á degi, sem lofaði svo góðu. En hún var að minnsta kosti þakklát fyrir að Ray var ekki lengur þegjandalegur og leiðinlegur gagnvart henni. Það var víst nóg að hafa einn erfiðan karlmann á heimilinu. En Luke? Hvers vegna hafði hann komið meðtvö

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.