Heimilistíminn - 28.11.1974, Blaðsíða 37

Heimilistíminn - 28.11.1974, Blaðsíða 37
tvinnakefli, sem hún þurfti ekki á að halda? Að minnsta kosti hafði hún aldrei látið hann fá prufu af þessum hræðilega, appelsínugula lit. Hún var búin að fá tvinnann', sem hún bað hann að kaupa. Voru þessir Stonham-karlmenn kannskeall- ir svolítið skrítnir? Fyrirgæfu þeir henni ef hún tæki upp á að brjóta leirtauið í skapvonzkuköstum eða skella hurðum þegar Neil segði eitthvað, sem henni líkaði ekki? Hún hló með sjálfri sér og þakk- aði fyrir að hún hafði náð að segja honum frá út- gjöldunum á meðan hann var enn í góðu skapi og vinur allra eftir Ijúffengan matinn. Lítið var að gera í húsinu næstu vikuna. Það var eins og málararnir hefðu lagt það allt undir sig. Ekki var hægt að koma inn í herbergi án þess að hrasa um málningarfötur og beygja sig undir stiga. Þess vegna eyddi hún mestu af tíma sínum utan dyra. Neil gekk með henni um akrana og sýndi henni sjálfbindivélarnar að störfum og hún spurði ótal spurninga. Hann svaraði þeim öllum með þolinmæði. Neil horfði rannsakandi á konu sína, þegar hún tók ekki eftir því. Litla andlitið hennar Ijómaði af áhuga, hann gerði sér grein fyrir að þetta var ekki uppgerð, hún var raunverulega áhugasöm um þetta allt saman. Hvað í ósköpunum hefði gerzt, ef hann hefði tekið hingað með sér aðra Forsyth-dótturina, eða ef hann hefði lent á ein- hverri annarri konu kvöldið góða í Englandi forð- um? Hann gat ekki annað en helgið, því það var nokkurn veginn víst, að í síðara tilfellinu hefði hann fengið vel útilátið högg á vangann. En meðal mill- jóna kvenna í Englandi hafði hann hitt einmitt á þá sem vildi hlusta á hann, var heimilislaus og þráði innilega að eignast heimili. Hann sneri sér við og horfði heim að Burnettia, sem Ijómaði þarna í sól- inni, rétt eins og villta orkidean sem það dró nafn sitt af. Undarlegar tilf inningar fylltu hugskot hans. Janet þurfti að heilsa upp á Tyan-f jölskylduna, sem nú var f lutt í bílskúrinn. Hún vildi sjá með eig- in augum, að þau hefðu það gott þarna, en henni fannstheldur lítiðaf húsgögnum hjá þeim. Það lag- aði hún fljótlega með því að láta flyíja eitthvað af húsgögnum úr aðalhúsinu út. Bæði Neil og Ray sáu það, en sögðu ekkert. Frú Ryan sagði að þetta væri hreinasta höll borið saman við, hvernig þau höfðu búið áður og bauðst til að hjálpa Janet heima við með hvað sem hún vildi. Börnin þrjú gengu í skóla í bænum og fóru með strætisvagni á morgnana og maður hennar vann úti við allan daginn, svo hún hafði góðan tima. ótal plöntur voru keyptar og gróðursettar og eitt sinn þegar Janet var í góðu skapi, keypti hún garð- húsgögn, sem hún setti á veröndina, milli súlnanna. Ray sagði í gríni, að greinilega væri hættulegt að kvænast, að minnsta kosti jaf n eyðslusamri konu og Janet. Neil tók athugasemdina sem gagnrýni á Janet og bað bróður sinn að skipta sér ekki af því sem honum kæmi ekki við. En Ray var svo ánægður með lífið, að hann tók þetta ekki nærri sér. Antoinette var búin að gera að vana að koma i heimsókn, þegar henni datt I hug, eftir að henni hafði einu sinni verið hátíðlega boðið og Janet bauð hana alltaf velkomna. Þær voru önnum kafnar við aðskipuleggja veizluna á afmælisdegi Rays og þeg- ar Janet uppgötvaði að aðeins tvær vikur voru til stefnu, varð hún skyndilega hrædd og efins um að hún gæti verið búin að öllu á réttum tíma. Gólfteppið úr dagstofunni kom aftur frá Saidney og leit úr eins og nýtt og samdægurs kom f rú Stack ásamt manni sínum yfir um til að fylgjast með þegar nýju gluggatjöldin væru hengd upp. Bleika brókaði-efnið breytti gjörsamlega svip stofunnar og með þessu fallega umhverfi rættist einn af draumum Janetar. Eftir að öll húsgögn höfðu verið bónuð og sett á sinn stað, sótti hún bræðurna og f ór með þá í sýningarferð, eins og hún kallaði það. — Ekki datt mér í hug, að þetta gæti breytzt svona mikið, sagði Ray í viðurkenningartón og at- hugaði alla hluti vandlega. — Þetta er fallegt, sagði Neil hægt. — En.... — Já? Janet leit snöggt til hans, hann var eitt- hvað svo framandi. — Ég þori ekki að setjast niður af ótta við að skemma eitthvað, bætti hann vandræðalegur við og vonaði að hann hefði ekki sært tilf inningar hennar. — Heyrðu nú! Hún stillti sér upp fyrir framan hann.— Ég hef hugsað mér að hringa mig í sófan- um, þegar ég er þreytt, framvegis eins og hingað til. Ég fleygi blaðinu á gólfið eins og venjulega og ég ætla líka að halda áfram að fleygja appelsínu- berki í arininn, þegar ég ég nenni ekki að sækja disk! — Áttu við að ég megi líka sparka af mér skónum og leggja fæturna upp á arinhilluna? Hann brosti svolítið, þegar hann leit á hana. — Og velta ösku- bakkanum, þegar ég stend of snöggt upp? — Hvers vegna ekki? Þú hefur alltaf gert það, ekki satt? Þetta á að vera heimili framvegis, en ekki sýningarherbergi. Hví í ósköpunum hafði hann ekki kynnzt henni og beðið hennar eins og vani var, hugsaði hann um kvöldið. Hvers vegna þurfti þessi múr að vera á milli þeirra? Þó Janet hafði ekki í eitt einasta skipti álasað honum fyrir það sem hann hafði gert, vissi hann að orð Phoebe frænku höfðu sært hana. Þau hlutu að hafa eyðilagt eitthvað f því trausti sem hún hafði borið til hans áður. Hann öfundaði Ray, sem sat inni í borðstof u með Antoinette og skrifaði lista yf ir fólk, sem bjóða skyldi í trúlof unarveizl- una. Ray hafði ekki gert neitt í fljótfærni og hugsunarleysi, heldur sagt sinni útvöldu, að hann elskaði hana og nú ætluðu þau að opinbera trúlof un sina á heiðarlegan hátt. Hann sneri sér snögglega frá hjónaleysunum og fór að leita að Janet. Hann fann hana á baðinu, þar sem hún var að hreinsa málningarbletti af gólfinu. — Geturðu ekki fundið neitt betra að gera en þetta? spurði hann stuttlega og hún leit upp til hans. — Eigum viðekki aðaka yf ir til Mary eða eitthvað? — Allt í lagi, svaraði hún viljug. Kannske hafði hún gert heldur mikið af þessu með málningu og hreingerningar og hann væri líklega orðinn leiður á að hafa allt í drasli. Kvöldstund með Mary og Mac mundi áreiðanlega hafa góð áhrif á þau bæði. — En bíddu meðan ég hef fataskipti. Framhald 37

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.