Heimilistíminn - 28.11.1974, Blaðsíða 34

Heimilistíminn - 28.11.1974, Blaðsíða 34
rúmlega það. Þess vegna heiti ég það sem ég heiti. — Hvað heitirðu þá? spurði Bastian. — Heyrðu ljúfurinn, sagði hinn. — Veður þú bara inn á gafl hjá öðrum, án þess að vita, hvað þeir heita: Nafnið mitt stendur þarna úti fyrir ofan gluggann með ljósastöfum. Bastian leit út um gluggann og upp. Mikið rétt! Á stóru skilti stóð þarna skýrum ljósa- stöfum: SANSUI — Þetta er afskaplega fint nafn, sagði Basti- an. — Ég heiti Sebastian Mendelsohn Tjai- kowsky og vinir mínir kalla mig Bastian. En hinir sem ekki eru vinir minir, kalla mig Kowsky. — Hmmm sagði Sansui. — Ég skal hugsa betur um það. — Ég kom til bæjarins til að leita að pabba minum, er heitir Baltasar hélt Basti- an áfram. — Hann er óskaplega finn og sjald- gæfur köttur, sem kom hingað á sýningu fyrir nokkru. Ég á sjálfur að fara á sýningu. Hvernig heldurðu, að ég eigi að fara að þvi? — Hmmm, sagði Sansui aftur. — Ég þekki ekkert til þessara finu og sjaldgæfu katta. En ég sting upp á þvi, að þú farir yfir i dýragarð- inn. Hann er þarna handan við garðinn. Þar eru öll þessi merkilegu dýr alltaf velkomin bak við rimlana. Ef mann langar raunverulega til að verða settur i búr, þá er það fyrsti staðurinn til að snúa sér til. — Þakka þér fyrir, sagði Bastian. — Ég held, að ég fari strax þangað. Svo stökk hann út um gluggann, gekk yfir byggingarlóðina og niður götuna i átt að dýra- garðinum. Nú var orðið albjart og bilar og fólk komið á göturnar. Bastian mátti gæta sin. Hann hljóp meðfram húsveggjum og þaut yfir götuna þangað til hann kom að aðalinnganginum í garðinn. Þar fór hann inn. í garðinum var frið- sælla en á götunni. Þar var fátt fólk svona snemma morguns— þvi allir voru annað hvort i vinnu eða að kaupa í matinn. Bastian gekk eftir malarstigunum og nam staðar til að þefa af blómunum í hvert sinn, sem hann kom að blómabeði. Þarna voru mörg blóm, sem hann hafði aldrei séð áður. Hann fór að hugsa um fiflana i garðinum heima hjá kisumömmu og hvrnig þeir urðu allt i einu gráir og hurfu. Blómin i garðinum áttu sjálfsagt eftir að hverfa lika. Maður ætti að gefa sér góðan tima til að þefa af þeim öllum, hugsaði Bastian og 34 gleymdi næstum til hvers hann var hingað kominn. Honum leið ákaflega vel, þegar hann heyrði allt i einu hrópað: Ohoj! Passaðu þig! og siðan hvein i loftinu. Skritið brúnt dýr kom með stóru stökki yfir runnagerðið rétt hjá Það flaug yfir hausinn á Bastian og langir afturfæt- ur þess strukust við hann svo hann valt um koll og mjálmaði aumlega. — Svei mér þá! sagði skrýtna dýrið, þegar það var lent á gagnstignum við hliðina á Basti- an. Dýrið var kengúra. En þar sem Bastian hafði aldrei áður séð kengúru, varð hann hræddur. — Svei mér þá! sagði kengúran aftur og var áhyggjufull á svipinn. — Var þetta sárt, litli vinur? Ég varð dauðhrædd. Huggaðu þig við þetta. Hún dró eitthvað upp úr pokanum sinum og það var reykt sild handa Bastian. — Þakka kærlega, sagði Batian, sem var risinn upp og búinn að dusta af sér rykið. — Þú ert vist nýr hérná, kæri vinur, sagði kengúran. — Ég minnist þess ekki að hafa séð þig hér i garðinum áður. — Ég er lika nýkominn, sagði Bastian. — Annars heiti ég Sebastian Mendehlsohn Tjai- kowsky. — Almáttugur! sagði kengúran bara. — En ég heiti frú Matta. Hvað ert þú annars að gera hérna i garðinum á þessum tima sólarhrings- ins, litli vinur? — Ég er á leiðinni i dýragarðinn, útskýrði Bastian. — Einmitt það! Það var sniðugt! sagði frú Matta og hoppaði þrisvar sinnum upp og niður og greip i tærnar á sjálfri sér i hvert sinn af eintómri undrun. Bastian steig nokkur skref aftur á bak, því frú Matta var með mjög stóra fætur og það væri ekki gott að vera nálægt, ef hún misstigi sig. Þegar hún var hætt að hoppa, spurði hún? — Hvað viltu i dýragarðinn? — Ég vil vera á sýningu, svaraði Bastian. — Eins og pabbi minn. Hann heitir Baltasar og er ógurlega finn og sjaldgæfur köttur, sem fór til bæjarins fyrir nokkru, en nú ætla ég að finna hann og fara með hann heim til kisumömmu. — Já, það er ágætis hugmynd. Jæja, svo Baltasar er pabbi þinn. Við skulum sjá, hvað við getum gert, sagði frú Matta. — Þekkir þú Baltasar? spurði Bastian glað- ur, en fékk ekkert svar, þvi að allt i einu komu þrir menn gangandi eftir stignum. — Hana nú! sagði frú Matta. — Við skulum Framhald.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.