Heimilistíminn - 28.11.1974, Blaðsíða 16

Heimilistíminn - 28.11.1974, Blaðsíða 16
ferðatösku á, að heimili. Veldu þér maka, sem hefur jafn gaman af feröalögum og þú sjálfur. 1. desember Þú ert afar hæglátur og rólegur. Þú vilt fyrir alla muni sjálfur taka þær ákvarð- anir, sem þarf að taka og kærir þig litið um afskipti annarra. Þú vilt fyrst og fremst vera þú sjálfur, en ert þó fús til að taka að þér verkefni með öörum og þá geta aðrir líka verið vissir um að verkið sé vel unnið. Þú hefur vissan hæfileika til að f jarstýra því, sem þú ert að gera og þú ert mótfallinn þvi að þiggja ráð og gefa. En einhvern veginn veit fólk þó oftast hvers þú óskar og er ánægt með aö breyta samkvæmt þvi, Þér þykir mjög vænt um heimili þitt og vildir helzt starfa þar eingöngu, i stað þess að þurfa út að vinna á hverjum degi. Sumir sem fæddir eru á þessum degi, eru mjög tónelskir og gera ef til vill tónlist af lifibrauði sinu. Aðrir dansa og lifa á þvi, Liklegast er þó að þú notir þessa hæfileika á félagslega sviðinu. Þú ert laginn við að græða fé og verður að likindum vel staddur. Takmörk þau, sem þú stefnir aö eru háleit og þú nærð þeim yfirleitt. Konur fæddar þannan dag verða hamingjusamastar ef þær giftast snemma. Þú veizt hvernig þú átt að tala og hafa ofan af fyrir fólki og ert vinsæll. Allir sem fæddir eru þennan dag eru bjartsýnismenn. 2. desember Þú stefnir hátt, en nærð takmarkinu snemma á ævinni. Þú vinnur hörðum höndum að þvi sem þú vilt ná og þegar þú hefur náð þvi, berstu fyrir aö halda stöðu þinni. Lif I borg eða bæ er við þitt hæfi, vegna þess aö þar er alltaf eitthvað að gerast og þér liður bezt i miðjum ysnum. Þótt þér gangi vel, ertu alltaf fús til samstarfs og þú munt halda áfram að vera góður og vingjarnlegur i viömóti við fólk I kringum þig. Þú treöur aldrei á öðr- um, heldur ekki þegar þú ert ofan á. Hins vegar kýstu helzt að vinna með fólki sem hefur sömu skoðanir og hugmyndir og þú. Stundum ertuafarstrangur og krefst aga, en þér er fyrirgefiö, þar sem þetta er hluti af skapgerð þinni. Þú ert gefinn fyrir að ferðast, ef ástæða er til og þú færð eitthvað út úr þvi, einkum nýjar hugmyndir. Þar sem þú ert mjög tilfinninganæmur væri skynsamlegast að þú hugsaðir þig vandlega um áður en þú giftir þig. 1 hjónabandinu verðuröu annað hvort mjög óhamingjusamur eöa ham- ingjusamastur allra Verði það hið siðara, verður hjónabandið gagnlegt starfi þinu, en annars hið gagnstæða. 3. desember Þú hefur sterkan persónuleika og ert sú manngerð, sem fólk annaö hvort hatar eða elskar. Hæfileiki þinn til að dæma og skilgreina fólk er mikill og þér skjátlast sjaldan. Fyrsta álit þitt er alltaf það rétta. Ef þú hefur tekið ákvörðun, dettur þér aldrei i hug að breyta henni. Þú segir ekki alltaf það sem nú meinar, þvi þér er illa við að vekja öðrum óþæg- indi. Stundum tekurðu jafnvel of mikið til- lit til kurteisisreglna, og þú vilt einnig að aörir séu kurteisir. En þú ert vel metinn og hefur sterkt aðdráttarafl fyrir hitt kyn- iö. Þú vilt gjarnan starfa að félagsmálum og það verður ef til vill eftitt fyrir þig að setjast um kyrrt I þjóðfélaginu og finna þér ævistarf til að hafa tekjur af. En stjörnurnar hafa verið gjafmildar við þig og þú getur að likindum lifað þægilegu lifi án þess aö leggja of mikið af mörkum. Veriö getur að þér tæmist litilsháttar arf- ur einhvern tima og það mun verða þér til mikilla bóta. Þegar þú velur þér maka, skaltu vera viss um að hann leggi jafn mikla áherzlu og pomp og pragt og þú. Þar sem þú vilt skilyrðislaust að allir hlutir séu i lagi, að minnsta kosti á yfir- borðinu, á heimilinu, er hjónabandsham- ingjan undir þvi kominn að makinn hafi sömu skoðanir. 16

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.