Heimilistíminn - 28.11.1974, Blaðsíða 27

Heimilistíminn - 28.11.1974, Blaðsíða 27
Fáið ykkur túnfiskdós 1. Smurt brauð með túnfiski Blandið saman einni dós af túnfiski, einu brytjuðu súru epli, agúrkubitum og púrrubitum, allt skorið I teninga. Bætið i það sósu úr 1. dl. majones og 1 bikar yog- hurt, bragðbættu með salti, pipar, karrý og sítrónu. Jafnið salatinu á ristað brauð, sem áður hefur verið smurt og sett á blað af grænu salati. Skreytið með eggjabátum og dillgrein. 2. Franskt túnfisksalat 2 dósir túnfiskur, 2 tómatar, 2 harðsoðin egg, 4 soðnar kartöflur, 1 litill laukur, 2 stilkar selleri, 1 paprika, 1 litið búnt hreðkur, litil dós af grænum baunum, 10 ólifur, 1 sardinudós og grænt salat. Sósa: 2 msk. olia, 6 msk edik, salt, pipar, hvit- laukur. Skiptið túnfiskinum i bita og skerið egg og tómata i báta. Kartöflur og laukur er skorið i sneiðar og selleri og paprika er strimlað. Biandið öllu saman og raðið þvi á salatblöðin. Hellið sósunni yfir. 3. Túnfiskgratín 3-4 púrrur, 1 dós túnfiskur, 4 tómatar, 4 egg, 1 dl, mjólk, salt og pipar. Skolið púrruna, skerið i bita og látið sjóða nokkrar minútur i léttsöltuðu vatni. Skiptið túnfiskinum i bita og skerið tómatana i sneiðar. Leggið fyrst púrruna i smurt eldfast fat, siðan túnfiskinn yfir og þekið með tómatsneiðum. Þeytið saman egg, mjólk, salt og pipar, og hellið blönd- unni yfir. Steikið réttinn i 275 stiga heitum ofni i 15 minútur, eða þangað til eggja- blandan er orðin faliega gulbrún. Berið brauð og grænt salat með. 4. Tómatar með túnfiski 1 dós túnfiskur, 2 harðsoðin egg, 1 dl. majones, 1 dl yoghurt, 1 tsk. karrý, safi úr hálfri sitrónu, fint klipptur graslaukur, 8 stórir tómatar, salt og pipar. Skiptið tún- fisknum i litla bita og saxið eggin niður. blandið saman majones og yoghurt og bragðbætið með karrý og sitrónu. Bætið siðan túnfiskinum og eggjunum i þessa sósu. Skerið lok af tómötunum og takið innan úr þeim. Stráið salti og pipar inn i tómat- ana og hvolfið þeim siðan á disk, svo að safinn renni úr þeim. Fyllið þá loks með jafningnum og skreytið með dillgrein. Þessi réttur er indæll forréttur eða jafnvel hádegismatur. 5. Freisting Ristið fjórar brauðsneiðar, smyrjið þær og leggið i smurt eldfast fat. Þekið þær með harðsoðnum eggjasneiðum og jafnið einni dós af túnfiski yfir. Búið til hvita sósu, úr 11/2 msk. smjörliki og jafnmiklu hveiti og jöfnuð með 4 dl. af rjómablandi. Bragðbætið sósuna með salti, pipar, nokkrum söxuðum ólifum eða papriku og hrærið loks eggjarauðu út i. Helli sósunni yfir sneiðarnar og stráið rifnum osti á allt saman. Bakist i heitum ofni þar til ostur- inn er bráðinn og farinn að brúnast. 6. Túnfiskkökur Biandið afgangi af kartöflustöppu 4-5 dl. saman við dós af túnfiski, 1 fint saxaða púrru, 1 eggjarauðu, salt og pipar. Brúnið smjörliki á pönnu, gerið kökur úr jafn- ingnum og steikið þær stökkar og brúnar. Berið salat með. 7. Túnfiskur ó pönnu Saxið og steikið 10 ansjósuflök i svolitilli oliu. Setjið eina dós af tómötum (ekki saf- a) út i ásamt túnfiskinum, sem skipt er i litla bita. Segjið niðursneiddar ólifurnar i og bragðbætið með salti og pipar. Gerið Túnfiskur er Ijúf- fengur og gefur nær ótæmandi möguleika til tilbreytni. Hann má nota í heila máltíð eða sem álegg og sem snarl fyrir háttinn er fátt betra nokkrar holur I hræruna og sláið eitt egg i þær. Látið eggin stifna við hægan hita. 8.Spaghettisósa með túnfiski 1 dós túnfiskur, 2 púrrur, 1 rif hvitlaukj- ur (pressað) 2 msk. smjör eða olia. 1 tsk, basilikum eða oregano, 1 dós tómatar, salt og pipar. Skiptið túnfiskinum i litla bita, skerið púrruna i þunnar sneiðar og mallið þær i smjöri eða olíu i potti. Hrærið hvitlaukinn saman við og bætið i tómötunum með saf- anum. Kryddið og látið sósuna sjóða án loks á pottinum i 10 min., eða svo. Setjið fiskinn siðast út i og kryddið sósuna að endingu ef þarf. 9. Lúxustún- fiskur Leggið túnfiskbita á mitt salatblað og setjið hálf egg i kring. Setjið slatta af kaviar á hvert egg. Hringur af tómat- sneiðum litur vel út og bragðast hið bezta með þessu, einnig sitrónubátar. Berið fram með hreinu yoghurt, eöa sýrðum rjóma með piparrót i. 10. Túnfisksnarl Stappið túnfisk úr einni dós með gaffli og blandið svolitlu af smjöri saman við. Bragðbætið með salti, pipar, sitrónu og fint klipptum graslauk. Leggið slatta af þessu deigi á saltkexkökur. Skreitið með olifu eða sneið af súrri agúrku.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.