Heimilistíminn - 28.11.1974, Blaðsíða 14

Heimilistíminn - 28.11.1974, Blaðsíða 14
að koma strax, þvi stóri elgur- inn er fastur i blikkdós með fótinn, Uhu, uhu, vælir uglan og spætan flýgur strax af stað. Nú er elgurinn næstum bú- inn að gefa upp alla von. Hann finnur hræðilega til og það er orðið næstum aldimmt i skóg- inum. En hann réttir fram fótinn og björninn, refurinn og uglan fylgjast vandlega með, þegar spætan hefst handa. — Tott-tott-tott, klingir i dósinni, svo heyrist langt út i skóginn. Nef spætunnar gengur án afláts, Þegar hún gerir svolitið hlé, eru komin mörg göt á dósina. Loks er dósin komin sundur og elgur- inn er losaður við hana. Ákaf- lega hamingjusamur sprettur hann á fætur og dansar um sléttuna af gleði á iöngu fótun- um sinum. Fóturinn er að visu svolitið aumur, en þetta hefði getað farið verr. Spætan settist á eitt hakið i stóru hornunum á elgnum til að hvila á sér örþreytt néfið. — Það er sannarlega heppilegt, að þurfa ekki að standa i þessu á hverjum degi segir hún og andvarpar. En elgurinn þakk- ar henni mjög vel fyrir hjálp- ina og allir fara ánægðir heim til sin. En upp frá þessu gætir elgurinn vandlega hvar hann stigur niður. Hver veit nema hugsunarlaust fólk hafi fleygt frá sér fleiri blikkdósum i skóginum? 14

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.