Heimilistíminn - 20.02.1975, Page 27

Heimilistíminn - 20.02.1975, Page 27
Anna G. Bjarnadóttir Hin vinnandi stétt ÍDÖT) Tólf Mannkynsins sögunnar myndir hafa mótazt af alþýöustétt. Hún mest hefur gefiö og þurft aö þræla og þjást undir, valdsins klett, sem kúgaö hefur i krafti laga og kvölum, helgað sér rétt sem yfir-valdið og auðsins máttur ólög slik hefur sett. Á jötu lífsins er jafnan barizt. um jarövistar gæði og auð. Á vorum timum, sem fyrr og forðum, enn fólkið þarf daglegt brauð. Vinna þarf stétt vor með hörðum höndum svo heimilin líði ei nauð. Og ægileg raun er að eiga þar heim sem afkomuvinin er dauð. Það lá skal ei neinum, sem lifið elskar, þó leiti hann hælist þar, sem hægt er að fá að vinna og vera sem virkur þegn og sem bar gætu til þess, að geta unnið og greitt allar þarfirnar. Því alþýðu-stéttin er mannlífsins möndull og máttur til framkvæmdar. barna móðirin Hún var tólf barna-móðir ég segi það satt, en söng þó við daglegu störfin. Hún var ánægð og hraust og geð hennar glatt, en geypileg heimilisþörfin. Við manninn sinn var hún mild og hlý, hún mat hans aðstoð við börnin. Og þau höfðu engin efni á því, að ala þau mikið, svo görnin, já görnin, hún grét og börnin. Nú allter i lagi, þóttelskaðsé heitt og ungarnir fylli hvern bæinn. Þvi með hverri fjölgun er verðlaun nú veitt svo veina þarf alls ekki maginn. Nú tólf barna móðirin mælir i dag og miklast af hópnum hnellin: „ Ég verð þó, maður, að hugsa um minn hag meðan heim mig sækir ei ellin. Já, ellin hún er svo brellin." 27

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.