Heimilistíminn - 11.09.1975, Page 15

Heimilistíminn - 11.09.1975, Page 15
konur alltaf eldgamlar, að minnsta kosti fannst okkur það, sagði hann. — Kannske verðum við gamlar af að reyna að hemja heila herskara af óþekktaröngum eins og Don og Dick, sagði hiin sykursætri röddu. — Eða ef til vill af þvi að ykRur hættir við að skammast Ut af engu, bætti hann við. — Ég skrópaði öðru hverju lika, þeg- ar ég var strákur og það hefur ekki komið að sök. — En hvað það hlýtur að vera gott, að vera svona öruggur með sjálfan sig. — Jæja, ég átti þetta vist skilið. Hann brosti afsakandi. — Mér finnst það ekkert smávegis að skrópa i skólanum, sagði hUn ákveðin. — Og það þarf að hafa sérstakt auga með strákum, sem eiga enga móður, svo mikið er vist. — Já, ég veit að visu, að þeir eru engir englar, en.... — Þeir eru beztu strákar og mér likar vel við þá. En þeir eru dálitið villtir og þeir fá aðra til að taka þátt i prakkara- strikunum með sér. —■ Éins og hverjum? — Til dæmis að stinga nöglum i dekkin á bilnum hans herra Sibleys, eða hleypa Ut grisunum i Löngubrekku. — Ég hef ekki heyrt orð um það, sagði Steve og brosið hvarf af andliti hans. — Ég hefði átt að fá vitneskju um það. — Ég sendi bréf með strákunum, en þeirhafa sennilega stungið þvi I eitthvert ræsið á leiðinni. 15

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.