Heimilistíminn - 11.09.1975, Blaðsíða 26
Sagan af Önnu önd,
eða eggjunum sem
hurfu
EINU sinni var litil önd, sem
hét Anna. Hún var elskuleg-
asta öndin á öllum andapollin-
um og öllum hinum öndunum
þótti vænt um hana, af þvi hún
var alltaf svo blið og góð. En
alltaf var einhver, sem fannst
gaman að gabba önnu önd,
segja henni einhverja vit-
leysu, þvi hún trúði alltaf öllu,
sem henni v.ar sagt. Anna önd
sagði sjálf alltaf satt og þess
vegna hélt hún, að allir aðrir
geröu það lika. En þannig er
það þvi miður ekki alltaf.
í vor, sem leið verpti Anna
mörgum eggjum og á hverjum
degi lá hún á þeim i hreiðrinu
til að unga þeim út. En hvað
hún hlakkaði til, þegar ung-
arnir kæmu úr eggjunum. Þol-
inmóð lá hún á og gætti eggj-
anna vel, þvi að þau voru dýr-
mætasta eign hennar.
Einn daginn komu nokkrar
ungendur til Önnu með mikl-
um látum. — Anna, Anna.
Veiztu bara hvað? kvökuðu
þær hver upp i aðra. — Það er
veriö að gefa brauðmola við
brúna! Þegar þær sögðu þetta,
gáfu þær hver annarri
vængjaskot og reyndu að
halda alvörusvipnum.
26
— Er það? spurði Anna sak-
laus. Nú langaði hana mikið i
góðan brauðmola, því hún var
orðin skelfing svöng af að
liggja svona lengi á eggjun-
um.
— Já, flýttu þér þangað!
kvökuðu ungendurnar.
— Ég hlýt að mega yfirgefa
eggin andartak, sagði Anna. —
Það ætti ekki að gera neitt til.
Svo stóð hún upp og vappaði
yfir að brúnni.
En þegar þangað kom, var
ekki einn einasta brauðmola
að sjá og engin börn með bréf-
poka. Anna leit ringluð i
kringum sig.
— Ha-ha, ha-ha, heyrði hún
yfh' höfði sér. Þar voru komn-
ar ungendurnar, sem höfðu elt
hana. Þarna börðu þær vængj-
unum og skelltu nefjunum af
kæti, svo þær gátu varla flog-
ið. Þá skildist Önnu, að hún
hafði enn einu sinni verið
göbbuð. Hún andvarpaði og
vappaði aftur að hreiðrinu
sinu. — Skrýtið, hvað öllum
finnst skemmtilegt að gabba
mig, hugsaði hún — þær eru
alltaf að þvi. En ef þeim finnst
það svona gaman, er bezt, að
þær fái að gera það.
Þegar Anna kom að hreiðr-
inu, botnaði hún hvorki upp né
niður.— Var það ekki hérna?
Jú, hreiðrið var þarna, en ekki
cggin. Eggin voru horfin,
hvert eitt og einasta. Anna
ráfaði um i örvæntingu og leit-
aði og leitaði. En hún fann
engin egg.
— Aumingja, aumingja ég,
grét hún óhamingjusöm. —
Veslings litlu eggin min. Hvað
á ég að gera? Einhver hlýtur
að hafa stolið þeim. Þau voru
dýrmætustu perlurnar minar,
þvi að þau áttu að verða ung-
arnir minir.
Svo settist hún i grasið og
grét. En ungendurnar úti á
pollinum heyrðu það og komu
til að athuga málið. Þær urðu
dálitið skömmustulegar, því
að það hafði ekki verið ætlunin
að gabba Önnu svona illa.
— Hvað er að þér? kvökuðu
þær varlega.
— Einhver hefur stolið eggj-
unum minum, meðan ég var í
burtu, kjökraði Anna og faldi
höfuðið undir vængnum og
grét sáran. Þá urðu ungend-
urnar verulega Ieiðar.
— Ef við hefðum vitað það,
hefðum við aldrei narrað þig
af hreiðrinu, sagði ein þeirra.
Anna stóð upp. — Ég skal
finna þau, sagði hún ákveðin
og vappaði af stað. Hún gekk
um allan garðinn og spurði
alla, sem hún hitti, hvort þeir
hefðu séð eggin hennar. Ekki
gat það verið ikorninn, þó að
hann væri afskaplega gráðug-
ur i egg. Hann var nefnilega