Heimilistíminn - 11.09.1975, Blaðsíða 30

Heimilistíminn - 11.09.1975, Blaðsíða 30
ERU ÞÆR EINS? — Ef það væri bara sjónvarp á hótel- inu. i fljótu hragfti virðast m vndirnar eins, en þó hefur sjö atriðum verið breytt á þeirri neðri. Lausnin er á bls. :(!). — Krú Vigga! Ég heyri ekki í hljómsveitinni. Rósberg G. Snædai: í slægjunni Hann skárar ennþá létt og Ijáin vex, hin lengi þráða stund í vændum er. Hann veit hún muni koma klukkan sex, en kankvist bros á vörum enginn sér. Hún kemur eins og kölluð á hans fund og kaupamaður hættir strax að slá. Hann veit að náðin varir skamma stund, og vel skal notið—þegar sjaldan má.— Hann þrýstir hana og þúfan bælist ögn, og það er heilög stund á engjateig. Hún gefur allt. Hann þiggur allt í þögn, sem þyrstur maður bergi svalaveig. Og ylur streymir út i fingurgóm, og angan hennar leggur fyrir vit. En honum einum brosa þúsund blóm og brekkan skartar ennþá grænni lit. —• Til hinztu dreggja er dýrrar veigar neytt, og dagsins annir flýja vitund hans. — En hún sem æðstan unað hefur veitt er aftur horfin sjónum sláttumanns. Og sunnangolan hreyfir Ijósan lokk og leikur sér að stuttum fléttum tveim, er lítil telpa tritlar aftur heim með tóma engjaflösku í gráum sokk. 30

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.