Heimilistíminn - 10.06.1976, Page 23

Heimilistíminn - 10.06.1976, Page 23
Fjaðurmögnuð listaverk Frú Lillian Love í bænum Bath í Englandi er fremur óvenjulegur listamaður. Hún mólar á fjaðrir og skapar undurfögur verk, sem mikil eftirspurn er eftir. Lillian Lowe hefur aldrei lært list sina hjá neinum öörum, en hiin hefur málaö i átta ár. Verk hennar hafa vakiö áhuga meöal viöurkenndra listamanna, vegna þess aö hún notar mjög erfiöa tækni og er nú viöurkennd af samtökum listamanna i Englandi. Málverk Lillian eru mjög eftirsótt meöalsafnara og meira aö segja Elisabet drottning hefur eignazt eitt þeirra, sex fugla I berjarunni, málaöa á flam- ingóa—fjööur. Mörg verka hennar hafa lika veriö sýnd i Washington og þeirra er getiö I bók Ripley á „Þiö ráöiö, hvort þiö trúiö þvi”. Ástæöan til þess aö Lillian Lowe hóf þetta starf var alvarlegt umferöarslys fyrir rúmum átta árum. Hún hlaut m.a. heilaskemmdir og fór i endurhæfingu til aö bæta úr þeirri örorku, sem skemmd- irnar ollu. Læknarnir töldu, aö hún myndi eiga viö afleiöingar heilaskemmdanna aö striöa alla ævi, en frú Lowe vildi sýna þeim fram á aö þaö væri hægt aö þjálfa upp á nýtt einbeitingarhæfileikann og næmi handanna. Dag einn, þegar hún var úti i gönguferö, fann hún af tilviljun nokkrar fallegar fjaörir og tók þær meö sér heim til aö mála á þær. —Þaö var eins og aö mála á þerripapp- ir, sagöi hún. Þaö var erfitt aö fá máln- inguna til aö tolla á og frú Lowe reyndi margs konar aöferöir til aö auövelda sér verkiö. Fyrst þvoöi hún fjaörirnar úr volgu vatni, þurrkaöi þær og burstaöi og svo málaöi hún, ofur varlega meö emaille—málningu og hárfinum pensli. Jafnframt þvi sem læknarnir undruöust likamlegar framfarir frú Lowe, tóku list- unnendur aö veita fjöörum hennar at- hygli. Æfleiri fyrirspurnir komu frá fólki, sem vildi kaupa þær, frá söfnum og sýn- ingaraöilum og nú hefur frúin meira en nóg aö gera. Hún hefur samband viö fjölda dýra- garöa til aö fá fjaörir af merkilegum fuglategundum og hún setur málverk sin lika upp á plötur eöa i ramma. Verö lista- verkanna á fjöörunum er frá 10 þúsund til 150 þúsund (isl) krónur. Lillian fann sjálf upp þessa áhrifamiklu málaratækni. Myndir Lillian eru mjög nákvæmar og smágeröar. 23

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.