Heimilistíminn - 06.10.1977, Síða 11

Heimilistíminn - 06.10.1977, Síða 11
fjarska heyrði hún þá séra Lönn og Mari- ussegjaeinhverhuggunarorð, en gegnum raddir þeirra heyrði hún eitthvað annað. HUn heyrði glaðlega rödd Edwins, þeg- arhann var vanurað koma heim úr veiöi- ferðunum með fullan bát af fiski. Hún heyrði lika fjörlegar en ekki alltaf jafn trúlegar frásagnir hans af ævintyrum veiðiferðarinnar. Hún heyrði hann sitja og raula fyrir munni sér á meðan hann var að ganga frá veiðarfærunum svo allt væri klappað og klárt fyrir næstu veiöi- ferð. Hún heyrði ótal margt annað sem hún hafði aldrei hugsað út i áður. Hún reis á fætur og gekk yfir að glugg- anum og leit út á hafið. Hún hafði aldrei séð það svo úfið og tryllingslegt eins og nú, og henni fannst það næstum koma æðandi til sln, vegna þess að hún var vond manneskja, sem hafði óskað manni sinum dauða. Presturinn gekk til hennar og lagði handlegginn um axlir hennar. — Við ráðum ekki sjálf lifi og dauða, sagðihann hægt. — Við verðum að beygja okkur undir vilja þess, sem er sterkari en við og reyna að verða ekki bitur af þvl sem á okkur er lagt. Hún kinkaði ósjálfrátt kolli. — Vilt þú ekki koma heim með mér, Tove? heyrði hún að Marius sagði, — þá getur þú talað dálitið við Maren. Það er ekki gott að vera einn þegar eitthvað þungbært hefur gerzt. Ein. Það var einmittþað sem hún hafði veriö að óska sér. Hún spurði sjálfa sig aftur og aftur, hvers vegna hún óskaði þess nú ekki leng- ur? Hvers vegna hún svo að segja vildi gefa sálu sina fyrir að sjá Edwin koma á bátnum sinum yfir freyðandi öldurnar og leggjast að landi? Allt I einu heyrðist bllhljóð gegn um stormgnýinn, og báðir mennirnir gengu yfir að glugganum, sem sneri út að vegin- um. — Það er leigublll, hrópaði Marius, — hver getur þetta verið? Presturinn starði út, og á næsta augna- bliki sneri hann sér við og leit á Tove, og Tove starði á mennina tvo við gluggann. Þau höfðu öll séð að við hlið bílstjórans sat maður, og það var enginn annar en Edwin. — Við höfum vist komið heldur fljótt, muldraði Marius skömmustulegur. Presturinn brosti dálítið hjárænulega. — Við urðum þó að segja Tove, að bát- inn hefði rekið á land á hvolfi.æ, já við höfum heldur ekki sagt.... ég á við.. Tove heyrði alls ekki til þeirra. Húm þaut úr að bilnum, sem numið hafði staðar við húsvegginn. Hún reif upp huröina og kastaði sér I fang Edwins og grét. — Svona, svona, sagði hann huggandi, en dálltið vandræðalegur, — hefur þú I raun og veru verið svona hrædd um mig vina mín. Svona svona, það gerðist ekk- ert, þóreyndarlægivið sjálft að svo yrði. Hann fór út úr bilnum og lagði hand- legginn utan um hana og gekk svo inn I húsið með henni. Þá kom hann auga á Marius og prestinn, og brosti beisklega. — Æji.... við fundum bátinn þinn á ströndinni Edwin, sagði Marius hægt, — en svo virðist sem þetta hafi allt endað betur en hægt var að reikna með... já. en nú ætlum við ekki að ónáða ykkur meira. Mennirnir tveir fóru og þegar Tove og Edwin voru orðin ein, varö þeim skyndi- lega Ijóst hvað gerzt hafði. — 1 framtiðinni skulum viö reyna aö muna að við erum hrifin hvort af öðru — og það lifandi, Tove, sagöi hann og brosti, — og ég var næstum farinn að halda að allt væri búið milliokkar, en nú veit ég, aö þér þykir ennþá vænt um mig. Tove kinkaði kolli til samþykkis. Ekki ennþá, heldur aftur, hugsaði hún ást mi'n til Edwins er nú algjörlega ný. — Endurfædd ást. Smásaga eftir Jane Vilar u

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.