Heimilistíminn - 17.08.1978, Side 17
Kafað í körfuna
Neðsti púðinn á myndinni er búinn
tilá þann háttað klipptireruniöur þri-
hyrningar úr léreftsbútum. Þrihyrn-
ingarnir eru9 cm á kant. Alls þarf 28
stykki i hvora hhö. Saumið saman þri-
hyrningana á þann hátt, sem ykkur
þykir fallegast og þannig að litir efnis-
ins falli vel saman. Svo er koddinn
saumaður saman allt ikring að undan-
skyldu hæfilegu opi til þess aö koma
fyllingunni inni hann.
Efsti púðinn og sá næstneösti eru
einnig einfaldir. Á þann siðarnefnda
hefur verið saumaður stafur eigand-
ans. Efsti koddinner saumaður saman
úr smábútum eins og sá neðsti, en þeir
eru ekki þrihyrndir i það skiptið.
Svo er að lokum koddi saumaður
meö krosssaum, og munstriö fylgir
hér meö. Litina getiö þið valið sjálfar
og þiðsjáið af merkingunum hvaöa lit-
ir eru eins. Það er þó hægt að breyta út
af þvi.
Tii glöggvunar má geta þess aö ljós-
bleikt er no. 1, 2 = sitrónugult, 3 =.
dökkgult,4 = gulgrænt, 5 = appelsinu-
gult, 6 = blaögrænt, 7 = vinrautt, 8 =
krisuberjarautt, 9 = dökkblátt, 10 -
rautt, 11 = dökkgrænt, 12 = gulbrúnt,
13 = turkisblátt. Munstrin eruað hluta
tvitekin.