Heimilistíminn - 17.08.1978, Side 26

Heimilistíminn - 17.08.1978, Side 26
1. kafli. Það er kvöld. Ung stúlka stendur við glugga á litlu þakherbergi og horfir á norðurljósin, sem blika á himninum. Hún er að hugsa heim, heim til pabba og mömmu. Mikið hefði það verið dásamlegt að vera bara heima, og þurfa ekki að fara í þetta nám, sem faðir hennar hafði krafizt af henni. Að verða kennari, nei, það var ekki hennar áhugamál. Hún vildi verða hjúkrunarkona. Hún hugsaði um Þórarin. Skyldi hann vera orðinn prestur. Það var hans heitasta ósk. Einu sinni hafði hún elskað Þórarin . Nei! Það var víst ekki ást. En var það ást, þegar hún hitti Geira? Mikið hafði það verið yndislegt kvöld. Kvöldið, sem hann fylgdi henni heim, eftir dans- leikinn í samkomuhúsinu. Þá hafði hann kysst hana fyrsta kossinn, og jafnf ramt þann síðasta, þar sem hann haf ði verið kvaddur til Belgíu í einhverjum er- indagjörðum, og síðan hafði hún ekki séð hann. Einhvern veginn hafði hún þraukað veturinn og sumarið af. Svo kom haustið, og pabbi hennar vildi, að hún héldi áf ram náminu, og hún lét tilleiðast. En hvar ætli Geiri sé núna? Skyldi hann nokkuð muna eftir henni? Hvað var hún eiginlega að hugsa? Hún mátti ekki hugsa svona. Hún varð að halda áf ram að læra. Hún gekk frá glugganum og settist við borðið. Sólveig var lagleg stúlka, Ijóshærð og bláeyg, helzttil grönn, en fallega vaxin. Allir, sem kynntust henni tilbáðu hana. Hún var öllum góð. Þegar hún var 17 ára, hafði hún farið á námskeið í hjúkrun, og það hafði orðið henni til góðs. Hún gat hjúkraðsjúkum, og bundið um meiðsli, og beinbrot. Læknirinn í þorpinu hafði beðið hana um að aðstoða sig við barnsfæðingar, og ef einhver slys urðu. En hún gat ekki haldið áfram hjúkrunarnáminu. Hún var orðin 22 ára, og því voru ekki miklar líkur til þess, að hún gæti stundað hjúkrunarnám eftir að hún hefði lokið kennaranáminu. Hún átti eftir tvö ár. Hugsanirnar þutu í gegnum huga hennar. Áður en hún vissi af var klukkan orðin tólf, og mál til komið að fara að sofa. Hún átti að mæta í tíma klukkan átta í fyrramálið. Hún lokaði bókinni, slökkti Ijósið og háttaði sig í skini norðurljósa og stjarna. Dagarnir liðu hver af öðrum, vikur og mánuðir, og ekkert markvert hafði gerzt. Það var kominn desember og því stutt til jólafrísins. Mikið hlakkaði hún til. Hún ætlaði að skreppa heim um jólin. Sólveig hafði stundað námið af kappi, og gekk henni mjög vel. Hún hafði ekkert farið út að skemmta sér, síðan hún kom suður í haust. Það var ekki fyrir það, að hún ætti ekki vini. Hún hafði kynnzt mörgu fólki frá því hún kom í skólann. Kol- brún var bezta vinkona hennar, indæl stúlka, dökk- hærð og móeyg, Hún hafði yndi af hestum og notaði öll tækifæri til að skreppa á hestbak. Solla, eins og vinir hennar kölluðu hana, hafði stundum skroppið með Kolbrúnu austur fyrir f jall, þar sem foreldrar hennar áttu heima. Þau bjuggu á glæsilegu sveitasetri, og áttu heilmarga hesta. Pabbi hennar var mikill hestamaður, og hafði hann unnið sigur i margri keppninni. Sollu fannst gott að koma til foreldra Kollu. Móð- ir hennar var indælis manneskja, sem stjórnaði þessu stóra heimili með mesta myndarbrag. En börnin voru sex, með Kollu, sem var þeirra elzt. í dag hefst í blaðinu stutt framhaldssaga eftir konu norður í landi, sem ekki hefur sent frá sér sögu áður. Vonumst við til þess að lesendur hafi gaman af þessari frumraun Borgu frá Hlið 26 I

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.