Heimilistíminn - 09.11.1978, Blaðsíða 4

Heimilistíminn - 09.11.1978, Blaðsíða 4
Fjórfættir tollverðir skjóta smyglurum skelk í bringu í sigurvimu glefsaði eitur- lyfjahundurinn Cassandra i pakka með heroini. Tennurnar fóru i gegn um plastið, sem vaf ið var utan um eitrið, og afleiðingin varð sú, að Cassandra lá i marga klukkutima undir áhrifum eitursins, og hefði meira að segja geta drepizt, hefði eitur- skammturinn verið heldur stærri, sem ofan i hana fór. Þessi áhrifamikli atburður átti sér stað þegar tollgæzlu- menn i Osló voru nýlega að æfa „hasshunda” sina. Sem betur fer var eiturskammtur- inn ekki stór og Cassandra lifði af ævintýrið. Norskblöð segja, að árngurinn af þessu „hasshunda”-námskeiði hafi verið svo stórkostlegur, að eiturlyfjasmyglarar f Noregi megi svo sannarlega fara að gæta sin. Þá þrjá daga, sem námskeiðið stóð, var haft nákvæmt eftirlit bæöi á Forneby-- flugvelli og við komu Danmerkur-bát- anna f Ösló. Einnig voru bilar færöir til athugunari höfuöstöðvum tollgæzlunnar, og þar vorurannsökuð bildekk og sitthvað fleira, sem oft leynist eitur I. Næstum undantekningarlaust fundu hundarnir bæði hass, amfetamin, heroin og önnureiturlyf.sem „komið hafði veriö fyrir” á ákveðnum felustöðum fyrir tilstilli þeirra, sem stjórnuðu námskeiö- inu. „Hasshundar” tollgæzlunnar norsku eru nú orðnir svo duglegir, að þeir verða notaöir til eftirlits bæði við strendur Noregs, á flugvöllum og meðfram sænsku landamærunum annaö hvort margir saman eða einn og einn. Sönnun Að frátöldu þvi eitri, sem „komiö haföi verið fyrir” I farangri feröamannanna var árangur leitarinnar ekki mikill. Aö- eins fannst hálft gramm af hassi falið undir sætií einu af skipum Dano-linunnar. En þess ber lika að gæta, að enginn stórsmyglari kom til landsins þá þrjá daga, sem námskeiöið stóð. Focus, einn af beztu hundum 'sænsku tollgæzlunnar var meö i þessari tilraun, og hann fann ekki/ heldur neitt, og er þaö talin næg sönnun fyrir þvl að ekki hafi verið mikið að finna. Hins vegar fannst mikiö brennivin við tollskoðunina á Fornebu. Farþegarnir vorusvo „heppnir” að hitta fyrir 10 nýja tollveröi við skoöunina þennan sama dag. Af eölilegum ástæðum var ekki skýrt frá þvi I blöðum, að námskeiö þetta væri fyrirhugaö, enda er ekki viturlegt aö vara eiturlyfjasmyglarana viö þvi að Zazza frá örje, Nero (Kristiansand), Labbe (Stavanger) Starjk (Osto), Ona (Bergen) og Cassandra frá Porsgrunn væru öll á „námskeiöi” I höfuöborginni samtimis. — Við fundum eitthvað, við fundum eitthvað, gæti þessi áhugasami „hass- hundur” verið að segja. 4

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.