Heimilistíminn - 09.11.1978, Blaðsíða 25

Heimilistíminn - 09.11.1978, Blaðsíða 25
„Ég var dálítið skotin I þér. þegar ég var í gamla daga á balli með vinkonum mínum I Neskaupstað. Við vorum fimmtán ára. Þú bauðst mér upp og ætlaðir svo að bjóða mér upp í síðasta dansinn líka. En þá var annar kominn á undan. Ég man alltaf þegar þú sagðir: „b/ ég ætlaði að ná í hana", og hlóst. Ef þetta hefði verið í dag hefði ég ekki litið á hinn gæann en dansað við þig". Konan sem sagði þetta stóð við eldhús- skáp um borð í íslensku millilandaskipi og hallaði sér hugsandi á olnbogann upp að eldhúsborðinu. Hásetinn sem hún beindi orðum sínum til var að fara á vakt og vart vaknaður. Hann var með höf uðið á kafi ínni I ísskápnum. Hann var ber niður að mitti og stæl tir og brúnir handleggirnir með tattóver uðu skútunni á hægri upp- handlegg tók sig vel út I Ijósinu frá ísskápnum. „Það eru fimmtán ár síðan ég fór frá Neskaupstað", sagði hásetinn með hægð, því hann var varla vaknaður. „Áttu mörg börn?" hélt hún áfram. „Fjögur", svaraði hann og var byrjaður á brauðinu. „Þá ertu alveg eins og ég. Svo hitti ég þig á balli fyrir sjö árum. Þá var ég gift", sagði hún. „Þá var ég nýbyrjaður á þessu skipi. Ég er búinn að vera hérna I sjö ár", sagði hann. „Áttu nokkurn sykur- mola?" spurði far- þeginn I eldhúsinu; þótt þetta væri að sjálfsögðu ekki hennar vettvangur. Þetta var um nótt og fáir á ferli að sjá. Hún Valgerður Þóra: ÁST SEM FÆR VÆTU DEYR EKKI! var I sömu erinda- gjörðum og hann I eldhúsinu að fá sér eitthvað I svanginn. ,, Já. Hérna", sagði hásetinn og þau beygðu sig bæði um leið niður að neðstu skúffunni á eldhúsborðinu svo hárin á höfðum þeirra snertust aðeins. Hún fékk sér mola og þau reistu sig upp og horfðust I augu og skildu hvort annað. „Er ekki skemmtilegra að veiða fisk en að vera á svona skipi?" spurði hún. „Jú, þetta er hálf leiði- gjarnt. En áhöfnin er búin að vera svo lengi saman og við þekkjumst mjög vel. Það er mjög gott þegar menn hafa unnið saman lengi. Þá er samvinnan betri". „Já, ég skil", sagði konan. „Ætlarðu að sjá hvernig ég bý um borð?" sagði hann glaðlega. „Ertu ekki að fara á vakt?" spurði hún. „Það eru tveir tímar þangað til", svaraði hann. Þau fóru inn I klefann hans neðst I skipinu. Þar var skápur, borð, vask- ur, kojur og Biblían á sínum stað, „Gjörðu svo vel og fáðu þér sæti", sagði hann og benti á neðri kojuna. „Má ég ekki heldur setjast I þá efri?" spurði hún. „Það er svo gott að láta fæturnar hanga". „Eins og þú vilt. Viltu sjúss?" „Já takk", svaraði hún. Hann hellti I tvö glös og rétti henni annað og settist hjá henni I efri kojuna. Hann tók utan um axlirnar á henni og þau brostu og skáluðu. Þau röbbuðu saman meðan þau dreyptu á glösunum. Þung úthafs- aldanvaggaði skipinu og þau létu glösin niður á borðið og lögðust niður I kojuna og föðmuðu hvort annað heitt og innilega. „Gott að tuttugu ára draumur fær loksins að rætast", sagði hún hlægjandi. Skipið ruggaði þeim hægt og rólega. Vélar- hljóðið var mátulega fjarlægt. Á öldum Atlantshafsins milli Islands og Amerfku snerust faðmlögin brátt I langþráðan ástarleik. ENDIR

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.