Heimilistíminn - 09.11.1978, Blaðsíða 32

Heimilistíminn - 09.11.1978, Blaðsíða 32
27 Sagan um Tðta og systkin hans staðar kvað vera hægt að fá tvær uppskerur á ári.” „En þeir, sem standa þarna?” spurði Jón og benti á þrjá unga, þróttmikla pilta, sem voru i fylgd með eldri hjónum, sem liklega voru for- eldrar þeirra. „Þetta eru trúlega piltar sem koma frá stærri bújörðum,” sagði pabbi. „Þar gæti verið likt ástatt og á æskuheimili Eiriks, þar sem bræðurnir voru of margir, til þess að geta búið þar allir.” „Já, en Eirikur fékk land hjá okkur i Stóra- dal,” sagði Bárður. „Rétt er það, Bárður minn,” sagði pabbi og kinkaði kolli. „En margir vilja heldur flytja úr landi. Sumir fara sennilega eingöngu af ein- hverskonar ævintýraþrá.” Mamma hafði staðið hljóð við hliðina á pabba, horft á og hlustað. „Það hlýtur að vera óttalegt að missa dreng- ina sina svona langt burt,”sagðimammaog var að þvi komin að gráta. „Ef til vill sjást þau aldrei aftur. Hugsa sér til dæmis, ef hann Bárður okkar færi til Ameriku, þegar hann er orðinn stór?” „Nei, þangað fer ég ekki”, kallaði Bárður. „Þú þarft þess ekki heldur,” sagði pabbi. „Það er enn nóg land hjá okkuí i Stóradal.” ...Þau dvöldu þarna énn um stund, á meðan hásetarnir undu upp fleiri segl, og skipsbjallan hringdi þrisvar. Það gaf til kynna, að allir þeir, sem ætluðu með skipinu, urðu að stiga strax um borð. A hafnargarðinum varð nú méira umrót en nokkru sinni fyrr. Allir þurftu að kveðjast enn einu sinni. 32 Hjá ungu piltunum þremur stoð móðir þeirra og grét. Aðrir tókust hljóðir i hendur, og það var sem andlit þeirra væru stirðnuð. A einum stað kvaddi lotinn, aldurhniginn faðir heila fjölskyldu, son sinn með konu og þrjú ung börn. Hann hefur vist talið sig of gamlan til að leggja i slikt ævintýri, — til að halda með þeim út i heim. Hver hópurinn af öðrum gekk nú upp i skipið, og vasaklútum var veifað, bæði i kveðjuskyni og til að þurrka tár. „Ó, við skulum fara héðan,” kjökraði mamma,...”það er svoömurlegt og sorglegt að sjá þetta.” Þau settust aftur upp i vagninn og óku burt. Allir voru hljóðir um stund. Lávarðinum og frú hans var lika áreiðanlega ljóst, að þessi við- burður hafði mikil áhrif á pabba og mömmu. Margt fólk i heimalandi þeirra hafði einnig þegar flutt til Ameriku. En þegar þau komu aftur til hótelsins og höfðu fengið sér góðan hádegisverö gleymdu þau smám saman þessum sorglega atburði. Hér var bjart og hlýtt, og þau nutu ánægjulegra samvista. urengirmr tengu að sitja um stund inni i fallegu stofunni og dreypa á kaffinu með þeim fullorðnu. Þvi næst fengu þeir að fara i göngu- ferð út i bæinn sér til gamans, þangað til öll börn þurftu að fara inn og hátta. „En hvað það var leiðinlegt, að við skyldum ekki mæta varðmanninum núna,” sagði Jón, þegar þeir voru allir háttaðir. „Já, ég var nú einmitt að hugsa um það lika,” sagði Tóti. „Ef til vill er hann núna á leið um einhvern annan bæjarhluta.” En rétt á eftir reis Bárður skyndilega upp i rúminu. „Hlustið þið bara á,” sagði hann. Þeir hinir stóðu á öndinni og hlustuðu. Þetta var varðmaðurinn. Hann kom upp eftir göt- unni, alveg eins og i gær, og kallaði: „Klukkan er orðin niu. Vindáttin er suð-suð- vestlæg. öll börn eiga að hraða sér i háttinn. Klukkan er orðin niu. Þeir sátu allir spenntir i rúmunum og fylgd- ust með varðmanninum. Og þegar hann kom á móts við hótelið, spruttu þeir á fætur, eins og fjöður, og hlupu út að glugganum. En það eina, sem þeir sáu, var ljóskerið hans og kollurinn á skinnhúfunni, sem hann hafði á höfðinu. Þvi næst hvarf hann úr augsýn.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.