Heimilistíminn - 09.11.1978, Blaðsíða 5

Heimilistíminn - 09.11.1978, Blaðsíða 5
Tollþjónarnir og hundarnir þeirra, sem heita (f.h.) Ona, Nero, Labbe, Zazza, Strajk og Cassandra. Bernskuheimili St jórnandi námskeiöisins var Lars-Erik Westerlund frá Hundaskóla hersins I Svlþjóö, en allir hundar tollgæzlunnar norsku, aö Nero einum undanskyldum hafa slitiö , ,barnsskónum” i þeim hunda- skóla. — Námskeiö sem þetta er gagnlegt bæöi fyrir hund og stjórnanda hans. Eftir nokk- urn tima fara báöir aö gera eitthvaö skakkt, sem veröur aö leiörétta. Þar aö auki er alltaf eitthvaö nýtt, sem hægt er aö læra og hundarnir veröa áhugasamari eftir aöþeir hafa hitt starfsbræöur sina og keppinauta. — Þaö er likt á komiö meö hundum og mönnum, þeir hvetja hverjir aöra til dáöa. Þeir skammast sin, ef þeim tekst ekki aö finna eitthvaö, sem aörir finna auöveldlega. Svo fórust Westerlund hundatemjara orö, og hann ætti aö vita um hvaö hann er aö tala. A tólf árum hefur hann Utskrifaö 150 .^iasshunda”, og hafa margir þeirra veriö seldir úr landi i Svlþjóö, meöal annars til Austur-Evrópu, t.d. Póllands. Westerlund neitar þvi harölega, aö þaö veröi aö gefa þessum hundum eiturlyf til þess aö þeir þekki lyktina af eitrinu siöar. Þeir myndu vist fljótlega deyja af slikri meöferö. Þjálfunin byggist öll á veiöieöli þeirra. Þeim þykir þess vegna gaman aö leita aö eitrinu, og stjórnanda hundsins ber skylda til aö skapa réttu stemmning- una i kringum þessa leit og gera hana spennandi og skemmtilega. „Leitaöu” er lausnaroröiö, eftir aö hálsbandiöhefurveriö tekiö af hundinum. Byrji hundurinn svo allt i einu aö klóra af miklum æsingi er nokkurn veginn öruggt, aö hann hefur fundiö eitthvaö. Fyrstu hundana fékk norska tollgæzlan fyrir rilmu ári, og enn gengur betur aö skipa þeim fyrir á sænsku. Þaö hlýtur aö hljóma svolitiö undarlega i landi eins og Póllandi. Þar hljóta þeir, sem heyra og sjáaöhalda,abhundurinnogsá,sem meö honum er, tali sitt eigi leynimál. Verða fleiri hundar keyptir? Verðiö, sem greitt er fyrir hundana útlæröa er um 55 þúsund krónur norskar og Cassandra frá Porsgrunn er sá hund- anna, sem hingaö til hefur borgaö sig bezt. Hundurinn fann 11 kiló af hassi i bll Frakka nokkurs, sem kom meö ferju til Larvlkur. En segja má, aö hinir hundarn- ir hafi allir réttlætt þaö, aö þeir voru keyptir fyrir þessa upphæð. Senn hvaö llöur eru tilbúnir fimm hund- ar IHundaskólahersins, sem gengizt hafa undir æfingar og kennslu 1 tvö ár. Norsku tollgæzlunni hefur verið boöiö aö kaupa fjóra þeirra. Jens Sterri tollgæzlustjóri I Noregi segir þó, ab ekki hafi veriö tekin nein ákvöröun um þaö enn, hvort fleiri hundar veröi keyptir. — „Hasshundarnir” okkar hafa veriö mjög duglegir. Þrátt fyrir það veröur aö athuga mjög vel, hvort kaupa á nýja hunda, sérstaklega meö tilliti til nýrra rekstraráætlana, sem er veriö aö undir- búa fyrir tollgæzluna, segir Sterri. Hann leggur áherzlu á, ab þaö sé ekki spurning- in um þaö, hvort peningar séu til fyrir hundakaupin, heldurymislegt annaö, sem athuga veröi um leiö. Forstjóri flkniefnadeildar tollgæzlunn- ar, Oddvar Sæther, er aftur á móti ekki I nokkrum vafa um.hvaö gera eigi. Hann heldur þvi fram, aö ..hasshundarnir” veröi aö vera aö minnsta kosti tfu talsins. Sviar standa framarlega i þessum hundamálum Svlar erusagöir standa mun framar en Norömenn I ,,hasshunda”-málunum. Þar i landi hefur tollgæzlan yfir aö ráöa 22 Mjög góður árangur hefur náðst með„hasshundum” í Noregi 5

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.