Heimilistíminn - 09.11.1978, Blaðsíða 9
Sagnfræðingar segja, að líklega hafi
hirðingjaþjóðflokkar i Norður Afríku
verið meðal þeirra fyrstu, sem létu hafa
sig út i þessa vitleysu. Arabiskir kaupa-
héðnar lærðu af þeim að pjróna, og þeir
dunduðu við að prjóna á meðan þeir
þvældust fram og til baka um heiminn
með úlfaldalestirnar sinar. Þessir ara-
bisku sölumenn héldu til austurs, og þar
kenndu þeir Tibet-mönnum að prjóna, og
þeir ferðuðust til vesturs, og kenndu
Égyptum að prjóna. Getur verið, að
meira að segja Kleopatra sjálf hafi ein-
hvern tima verið að vandræðast meö
prjóna i höndunum?
Prjónalistin náði siöar l'engra, og þá
með sjómönnum, sem sigldu um Mið-
jarðarhafið. Þeir kenndu mönnum að
prjóna, þar sem skip þeirra komu i höfn,
og siðan lærði hver af öðrum, þar til öll
Evrópa var farin að prjóna. Auðvitað
beittu menn mismunandi aðferðum, eftir
þvi hvar i landi var, og prjónamynstrin
voru lika nokkuð breytileg eftir löndum og
þjóðernum.Eneittvarþóalls staðar eins,
það voru karlmennirnir seih prjónuðu.
Konum var venjulega aðeins leyft aö
spinna garniö, san prjónaö var úr.
Þegarkomið var fram á rtiiðaldir höfðu
verið stofnuð iðnfélög prjónamanna,
kannski eitthvað líkt handprjónasam-
bandinuokkar hér á Islandi. Félagar voru
þó allir af hinu sterkara kyni, eins og fyrr
segir. Ef ungur maður óskaöi eftir þvi að
verða félagi í prjónamannafélaginu varð
hann fyrst að vera I læri i að minnsta
kosti þrjú ár hjá prjónameistara, svipað
og iðnnemar hafa til skamms tima þurft
að stunda nám hjá einhverjum iðnmeist-
aranum. Siðan tóku við önnur þrjú ár,
þegar prjónasveinninn átti að ferðast um
utein sins heimalands, og nema aðferðir
og mynstur annarra þjóða.
Eftir þessi sex ár varð maöurinn að
gangast undir mjög þungt próf. Hann átti
að prjóna teppi, á 13 vikum, sem vera
skyldi 1.5 m x 1,8 m. Atti hann sjálfur að
skapa mynstrið i þetta sveinsstykki sitt.
Einnig átti hann að prjóna ullarskyrtu,
húfu og sokka, með mynstri upp eftir
leggnum. Enn eru til sýnishorn af þessum
sveinsstykkjum prjónasveinanna.
Teppið var gjarna prjónað úr dökkum
grunnlit, en siðan var munstrið i mörgum
fallegum litum, rauðum, bláum, vinrauð-
um, grænum, gulum og svörtum. Oft sóttu
menn fyrirmyndir aö munstrinu úr goöa-
fræðinni, eða þeir prjónuðu hin stórbrotn-
ustu blómamynstur. Og sokkarnir voru
ekki siður glæsilegir, bæði að litavali og
mynstri.
Það var ekki fyrr en menn höfðu tekiö
þetta próf og staöizt það, aö þeir fengu
inngöngu i félagsskap prjónameistra.
Trúlega hefur þá gefizt tækifæri til þess
að prjóna fyrir alls konar hefðarfólk og
konunga. Margir konungar og þjóðhöfð-
ingjar höfðu i þjónustu sinni sina uppá-
halds prjónameistara, og þessir iðnaðar-
menn höfðu oft meiri áhrif en greina
mátti i fljótu bragði.
Einum af Danakonungum voru gefnir
prjónaðir sokkar, einhvern tima á sext-
ándu öldinni. Hann varö svo hrifinn af
þessari gjöf, að hann fékk hóp prjóna-
manna frá Hollandi til þess aö flytjast til
Danmerkur. Þeim var komið fyrir
skammt fyrir utuan Kaupmannahöfn.
Þeir fengu danskan rikisborgararétt og I
staöinn tóku þeir til við að kenna Dönum
að prjóna.
Hinrik VIII Englandskonungur var eng-
inn eftirbátur annarra I þessu fremur en
öðru. Hann talaði mikið um sókka,. sem
honum höfðu verið gefnir, og hann sagði,
aö komið heföu frá Paris. Þaö hlýtur aö
hafa verið töluvert verk að prjóna á hann,
ef dæma má af myndum, sem til eru af
höfðingjanum.
Sagan segir, að dóttir hans, Elizabeth
drottning hafi ekki farið troðnar slóðir I
sambandi við prjónaskapinn fremur en á
öðrum sviðum. Gagnstætt þvi, sem tiðk-
aðist fékk hún konu, frú Montague, her-
bergisþernu sina, til þess að prjóna fyrir
sig sokkana. Þeir voru einna likastir
blúndusokkum, svo mikið og fint var út-
prjónið. En er til eitt slikt par, og er það
geymt i safninu i Hatfield House.
Prjónaskapurinn var þó enn aðallega i
höndum karlmannanna. Segja má, að enn
eimi eftir af þeirri hefð, t.d. þar sem sjó-
menn dunda við að prjóna. „Duggara-
peysa” er orð, sem er fast I flestum mál-
um, og bendir til þess m.a. að sjómenn
hafi stundað prjónaskap, en ekki aöeins
látið sér nægja að nota þessar ágætu
flikur. Aran-peysur eru lfka til iensku, en
þær áttu rót sina aö rekja til þess áð
menn frá Aran prjónuðu eigin peysur.
Aðrar veiðihafnir á Comwall, Devon og I
Færeyjumog á Hjaltlandseyjum áttu sln
eigin prjónamunstur. Auövelt var að
segja til um það, hvaöan sjómaður var
upprunninn af peysunni sem hann klædd-
ist.
Hið þekkta Fair-Isle prjón (Fair Isle er
eyja milli Hjaltlands og Orkneyja) er áagt
eiga rætur sinar að rekja til þess aö sjó-
menn, semhöfðuorðiðskipreika þarna úr
spænska flotanum, flotanum ósigrandi,
sem sigldi til Englands áriö 1588 að undir-
lagi Filipusar II Spánarkonungs, kenndu
þaö eyjarskeggjum. Þessir Spánverjar
voru mjög duglegir við útprjón og notuðu
gjarnan marga liti. Otprjónið frá Hjalt-
landseyjum er gjörólikt. Þar er meginá-
herzla lögö á að nota sem allra fínast
garn, handspunnið, og prjónlesið likist
mest kóngulóarvefi.
1 Yorkshire dölunum prjónuðu bæði
mennogkonur þar til fyrir skömmu. Fólk
reyndi að drýgja tekjur sinar með þvi að
prjóna eitthvaö og selja, og þar sem allt
var undir hraðanum komið, prjónuðu
menn aðallega sokka.
A þessum slóðum var karlmanna-
sokkunum skipt i tvennt, efri og neöri
sokka — upper and nether stocks, og af
þessu oröi er enska orðið stockings dreg-
ið, en það þýðir sokkar. Aður munu menn
fremur hafa notaö oröið hose eða hosa á
islenzku.
Nú getið þið snúiö ykkur að prjóna-
skapnum á ný, eftir að vita um uppruna
hans.
þfb
9