Heimilistíminn - 09.11.1978, Blaðsíða 26

Heimilistíminn - 09.11.1978, Blaðsíða 26
George og Olive Osmond meö Donny (t.v.), Marie (t.h.) og Jimmy fyrir fram- an. Donny og Marie Framhald af 2ii siðu. skyldan tók sér fyrir hendur. Beztu vin- irnir hafa alltaf verið úr fjölskyldunni sjálfri, og sama er að segja um trúnaðar- menn barnanna. Þetta á við enn þann dag i dag. Enda þótt hin 19 ára gamla Marie — eina stúlkan í fjölskyldunni eigi sér marga vini, lltur hún enn á eiginkonur bræðra sinna sem sína beztu vini, og finn- ur alls ekki fyrir þvl, þótt hún sé ekki leng- ur i Hollywood og miðdepill skemmtana- lifsins. Hin sterka fjölskyldubönd hafa ef til vill komið 1 veg fyrir, að hún upplifði allt það, sem venjuiegur bandariskur tán- ingur lifir i dag. Enda þótt Osmond-arnir lifi mjög reglusömu lifi, að minnsta kosti, ef boriö er saman við Bandarikjamenn almennt, eru þeir hvorki einfaldir eða barnalegir i sér. — Við höfum okkar lifsskoðanir, segir Marie, — og viö veröum að ver ja þær. Við erum það, sem við sýnumst vera. 26 Ákvörðun varðandi kirkjuna Jay er sama sinnis: — Við höfum séð margt og mætt ýmsum freistingum, en það hefur aðeins orðið til þess aö ég kann betur að meta þaö, sem ég hef. — Ég þurfti aldrei að ganga i gegn um hið svokaliaða uppreisnartimabil, segir Marie, —Þegarég var 13eða 14ára gerði ég upp við mig hverju skyldi fórna. Ég haföi alltaf trúaö þvl, sem mér var kennt, og trúað því, að það væri rétt. Ég spurði sjálfa vig, hvort þetta væri hið eina rétta fyrir mig. Ég kynnti mér málin ýtarlega og komst að raun um, að ég hafði valið rétt. Ég valdi sjálf. Hin Osmond-börnin völdu á sama hátt, og það eru sannarlega meðmæli með trú þeirra, að þau hafa aldrei efazt eitt ein- asta augnablik allan þann tima, sem þau hafa veriö á kafi i skemmtanaiönaöinum, eða i heilan áratug. Jay hefur sagt frá þvi, aö oft á tiðum þurfi að breyta söngtextunum, sem nota á I Donny og Marie-sjónvarpsþáttunum, ef textarnir samræmast ekki siðgæðismati Osmond-anna. Hann var spurður að þvi, hvort það gengi ekki á rétt höfundanna, og varð hann að viöurkenna að liklega geröi þaö það, og bætti svo við, aö Osmond-arn- ir breyttu aö minnsta kosti þvi, sem væri andstætt trúarskoöunum þeirra. Hin nánu tengsl Osmond-anna innbyröis eru mjög athyglisverð, sér i lagi nú, þegar fjölskyldan sem slik viröist vera á undan- haldi bæöi i Bandarikjunum og annars staðar. Þau virðast þó ekki vera sér þess meðvitandj, að þau séu á nokkurn hátt öbru visi en annaö fólk, né að þau hegði sér öðru visi. Þúsundir leita ráða Olive Osmond segir: — Þaö er mjög erfitt aö ala upp börn nú til dags og senni- lega hefur það aldrei veriö jafnerfitt og einmitt nú. En þegar fólk fer að tala um það, hversuslæmt unga fólkið sé, verð ég reið, vegna þess að það er ekki öðrum um að kenna en foreldrunum sjálfum, sem alaekkibörnsinuppeinsogveraber. Það værihægt aöleysa vanda þessarar þjóöar á einni nóttu, ef foreldrar hefðu meiri áhuga á velferð barna sinna og fjölskyld- unnar i heild. Ef sérhvert foreldri segöi: — Þetta er heimili mitt, og það þýðingar- mesta i lifi minu er aö hafa áhrif á þaö, sem fram fer innan veggja heimilisins. Osmond-fjölskyldan hefur verið slik fyrirmynd, að þúsundir bréfa berast á ári hverju, þar sem fólk leitar ráða á fjöl- skylduvandamálum sinum. Það er gjör- samlega ómögulegt fyrir Olive að svara öllum þeim bréfum, sem berast, og þess vegna skrifaði hún og lét prenta smábækl- ing, sem hún kallaði: þessu trúum við, og þennan bækling sendir hún öllum þeim, sem fara þess á leit. ÞfB

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.