Heimilistíminn - 09.11.1978, Blaðsíða 15
Blómin okkar
Mörg afbrigði eru til af
drekatrjánum, eða dreka-
blóðstrjám, eins og þau eru
lika nefnd. Á latinu heita
þau dracaena. Þau geta
orðið hvorki meira né
minna en 5000 ára gömul út i
náttúrunni og stofninn getur
orðið fimm metrar i þver-
mál. Líklega þurfum við
ekki að óttast að stofu-
drekarnir okkar nái þessari
stærð eða aldri.
A sumum drekatij'inum aB minnsta
kosti kemui rauöur safi ef stofninn
verður fyrir hnjaski, og af þvi er
dregiö nafniö drckablóöstré. Þessi
rauði safi hefur lengi veriö notaöur til
litunar.
Hér á myndinni sjáiö þiö þr jár teg-
undii dr°katrjáa. Þótt ekki sjáist þaö
hér er sú fremst til hægri meö rauö-
leitum blööum, en þar fyrir aftan er
önnur meö hviti ^ndóttum blööum.
Þettaeruallt hinarfaliegustu plöntur.
Drekatren kunna vel viö sig i sól-
birtu, en þau geta þó þrifizt á björtum
staö i stofunni, þótt ekki skini beint á
þau sól. Mjög æskilegt er aö
plönturnar séu í fremur stórum
pöttum, og moldin sé ekki allt of þétt.
Þá vaxaogdafna plönturnar mætavel.
Þaö á aö vera hægt aö koma til
drekatrjám, t.d. ef þau taka að skjóta
út frá sér litlum græölingum. Þá má
skera af frá móöurplöntunni og fara
meö þá eins oggræölinga, en það getur
tekiö mjög langan tima aö fá á þá
rætur. Bezt gengur þaö, ef þeir eru
hafðir á einhverjum þeim staö, þar
sem hiti kemur neöan aö þeim.
Einnig er hægt að skera ofan af
drekatrjánum, ef ykkur finnst þau
vera farin aö veröa heldur rengluleg
og blaðli'til aö neöan. Rætur eiga aö
koma á topppinn, sem af er skorinn, ef
allt gengur vel, og svo geta þá tekið aö
skjótast út nýir angar bæði upp meö
leggnum og út úr honum.
Drekatrén mega helzt ekki vera i
allt of miklum hita á veturna fremur
en flest önnur blóm, sem við erum aö
baka viö aö rækta i stofunum okkar.
Heit hús, vetrarmyrkur og of mikil
vökvun veröur margri plöntunni aö
aldurtila.
Drekatrén eru upprunnin i Afriku og
einnig á Kanarieyjunum.
—fb
Mörg afbrigði eru
til af drekatrjánum
15