Heimilistíminn - 09.11.1978, Blaðsíða 13

Heimilistíminn - 09.11.1978, Blaðsíða 13
1 Popp-kornið 1 SHAKIN STEVENS leikur Elvis í London Shakin Stevens heitir ungur maöur I London, sem hefur frá þvi I fyrrahaust fariö meö alalhlutverkiö i söng- leiknum Elvis.sem sýndur er I Astoria Theatre. Shakin Stevens var farinn aí koma fram opinberlega þegar áriö 1969, og þá meö hljómsveit sinni The Sunsets. Þá komu þeir fram á hljdm- ieikum meö Rolling Stones, og höföu þaö hlutverk aö „hita upp’’ áheyrend- urna. Þetta nœgöi til þess aö þeir félagar öfiuöu sér töluveröra vinsælda, og fdru aö fara f hijdmleika- feröir og halda sina eigin tdnleika. Almennt var litiö á Shakin Stevens and the Sunsets sem endurvakningar- hljdmsveit rokksins frá sjötta ára- tugnum. Shakin Stevens segir i viötali, aö hann hafi sjálfur aldrei haft mikinn áhuga á Elvis, enda hafi hann veriö ungur aö árum, þegar Elvis vakti fyrstathygli. Elvis kynntist hann aöal- lega i gegn um plötur, sem systkini hans áttu og hlustuöu mikiö á. Þaö voru Rolling Stones, sem Shakin Stevens haföi mest dálæti á. Fólki finnst Stevens lfkjast Evis Presley mikiö, en hann segist vita, aö Elvis hafi veriö mesta rokkstjarna heimsins, og erfitt sé aö bera sig saman viö hann. —Hann var sá fyrsti og sá stærsti! Og ég hef heldur aldrei reynt aö lfkja eftir honum, segir Stevens. —Ég hef lært söngvana, en ekki reynt aö stæla Elvis, og ef viö hreyfum okkur svipaö, þá er þaö vegna þess, aö þannig hreyfir maöur sig í takt viö tónlistina. Ég veit ekki hvaö Presley geröi, þar sem ég hef aöeins séö tvær myndir meö honum, og ég sá hann aldrei koma fram i eigin persónu. Shakin Stevens segir, aö trúlega hafi hann fengiö hlutverkiö i söngleiknum Elvis, vegna þess aö hann likist höfuö- persónunni töluvert. Hann varö þó aö læra aö koma fram á leiksviöinu, og þaö sem erfiöast var, varö aö læra ákveönar hreyfingar, sem ekki mátti breyta frá einu kvöldi til annars. Allar sýningarnar eiga aö vera eins. Shakin Stevens mun leika i Elvis aö minnsta kosti úr þetta ár. I fyrra- haust, nokkru eftír aö sýningar hófust, hvarf áhugi á söngleiknum, og aösdkn varö mjög dræm. Svo fdr aösóknin aö aukast i fyrravor, og f sumar var hiin geysimikU, svo allt bendir til þess aö hægt veröi meö góöum hagnaöi aö halda áfram sýningum enn um stund. —Ég veit ekki, hvaö ég ætla aö gera, aö þessu loknu, segir Stevens. —Vist get ég horfiö aftur tU fyrri starfa, en þaö er erfitt og slitandi aö vera alltaf á feröalagi. Hér hef ég góöa atvinnu, og fæ gott kaup. NU er ég aö senda frá mér nýja plötu, og mig langar til þess aöhalda áfram aö syngja inn á plötur. Mig langar til þess aö fara aö semja eitthvaö sjálfur, en fram til þessa hefur ekki unnizt tlmi tU þess.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.