Heimilistíminn - 09.11.1978, Blaðsíða 23

Heimilistíminn - 09.11.1978, Blaðsíða 23
gluggann, og geisluðu i augum hans. —Ég vona að það komi þér ekki á óvart, að ég skuli vera hingað kominn til þess að biðja þig að giftast mér, saði hann grafalvarlegri röddu. Hann gat verið eins kaldhæðnislegur og hann vildi. Það var betra en undirferli. Ég laut höfði til samþykkis. —Hvenær? sagði hann snöggt. —Eins fljótt og hægt er. —Ættum við að segja eftir tiu daga. —Agætt. Það er vist bezt, að þetta verði ekki löng trúlofun. Þarna tókst honum að særa mig, og ég fann brennandi sviða i kinnunum. —Eitt vil ég þó vita, áður en lengra er haldið, sagði ég kuldalega. — Trúir þú þvi, að ég hafi verið gift Steven? — Já, það geri ég, sagði hann án þess að hugsa sig um. — En það skiptir svo sem engu, hvort ég geri það eða ekki. Ég myndi giftast hverjum sem væri til þess að fá svona mikla peninga. Peninga frænku. Peninga, sem hann ætlaði að kaupa fyrir skip og byggja fyrir sykur- hreinsunarstöð. Ég flutti ræðustúfinn, sem ég var búin að undirbúa. Hann fjallaði um það að þetta væri bara neyðarhjónaband, og hann myndi ekki gera mér erfitt fyrir, ef ég vildi fá skilnað aftur. — Auðvitað, sagði hann, þegar ég hafði lokið máli minu. — Ef þér finnst þessi tilhögun óbærileg, eða einhver ævintýra prins skýtur allt i einu upp kollinum i lifi þinu, þá skal ég ekki verða þér til trafala. En samkomulagið milli frænku þinnar og min verður að vera bindandi. Fyrirtækið verður ekki limað i sund- ur, þótt hjónabandinu verði slitið. — Þá er aðeins eitt eftir, sem við þurfum að tala um, sagði ég. Hvar eigum við að búa. Það er gamalt hús til sölu á Madison stræti. Það er dálitið stórt... Með sársauka minntist ég hvernig við Steven höfðum ráðgert að byrja sambúð okkar i litlu, heimilislegu húsi. — Hæfilega stórt til þess að við þurfum ekki að troða hvort á öðru, bætti ég við. — Nei, við búum i minu húsi og húsi föður mins. Ég starði orðlaus á hann. -- Þú heldur þó ekki að ég ætli að búa i sama húsí og ástkona þin! Hvað heldurðu að fólk segi? — Ekkert. Þegar við verðum gift mun Anna- bella hafa flutt sig i burtu. Eitthvert i hæfilega fjarlægð, hugsaði ég. Ekki yrði henni visað eitthvað langt i burtu, til fjarlægrar borgar, eins og fólk sagði, að gert hefði verið við móður Jasons. — Ég bý ekki þar, sagði ég ákveðin. Það kom hættulegur svipur á andlit hans. — Hvers vegna ekki? Ertu að hugsa um það, sem kom fyrir konu föður mins? Heldur þú, að það hafi verið hann sem drap hana? Hann beið ekki eftir svari heldur hélt áfram: — Það var geðveikur maður, sem sloppið hafði út, sem drap hana. Hann var ekki dæmdur, vegna þess að það er ekki hægt að dæma geðveikan mann! Þetta var það, sem sagt var. Tveimur dögum eftir morðið hafði maðurinn fundizt i helli með blóð á fötum sinum. Ekki vissu menn, hvort blóðið var úr sári á hendi hans, eða hvort það var úr hinni látnu konu. Lögreglan hafði yfir- heyrt hann og sýnt honum blóðuga trjágrein, sem fundizt hafði i skóginum skammt frá Fonsell-húsinu, og sem talið var fullvist að konan hefði verið barin með til dauða. En maðurinn hafði annað hvort ekki viljað játa, eða ekki látizt skilja, um hvað verið var að tala. Ég horfði á Jason, breiðar, sterkar hendurn- ar og vöðvastæltan likamann. Það fór hrollur um mig. Ot i hvað var ég að æða? — Ég vil það ekki, stundi ég upp. — Hvers vegna viltu þetta endilega? Blóðið þaut fram i andlit hans og hann strauk hendinni um þykkt hárið. — Ég get sagt þér það. Ef kona min vill ekki búa i Fonsell-húsinu, þá verða margir enn vissari um það en áður, að faðir minn sé morð- inginn. Fólk mun halda, að ég hafi viðurkennt það. Ég vil koma i veg fyrir frekara umtal. Ég vonast lika til þess að mér takist það með þess- um samningum. — Mér þykir þetta leitt, Jason. Mér þótti það i raun og veru. Aldrei hafði mér dottið i hug, að þessi harðsviraði Jason léti sér ekki á sama standa, hvað fólk hugsaði og hvislaðist á um föður hans. —En ég get aldrei búið i þessu húsi. Hann sat hljóður og virti mig fyrir sér langa stund. Svo reis hann á fætur og dró djúþt að sér andann. — Þá verð ég að reyna að útvega mér pen- inga á einhvern annan hátt, sagði hann með þunga. 1 bréfi, sem Steven skrifaði frá New York lét hann i það skina, að frændi minn teldi það nokkuð góða fjárfestingu að leggja peninga i fyrirtækið. 23

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.