Heimilistíminn - 09.11.1978, Blaðsíða 12

Heimilistíminn - 09.11.1978, Blaðsíða 12
semjarastörfum, þar sem hann „hefir til þess öndverðlega á þessu sumri gengið inn i þann svo nefnda mormónlska trúar- flokk og látið skíra sig í þeim sama. „Presturóskareftir svari sem allra fyrst, þar sem sáttatilraun sé ákveðin 26. september. Þaðstóðekki á svari sýslumanns. Hann greinir svo aö ekki sé hægt aö vikja Lofti Jónssyni Ur sáttasemjarastarfi nema hann hafi opinberlega tilkynnt preisti að hann sé genginn I mormónska trúar- félagið og sagt sig úr þjóðkirkjunni og vis- ar þvi málinu aftur til prests til nánari umsagnar. Liklegt er aö sýslumaöur hafi i þessu svari fariö eftir bréfi amtsins um þetta efni frá 10. júni 1851. Hann hefur lika vitaö að það var alls ekki sannað hvort Loftur var raunverulega skirður mormónaskfrn þegar hér var komiö mál. Margt bendir til þess að hann hafi ekki látiö endursldrast fyrr en talsvert seinna. En hitt var öruggt, að hann var ákveðinn fylgjandimormónskunnar og staðráðinn I að fylgja þeim gegnum þykkt og þunnt eins og lika berlega kom á daginn. Það skal tekið fram að það var Bau- mann sýslumaöur sem afgreiddi þetta mál. En Andreas August von Kohl fékk veitingu fyrir Vestmannaeyjasýslu 25. april 1853, en 28. september um haustið kom hann til Vestmannaeyja. Hann bjó hjá Linstrup verslunarstjóra haustið 1853, þegar húsvitjun er gerð I Vestmannaeyj- um. 5 Þaö leið ekki á löngu eftir að von Kohl kapteinn tók viö embætti sýslumanns i Vestmannaeyjum aö hann fengi mál mor- mónannatil meðferðar. Hinn 9. desember um haustiö ritar séra Brynjólfur Jónsson ábyrgðarkapelán bréf eöa kæru þar sem hann tilkynnir honum, að: „hinir svo- nefndu mormóna prestar hér, Samúel Bjarnason... og Guðmundur Guðmunds- son” haldi áfram aö brjóta lögin með þvi að útdeila sakramenti og prédika kenningar sinar og biöur sýslumánn þvi að kalla þá fyrir til yfirheyrslu ,,ef ske mætti að þeir og þeirra félagar kynnu þar við að láta af sliku athæfi.” Hann vitnar i þaö aðBaumann sýslumaöur fyrirrennari hans I embættinu hafi yfirheyrt þá 6. ágúst en það viröist ekki hafa orðið að til- ætluðu gagni. Prestur tók þaö jafnframt fram, aö hann hefði gert allt, sem i hans valdi stóö til aö koma þeim á rétta leið og hætta fyrrgreindu athæfi og af þeim sökum snúi hannsérnútil sýslumannsog vitnar i bréf herra biskupsins yfir Islandi frá 3. mai 1851. Hér var þvi full alvara á feröum og varö sýslumaöur aö gera eitthvað I mál- inu. En hannvar nýkominn úr landi, þar sem trúarbragðafrelsi var búið aö vera I framkvæmd I nokkur ár og ef til vill er það skýringin á framkvæmd hans i þessu máli sem brátt verður í efni. Framhald * 12 < Kæri ritstjóri, Ég heiti Luigina Rotundo. Ég er 15 ára, og legg stund á tungumálí Torino á Italiu. Hér I Torino er Islenzk ræöis- mannsskrifstofa og þangað fór ég fyrir jremur mánuöum til þess aö spyrjast fyrir um það, hvernig ég gæti eignast pennavini á Islandi. Ég er mjög hrifin af Islandi, og langar til þess að fá að vita sem mest um land og þjóð. Ég legg stund á fjögur tungumál: ensku , frönsku, þýsku og spænsku og ætla að verða túlkur, og helzt vildi ég fá vinnu i Bandarikjunum, þar sem ættingjar minir búa. Mikið vildi ég, aö þú gætir útvegað mér pennavin, strákaeða stelpur ca 16 ára, sem búa I Reykjavik. Nafn mitt og heimilisfang er Luigina Rotundo, Via Canton Vesco n.9, 10015 Ivrea (Torino) Italia. o Kæri Heimilis Timi, viltu gjöra svo vel að birta þetta i pennavinadálki þinum: Ég vil eignast pennavini, stráka og stelpur á aldrinum 12 til 14 ára. Helztu áhugamál: Allt áhugavert. Svara öllum bréfum, sem mér kunna aö ber- ast. Vilborg Daviðsdóttir, Aðalstræti 39, 470 Þingeyri. o Ogsvohefur Heimilis—Timinn feng- ið kort frá honum AJtiko Otsu 8-13 Miyamachi 3-C, Sendai-S 980 Japan, sem þakkar okkur kærlega fyrir aö hafa birt nafnið hans i pennavinadálk- inum, þar sem hann sé nú búinn aö eignast pennavin á Islandi, sem hann vonast svo sannarlega til að eiga eftir að skrifastá viö lengi, lengi. Gott er að heyra þetta, og vonandi eignist þiö sem fiest, sem hér birtiö nöfnin ykkar pennavinisem verða vinir ykkar jafn- vel til fullorðinsára. I Mikiö var þetta leiðinlegt með sveppa- súpuna. Heldurðu að ég verði að senda þeim öllum fimmtán blóm? HVAOVEIZTU 1. Hvaða styrjöld var barizt við Marne? 2. t hvaöa fylki I Noregi er Pors- grunn? 3. Hvaö heitir hollenzka konungs- ættin? 4. Hve lengi dönsuöu sigurvegar- arnir i mararþondanskeppninni, sem haldin var I Klúbbnum, fyrir skömmu? 5. Hvaö heitir fegursti hundur þessa lands, aö mati dómarans á hundasýningunni, sem haldin var nýlega? 6. Hvaö hét kona Abrahams og móöir isaks? 7. Hvaöa land liggur á Grikklandi noröanveröu? 8. Hvaö hét striösguö Rómverja? 9. Hvaö hét sami guö hjá Grikkj- um? 10. Hver samdi Ijóö og lag franska þjóösöngsins, Marseillaisens? Lausnin er á bls. 39

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.