Heimilistíminn - 09.11.1978, Blaðsíða 27

Heimilistíminn - 09.11.1978, Blaðsíða 27
Marie fær einnig geysilega rnikiö af bréfum frá ungu fólki, sem vill leita ráöa hjá henni I vandræðum sfnum. — Vitið þið hvers vegna þessir krakkar eru ekki öruggir um sjálfa sig, og hvers vegna þeir skrifa til mln og biðja um hjálp? spyr Marie. — Það er vegna þess, að þeir vita ekki, hvar þeirhafa f jolskylduna, og þeim hefur ekki verið kennt að bera virðingu fyrir sjálfum sér. ÞU verður að læra að skilja sjálfan þig, áður en þii getur skilið aðra. Foreldrar okkar hafa aldrei neytt upp á okkur skoðunum sinum. Þeir segja okkur einungis hvað þeim finnst viö ætt- um að gera og hvernig viö ættum að gera það. Síðan láta þeir okkur um aö taka ákvöröun. — Fjölskyldan er mjög samstillt. Okk- ur þykir mjög vænt hverju um annaö, og viöerum ekkert hrædd viö að viöurkenna þaö. Aðalvandamál svo margra fjöl- skyldna er sambandsleysið. Krakkarnir neita að tala við foreldra sína, og svo er talaö um kynslóöabil og sagt, að foreldr- arnir hlusti dcki. í sannleika sagt, þá hlusta krakkarnir ekki heldur, og þaö er þeirrasök. Það er ómögulegtfyrir fólk aö búa samanog berjast gegn erfiöleikunum i sameiningu nema þvf aðeins öllum þyki vænt um alla I fjölskyldunni. Ég vildi, aö allt fólk væri svo hamingjusamt aö eiga fjölskyldu sem mina. Þegar vinnudegi Osmond-anna er lokið halda þeir heim á leið- heim á heimili sín I Utah. Fjölskyldan hefur fest kaup á fjöl- býlishúsi með mörgum ibiiöum, skammt frá Brigham Young-háskólanum. 1 hluta- hússins ibúðum, skammt frá Brigham Young-háskólanum. I hluta hússins búa þeir af fjölskyldunni, sem enn eru ógiftir, og þar er lfka plötuupptökusalur. Siöan hefur háskólastúdentum verið leigt það, sem ónotað er. Osmond-fjölskyldan hefur i hyggju aö byggja eins konar fjöl- skyldu-húsasamstæðu á landi, rétt utan við Provo. Osmond-arnir eru allir önnum kafnir viðaö koma fram I skemmtiþáttum, leika i kvikmyndum eða sinna öðrum störfum. Þeir bera sameiginlega ábyrgð á, aö fyr- irtækiö gangi vel, og þeir segja.aö það sá dásamlegt aö vinna svona saman allir sem einn heima I Provo á ný. Þfb Okkur mömmu finnst nú vera kominn timi til þess að viö fræöum þig svolítiö um ltfið og tilveruna. Ráð undir rifi hverju Eldhús I Nýlega barst Heimilis-Timanum I hendur stórmerk, Htil bók frá Banda- rikjunum, yfirfull af alls kyns ráðum. Kannski segið þið, þegar þið fariö að lesa þessi ráð, sem við ætlum okkur að birta á næstunni, að þið kunnið þau öll, en spurningin er, munið þið eftir þeim, þegar mest á rfður? Oft vill svo fara, að þá man maður ekki nokkurn hlut, og veit ekkert hvað gera skal. Nú getið þiö, ef þiö viljið, safnað þessum ráðleggingum, og klippt þær út eða haft þær á vlsum stað f Heimilis- Timanum, ef þið haldið honum til haga, sem þið auðvitað ættuð að gera. Við munum birta ráðin á sama staö I blaöinu af og til eöa jafnvel í hverju blaði. Og hvers konar ráð eru þetta svo? Þetta eru ráð, sem koma sér vel i eld- húsinu, baöherberginu, við bilinn, gólfteppin, gluggatjöldin, gólfin, hús- gögnin, þegar þiö strauiö þvott og næstum hvaö sem þið gerið? Biðiö og sjáið. Þiö munuö kunna að meta þessi ráð, þegar aö þvi kemur, aö þiö lendið I vandræöum. Og I dag eru það..... Ráðleggingar við eldhúsverkin Of salt Ef eitthvað hefur horðiö of salt hjá ykkur, er bezta ráöiö aö byrja aö nýju, og sleppa saltinu. Svo takið þið helm- inginn af þvi, sem þegar var saltaö um of, og blandiö þvi saman við þaö, sem ekkert var saltað, en frystið hinn helminginn af þessu ofsaltaöa. Ef þið hafiö veriö að sjóða súpu eða pottrétt, og hann hefur orðiö of saltur hjá ykkur, skuluö þið taka kartöflur og sneiða þær niöur og sjóöa meö. Þegar rétturinn er tilbúinn á að veiða kartöfl- urnar upp úr og kasta þeim, þar sem þær hafa unnið sitt verk. Þær eru bún- ar að draga I sig mikinn hluta saltsins. Að lokum mætti svo bæta dálitlum sykri út I þaö, sem hefur veriö ofsalt- að. Það gæti nægt. Of mikið kryddað Búið til annan skammt, eins og ráð- lagt var varðandi saltið. Mýkið bragöið með þvi að bæta te- skeiö af sykri út I réttinn, sem oröiö hefur of sterkur af kryddi. Of sætt Bætið salti út i. Ef um aöalrétt er að ræöa eöa græn- meti er óhætt að setja teskeiö af ediki út I til þess að draga úr sætubragöinu. Ef mayonesiö skiiur sig Byrjiö meö nýja eggjarauðu og bæt- ið mayonesinu, sem hefur skilið sig út i hana I dropatali. Þá á þetta að bjarg- ast. Jöfn og falleg sósa Þiö ættuð aö geyma i skápnum hjá ykkur krukku, sem I er hveiti og kartöflumjöl I jöfnum hlutföllum. Ef þið ætliö að búa til góöa og fallega sósu takið þiö 3-4 matskeiöar þessari blöndu, setjiö hana i aðra krukku og svolitið vatn meö. Hristiö og fáum minútum liðnum ættuð þiö að vera búnar að fá sósu, sem hvaða matreiöslumaður gæti verið sæmdur af. Ef sósan er of feit Bætið út I hana svolitlu af bökunar- sóda. Aðrar leiöir til þess að losna við of mikla fitu úr sósum eöa öörum réttum, svo fremi að timi sé til, er aö frysta réttinn og taka svo fituna ofan af, þeg- ar hún hefur stirönaö. Ef þið ætliö aö ná fitu úr súpum eða kjötrétti i potti, má gera þaö með þvi að láta ismola i pottinn. Fitan sezt þá utan á ismolann. Takið svo molann upp úr áður en hann bráðnar. Kálböö hafa einnig þann eiginleika að draga til sin fituna. Reyniö að setja þau út I pottinn, og þið sjáið strax, hvernig fitan loöir við blöðin. Ef þiö ætlað að djúpsteikja eitthvað, þá er m jög gott ráð aö setja 1 matskeiö af ediki út I fituna, sem steikja á i. Það kemur I veg fyrir að maturinn dragi I sig eins mikla fitu og annars væri. 27

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.