Heimilistíminn - 09.11.1978, Blaðsíða 16

Heimilistíminn - 09.11.1978, Blaðsíða 16
Kafað í körfuna Komið reglu á Ef póstpokinn á aö vera ca 30x30 cm meö tveimur hólfum þarf 100x30 cm af efni og ca 200 cm af böndum eöa boröum til þess aö sauma utan um blöð og bréf Hafið þið ekki orðið vör við það að bréf og blöð eiga sér engan raunverulegan samastað á heimilinu? Ein- hver úr fjölskyldunni kemur heim, gripur póstinn, litur yfir hann og leggur hann svo einhvers staðar og sá næsti sér hann aldrei. Þaö má koma i veg fyrir svona óreglu með þvi aö sauma póstpoka á borö viö þann sem hér er mynd af. Þá er auðvelt aö stinga bréfunum og blöðunum i pokann og þar er alltaf hægt að ganga aö hvoru tveggja visu. Þegar allir hafa lesið blööin má svo henda þeim og þegar búiö er aö svara bréfunum eða borga reikningana má ganga frá þeim þar sem þiö viljiö geyma þetta til betri tima. Póstpokinn sem þiö sjáiö hér á myndinni er saumaöur Ur rifluöu flaueli og kantstunginn meö lérefti eöa öðru álika Stafirnir eru saumaöir á úr einhvers konar borða eða jafnvel skákbandi. Þiö veröið auðvitaö aö spreyta ykkur á aðsauma PóSTURen ekki POST eins og er á þessum sænska poka.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.