Heimilistíminn - 09.11.1978, Blaðsíða 22

Heimilistíminn - 09.11.1978, Blaðsíða 22
vill getað platað einhvern, þá hefði ég aldrei getað hugsað mér að gera það. En Jason.,..ég myndi ekki þurfa að plata Jason. Jason þurfti á peningum að halda, miklum peningum. Þá gæti ég gefið honum — ég þyrfti aldrei að gefa honum neitt annað. Aðeins hugsunin um að koma nálægt öðrum manni, eftir að hafa legið i örmum Steven gerði mig veika. Ég snérist á hæl og flýtti mér heim. Það var ljós i herbergi frænku minnar, og ég fór beint til hennar. Eftir að ég hafði talað dálitla stund fór hræðslusvipurinn að vikja af andliti hennar fyrir áhugasamri ihugun. —En fólk myndi samt gruna, að Jason ætti ekki barnið, sagði hún. —Látum það bara gera það! Enginn getur sannað það — og Fonsell er hið rétta nafn barnsins mins. Ég hallaði mér áfram áköf á svip. — Ó frænka, trúðu mér. Þetta er bezta lausnin fyrir okkur öll! Og ég er handviss um, að Jason gengur að þessu. ysfD^ eftir Veldu Johnston Fonsell -hússins —Eins og þú vilt. Harkan var farin úr dráttum andlitsins, og ég vissi, að hún hafði gefizt upp. Ég skal tala við hann snemma i fyrramálið. Ég vaknaði við vagnhljóðið daginn eftir, þegar hún var að koma til baka. Ég flýtti mér á fætur, þvoði mér i framan úr köldu vatni og klæddi mig svo. Eftir nokkrar minútur barði frænka að dyrum. —Hann samþykkti þetta, sagði hún, og ég sá að hún var ánægð þrátt fyrir þreytudrættina i andlitinu. —Hann kemur hingað klukkan ellefu. Fjörutiu minútum siðar stóð ég hnarreist fyrir framan gluggann i stofunni og beið eftir Jason. Ég heyrði frænku bjóða honum inn, og svo kom hann inn og lokaði á eftir sér. —Góðan daginn, sagði hann og hneygði sig léttilega. Ég rétti enn betur úr mér, og horfðist i augu við hann. Sólargeislarnir féllu inn um 22

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.