Heimilistíminn - 18.01.1979, Síða 32

Heimilistíminn - 18.01.1979, Síða 32
Sagan um Tóta og systkin hans skipið, sem átti að flytja þau heim til Eng- lands. Allur farangur þeirra, sem var mikill, var þegar kominn um borð. Pabbi, mamma og drengimir höfðu að sjálfsögðu fylgt hinum góðu gestum niður eftir, til að kveðja. - „Megum við koma til ykkar einhvern tima seinna?” spurði frúin. ,,Þið eruð alltaf velkomin hvenær sem þið viljið”, sagði pabbi. ,,Við þökkum hjartanlega fyrir”, sagði lávarðurinn. ,,Okkur hefur aldrei liðið eins vel og i Stóradal”. Svo stóðu þau þarna öll um stund, án þess að vita, hvað þau áttu að segja. Það var erfitt að skiljast, eftir þennan ánægjulega samveru- tima. Og það lá við, að segja mætti, að það létti af þeim þungu fargi, þegar skipsbjallan hringdi i þriðja sinn, og gestirnir góðu urðu að ganga um borð. „Hamingjan góða”, sagði mamma, og það var sem hún vaknaði af blundi.... „Við ætlun vist að gleyma að kveðja...Verið þið blessuð og sæl — og innilegar þakkir fyrir þessa ánægju- legu ferð. Við munum aldrei gleyma henni. „Já, hjartans þökk fyrir ferðina”, sagði pabbi alvarlegur og þrýsti hönd þeirra beggja. „Hún hefur verið okkur öllum til mikillar gleði og ánægju. Drengirnir réttu einnig fram höndina i kveðjuskyni, en þeir voru allir hijóðir. Það var eins og þeir gætu alls ekki þakkað fyrir svona mikið. En á siðustu stundu datt Tóta nokkuð i hug. Hann tók ofurlitinn böggul upp úr vasa sinum og rétti hann til frúarinnar. Þetta var litill hlut- 32 31 ur úr postulini, sem hann hafði keypt fyrir pen- inginn, er hann eignaðist fyrsta kvöldið i Þrándheimi, utan við hús amtmannsins. Þetta var lltil, hvit blómakarfa, með fléttuðu hand- fangi. Frúin reif pappirinn utan af bögglinum. Og allt i einu fór hún að gráta, gekk til þeirra allra og faðmaði þau að sér. Siðan hljóp hún upp göngubrúna, staðnæmdist við borðstokkinn, veifaði til þeirra og kallaði klökkum rómi: „Hjartans þakkir. Guð blessi ykkur. Hjartans þakkir”. Og þannig sáu þau hana standa við hlið bónda sins, sem veifaði að sjálfsögðu lika, þangað til stóra skipið hvarf fyrir fullum segl- um, á bak við næsta tanga. Þegar þau komu aftur til hótelsins, lá fall- egur böggull á rúmi pabba og mömmu. Þau horfðu mjög undrandi hvort til annars. Hvor- ugt þeirra hafði hugmynd um þennan böggul. „Hvað skyldi þetta geta verið?” spurði mamma. Pabbi tók pappirinn utan af bögglinum. 1 honum voru þrjár hvitar mjög vandaðar öskj- ur úr skinni. Og i hverri þeirra var fegursta klukka úr gulli. Ein var til fólksins i Bárðarbæ, önnur til fólksins i Seli og sú þriðja til hjónanna i Steinnesi. Hann opnaði með gætni lokið á klukkunni, sem var til þeirra i Bárðarbæ, en þar var þetta letrað: „Með beztu þökk fyrir það, að þið björguðuð lifi okkar á ólafsmessunótt árið 1851”. Og undir þessari áletrun voru nöfn hjónanna. Klukkan gekk siðan á milli þeirra allra, og þau voru orðiaus af undrun. Litli-Jón tók þá klukku, sem átti að fara i Sel, og hélt á henni varfærnislega i báðum höndum. Á henni var sama áletrun og hinni. „Nú verða þeir pabbi og afi glaðir”, sagði hann. „Já, og hugsa sér svo lika allt hitt, sem við höfum með okkur heim”, sagði Bárður. Mamma var enn hljóð um stund, en siðan mælti hún: „En hvað það var undarlegt, að þeim skyldi einmitt vera bjargað á ólafsmessunótt”. „Hvers vegna finnst þér það?” spurði Tóti. „Jú, sjáðu til, — Ólafsmessa er til minningar um ólaf Konung helga, og þegar enska frúin fleygði peningnum niður i brunninn hans, ósk- aði hún þess, að kirkjan yrði að fullu endur- byggð sem fyrst”.

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.