Heimilistíminn - 15.02.1979, Síða 21

Heimilistíminn - 15.02.1979, Síða 21
Everest-tindurinn I Himalayafjöilunum. Viðræður þurfa að fara fram milli ríkja Vatn fer ekki eftir stjórnmálalegum landamærum né viöurkennir þau. Vatniö, sem rennur frá Nepal, fer i ár eins og Ganges og Brahmaputra og þúsundir tonna af jarövegi landsins berast eftir þessum stórfljótum. Indverjar telja, aö þeir eigi aö semja um þetta viö Nepal og siöan skuii Nepal og Bangladesh einnig taka upp samningaviöræður um þaö, sem framundan er, en Birendra konungur neitar þvi. Liklegter taliö, aö hann muni fara meö sigur af hólmi. Fyrsta skrefiö 1 vatnsveitu og virkjunarframkvæmdunum er raf- orkustöö i sauövestur Nepal, sem Ind- verjar og NepalbUar hafa veriö aö ræöa um sameiginlega I mörg ár. Indverjar veröa þó aö leita til Alþjóöabankans til þess aö hægt veröi aö f jármagna þessar framkvæmdir. Nepal-búar hafa þurft aö leita á náöir Indverja og Bangladeshmanna þegar þeir hafa viljaö flytja vörur til eöa frá sjó, og hafa oröiö aö fá afdrep I höfnum þessara landa. Þeir segja aö indverskir tollveröir „skrúfi fyrir og frá” öllum þessum flutn- ingum, eftir eigin geöþótta til þess eins aö gera NepalbUum ljóst, aö þaö eru Ind- verjar, sem ráöa, hvenær þeir flytja vör- urnar um þessar hafnir. Ferðamannastraumurinn Nepal-búar hafa mikinn áhuga á aö virkja vatnsorku sina eins fljótt og hægt er. Þaö er nauösynlegt. Meira en 125 .þúsund erlendir feröamenn (þar af 23 þúsund Bandarikjamenn) koma til Nepal árlega, og fjölgar þeim um 25 þúsund á ári. Feröamennirnir eyða um 23 milljón- um dollara á ári i landinu, en þar sem flytja þarf flestar lúxusvörur til landsins frá öörum löndum var hreinn hagnaöur Nepals aöeins um 9 milljónir á þessum viöskiptum. 1 ár er þess minnst I Nepal, aö 25 ár eru liöin frá þvl Sir Edmund Hillary og Tenzing Norgay tökst aö klifa Everest tindinn, áriö 1953. Þvl miöur hefur feröa- mannastraumurinn einn ekki oröiö til - þess aö gera Nepal aö Sviss Asiu, eins og þeir.sem unniö hafa aö þvl aöauka hann, vonuöu svo heitt. Ennfremur koma 8 miUjónir dollara ár- lega frá Gurkha hermönnum, sem eru I brezka og indverska hernum. En mesta peninga fá Nepalbúar fyrir sölu á hveiti og hrisgrjónum til Indlands, en þvi miöur hefur mikiö dregiö úr þessari hveitisölu vegna aukinnar tækni I Indlandi og vax- andi framleiöslu þar I landi. Hrísgrjónasalan ein hefur falliö Ur 41 milljón dollara áriö 1976 I 27 milljónir dollara á síöasta ári , og hagnaöurinn af feröamönnunum getur ekki bætt þetta upp. Erlend aöstoö og lán streyma til lands- ins, og námu um 200 milljónum dollara slöasta ár. Alþjóöabankinn leggur mest af mörkum, en næst kemur Indland, Klna hefur lagt fram 185 milljónir frá því áriö 1961 og Bandarikin um 200 milljónir slöan 1958. RUssar.semlagthafaaf mörkum um 24 milljónir dollara síöustu 20 ár hafa nú al- > gjörlega hætt fjárhagsaöstoöarkapp- hlaupinu. Nepalbúar hafa reynt aö fá Kinverja tU þess aö veita sér hernaöaraö- stoö, en þeir hafa ekki gert þaö, frekar en Indverjar, sem segjast ekki veita sllka aöstoö. Klnverjar hafa gætt þess, aö skipta sér ekki um of af málefnum Nepals, og hafa meöþvl fengiö NepalbUa tíl þess aö telja þá vinveitta nágranna, sem láta innan- rlkismál þeirra afskiptalaus. Bera þeir Klnverja gjarnan saman viö nágrannana Indverja, sem á hinn bóginn eru slöur en svo vinsamlegir, og blanda sér aö þeirra dómi einum um of mikiö I málefni Nepals. Þeir dagar eru löngu liönir, er John Kenneth Galbraith, sendiherra Bandarikjanna I Indlandi, taldi Nepal vera nokkurs konar framlinuvlgi I kalda striöinu, og varaöi menn viö þeim afleiö- ingum, sem kynnu aö veröa af þvi, aö Klnverjar lögöu þá þjóövegi inn i Nepal. Hann taldi fáum löndum ógnaö jafn mikiö og Nepal I þá daga. Mahendra konungur, faöir núverandi Nepal-konungs, sagöi þá meö fyrirlitn- ingu: — Maöur flytur ekki kommúnisma inn I land meö leigubil. Svo viröist, s em konungurinn h afi haft á réttu aö standa. þfb 21 J

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.