Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 15.02.1979, Qupperneq 22

Heimilistíminn - 15.02.1979, Qupperneq 22
Hann hvarf út um hliðiö án þess að segja meira. Ég tók klippumar titrandi höndum og lét visnuð blómin eiga sig, og fór heim að hús- inu. Ég heyrði Huth og frú Burlow tala saman i eldhúsinu, og mér skildist, að þær hlutu að hafa heyrt hvert einasta orð, sem á milli okkar hafði farið inn i gegn um opinn gluggann. Og það voru ekki bara þær, sem höfðu heyrt okkur rif- ast. Þegar ég gekk i gegnum forstofuna kom Ephraim Fonsell útúr herberginu sinu. Hann leit út fyrir að vera eldri og þreyttari en nokkru sinni fyrr. — Irene, sagði hann og var dálltið miður sin. — Ég veit að það hefur heyrzt til okkar inn, sagði ég lágum rómi. — Það hlýtur að hafa heyrzt um alla Sag Harbor, eins og þið æptuð. Hann stundi þung- an. — Ég sem hafði hlakkað svo mikið til þess að þið Liza skylduð ætla að koma með lika. Ég haföi meira að segja verið farinn að vona, að þið Jason... Röddin dó út. Ég fann sting um leið og hann sagði þetta, og allt I einu skildi ég, að mig hafði vist langað hið sama. fann að ég þarfnaðist þess að komast eitthvað I burtu. Þegar ég ók yfir brúna sá ég annan, sem bauð veðrinu birginn, rétt eins og ég. Það var John Solum, sem stóð niðri við litlu vikina og málaði. Hann leit upp, þegar hann heyrði I vagnhjólunum og ég veifaði til hans. Hann lyfti penslinum I kveðjuskyni. Þegar ég kom til hússins fór ég með hestinn út i hesthúsið og tók af honum. Svo fór ég inn um bakdyrnar og hélt áfram gegnum eldhúsið og út i anddyrið. Dyrnar að stofunni stóðu I hálfa gátt og ég sá undir eins, að eitthvað var þar öðru visi en venjulega. Eitthvað hafði breytzt frá þvi ég var hér siðast. Ég var vön, að taka yfirbreiðslurnar af hús- gögnunum til þess að athuga, hvort mýs hefðu falið sig þar i púðum og setum. Nú hékk ábreið- an yfir rauða flauelissófanum á skakk, og púð- arnir voru bældir, rétt eins og einhver hefði legið þarna. Þjófur, hugsaði ég. Annabella hafði talað um, að þjófar sæktu gjarnan i hús, þar sem enginn byggi en ég hafði látið það sem vind um t e^tvdat eftir Veldu Johnston Fonsell -hússins — Þetta hefur aldrei verið annað en ... viðskiptasamningur, sagði ég, og flýtti mér upp stigann. Næsta dag var himininn blágrár og dimmur og hvasst var úti. Jason hafði ekki verið heima alla nóttina, og ég reyndi að telja mér trú um, að mér stæði á sama um það hvar hann væri. Þrátt fyrir það, að veðrið var svona slæmt, ákvað ég að aka til hússins við Howard Street og lita þar eftir eins og ég var vön að gera. Ég 22 eyrun þjóta. Allt i einu heyrði ég hina raf- mögnuðu þögn hússins, sem svo mátti að orði komast. Áður hafði mér alltaf fundizt ég heyra ótal hljóð og tif I klukkunni á arinhillunni. Ég leit þangað snöggt. Jú, hún stóð þarna enn, og allir aðrir dýrmætu og fallegu hlutirnir voru á slnum stöðum i herberginu. Þjófur hlyti að hafa tekið eitthvað með sér. Og svo hefði hann kannski lika reynt að elda sér einhvem mat frammi I eldhúsinu. Ég stökk fram i eldhúsið. L

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.