Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 15.02.1979, Qupperneq 24

Heimilistíminn - 15.02.1979, Qupperneq 24
— Irene sagði Jason ákveðinn. — Þú getur ekki verið hér. Þú verður að koma með mér til San Isidro. Paul var farinn að vefja umbúðum um höfuð mitt og kinkaði nú kolli til samþykkis. Ég horfði á þá til skiptis, og reyndi að sjá eitthvað i svip Jasons, sem bent gæti til reiði, hræðslu eða vonbrigða, en gat ekki séð neitt annað en áhyggjur og meðaumkun. Gat nokkur maður villt svo á sér heimildir? — Ég veit ekki, sagði ég lágt, og svo fann ég að Paul hafði aftur tekið um hönd mina, fann hlýjuna og öryggið frá honum. — Ég skal rannsaka þig vandlega, Irene en ég get ekki imyndað mér, að þetta komi til með að koma i veg fyrir að þú getir farið i ferðina. Þú ættir svo sapnarlega að fara með. Hann grunaði ékki Jason,trúði þvi greinilega að hættan kæmi annars staðar frá. Eða þá að hann hélt, að ekkert samband væri milli þess, sem gerzt hafði hér með mig og þess sem gerzt hafði hjá Fonsell-fjölskyldunni. Yrði ég kannski öruggari ef ég færi með og tæki Lizu með mér? Ef eitthvað kæmi nú fyrir hana... Ég gat ekki hugsað þá hugsun til enda og ég vissi ekki hvað ég átti til bragðs að taka. Jason hafði risið á fætur og horfði nú á Paul með hörkulegu augnaráði. Allt i einu varð mér ljóst, að hann hélt enn um hönd mér. Með þráasvip leit ég á Jason: — Ef Paul telur, að rétt sé, að við Liza kom- um með til San Isidro, þá skal ég hugsa þetta mál betur. Ástúðin og umhyggjan sem mér hafði fundizt ég sjá i svip Jason var horfin og hann svaraði með tilbreytingarlausri röddu. — Gerðu eins og þú sjálf vilt. Við förum eftir hálfan mánuð. Þrátt fyrir það að sézt hefðu blóðflekkir á skörungnum voru sárin ekki djúp. Jerry Duane, lögreglustjórinn i Sag Harbor, sagði, að hinn ókunni árásarmaður hefði farið út úr hús- inu i gegn um eldhúsgluggann, sem hafði verið opinn. Þvi miður hafði rigningin, sem skilið hafði eftir stóran poll á eldhúsgólfinu, einnig afmáð öll spor fyrir utan gluggann. — Ég er þess fullviss, að þetta hefur verið einhver flækingur, sagði hann ákveðinn. — Hann hefur áreiðanlega látið fyrirberast hér i húsinu i nótt, liklega á sófanum i stofunni. Hefði hann verið drukkinn hefði hann látið fyrirberast þar sem hann var kominn. — En hvers vegna fór hann ekki héðan i morgun? 24 að fara og sækja lækninn og Jason lika. Jason. Ég hafði rifizt við Jason daginn áður, og hafði meira að segja hótað að ég skyldi fara og leita að hótelinu þar sem Julia hafði sézt, einhvers staðar á Fjórtándu götu. —Þetta hlýtúr að hafa verið einhver flæking- ur, sagði Rose. — Einhver gamall og ótindur flækingur. Nei, þetta hafði ekki verið flækingur. Það hafði verið Jason eða einhver annar. Einhver hafði það verið sem vissi að mig grunaði enn, að eitthvað hefði verið bogið við dauðaJuliu Fonsell og sömuleiðis við dauða frænku minn- ar. Þetta hafði verið einhver, sem var hræddur við mig. Ég heyrði að útidyrnar voru opnaðar og svo lokuðust þær strax aftur. Á næsta augnabliki féll Paul á kné hjá mér. — Litla Irene, sagði hann lágt. — Hvað hefur komið fyrir? Svo hélt hann áfram og sneri sér að Rose: — Náið i kodda og skál með volgu vatni. Hann horfði á höfuð mitt og muldraði: — Ég held ekki að þetta sé alvarlegt, en ég vil þó helzt ekki flytja þig úr stað fyrr en ég veit hvernig þetta litur út og fyrr en ég hef þvegið sárið og lagt eitthvað yfir það. Rose kom með kodda og stakk honum undir höfuð mitt. Svo fór hún að sækja heitt vatn. Augu Pauls voru dökk af óróleika. — Irene, sástu hver gerði þetta? Hann var fölur og nasavængirnir titruðu. — Nei, Paul, sagði ég hægt. — Ég heyrði, að einhver var hér inni, en það var svo dimmt, og svo gerðist þetta allt svo snögglega... Hann hélt um hönd mina og sagði lágri röddu: — Við megum vera ánægð með að þetta fór ekki verr. Hann þagnaði, þegar hann heyrði að útidyr- unum var lokið upp. Eftir nokkrar sekúndur var Jason kominn til min. — Drottinn minn dýri, hvað hefur komið fyrir? sagði hann og röddin var lág og þvinguð. — Ég kom heim, og þá var mér sagt að þú... Dökkar augabrúnimar voru dregnar saman i hnút. Kom heim... Hvaðan? — Jason byrjaði ég, og vissi eiginlega ekki hvað ég ætlaði að segja, eða hvers ég ætlaði að spyrja. — Jason... Rose kom nú með vatnið og þegar Paul fór af mikilli varfærni að reyna að þvo sárið, kom sársaukinn aftur af fullum krafti. Ég gat ekki annað en stunið. Framhaid

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.