NT


NT - 21.05.1984, Síða 15

NT - 21.05.1984, Síða 15
 11 \' Mánudagur 21. maí 1084 15 LlI Besti vinur barnannaá sjúkrahúsinu er asninn „Dr. Donkey“ ■ ■ l’að má jafnvcl fara á bak inni í sjúkrastofunni. ef ekki er hægt að komast undir bert loft. ■ Donkey læknir fer á stofu- gang á morgnana á sjúkrahúsi í barnaspítala í Yorkshire í Englandi, rétt eins og hinir læknarnir, hann er aðeins ofur- lítið seinna á ferðinni. Hann getur að vísu ekki veifað ncinum prófgráðum í fræðunum, en hann hefur verið viðriðinn sjúkrahúsið í 5 sl, ár og er nærvera hans að sögn yfirhjúkrunarkonunnar þar a.m.k. eins mikið til góðs og hjúkrunarliðsins. - Þaðglaðn- ar yfir börnunum í hvert sinn, sem þau sjá liann og ég er viss úm að hann flýtir fyrir bata þeirra, segir hún. Donkey læknir, öðru nafni Pindy, er asni og var færður sjúkrahúsinu að gjöf af einum fyrrverandi sjúklingi þar, sem stundar asnarækt. Hann kem- ur í heimsókn til sjúklinganna tvisvar í viku og stundum, þegar veðrið er gott, leyfir hann þeinr að koma á bak á grasflötinni við sjúkrahúsið. Það er aðeins einn Ijpður á ráði Pindys. Honum þykirgott að gæða sér á ábreiðunum á rúmum sjúklinganna! Starfs- fólkinu á sjúkrahúsinu datt það snjallræði í hug, að kannski leiddist Pindy svo mik- ið að vera eini sanni asninn á þessum slóðum að þar væri að leita ástæðunnar fyrir þessari sérvisku hans. Það varð sér því úti um eina snotra vinkonu handa honum, Sarah. Pindy líkar svo sem ágætlega félags- skapur Sarah, en hann heldur samt sem áður áfram að narta í ábreiðurnar, hvenær sem hann sér færi á! Öðru hverju efnir hjúkrun- arliðið til fjársöfnunar til að standa straum af kaupum á höfrum handa Pindy og Sarah og tekst hún alltaf vel. Út- skrifaðir sjúklingar gera sér nefnilega tíðförult á sjúkrahús- ið til að heilsa upp á þessa vini sína og „það myndu þau aldrei gera til að hitta aftur lækna og hjúkrunarlið," segir yfirhjúkr- unarkonan. Gestirnir eru því fúsir til að taka þátt í hafra- kostnaðinum. ■ Pindy er kominn á stofu- gang og brúnin á sjúklingunum lyftist.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.