NT


NT - 28.06.1984, Side 5

NT - 28.06.1984, Side 5
 ÍTT j Fimmtudagur 28. júní 1984 5 ul Froftir „Viljum leysa þetta mál svo allir megi vel við una“ - segir Guðrún Ragnar Guðjohnsen formaður Hunda- rækarfélagsins, um nýju reglugerðina í Reykjavík Landsmótið í Kefla- vík og Njarðvík: ruR ■ „Það einasta sem við sam- þykktum var að ræða við yfirvöld og koma okkar sjónarmiðum á fram- færi", sagði Guðrún Ragnars Guð- johnsen formaður Hundaræktarfé- lagsins við NT, en stjórnarfundur var haldinn til að fjalla um nýju hunda- reglugerðina sem nú liggur fyrir borg- arstjórn. „Okkar sjónarmið er að leysa beri þetta mál þannig að allir megi vel við una en hins vegar finnst okkur þetta gjald allt of hátt. Það eiga ekki að vera nein forréttindi að halda hund“, sagði Guðrún ennfremur. dæmi um skynsamlegt fyrirkomulag nefndi Guðrún hundahald í Garðabæ en þar er gjaldið milli 16-1800 kr, en sektir þeim mun hærri ef einhvers er ábótavant. Eins konar bónuskerfi er og í gildi í Garðabænum, þannig að hundaskatturinn lækkar ef ekkert kemur uppá og engin afskipti þarf að hafa af hundi og eykur það líkurnar á því að hundaeigendur reyni að standa sig sem best. Það kom fram hjá Guðrúnu í lokin að ýmis önnur atriði þyrfti að athuga í þessari nýju reglugerð. en þar sem þessi mál væru öll á vinnslustigi væri erfitt að tjá sig um þau til hlýtar fyrr en allt væri komið á hreint. Þó vildi hún undirstrika að nauðsynlegt væri að grípa til einhverra aðgerða því þetta væri orðið ófremdarástands í Reykjavík og úr- bóta þörf. ■ Guðrún Ragnars Guðjohnsen með nokkra af heimilishundunum en þeir eru sex að tölu. Það kom fram hjá Guðrúnu að heildar- kostnaður við að halda einn hund yrði varla undir 5-6 þúsund kr. á ári og væri þá eingöngu útlagður kostnaður vegna hunda- skatts, tryggingagjalda og hreinsunar tekinn inn í dæmið, en eíckert reiknað með fæði og læknishjálp fyrir seppa. Taldi hún umrætt gjald, 4.800 kr. á ári, allt of hátt og benti á að í nágrannabyggðum Reykjavíkur væri hæsta hundagjald 2.500 kr. og væri innifalin trygging og hreinsun í þeirri upphæð. Sem Búistvið 10 þúsund manns - dansleikir í Stapa öll kvöld ■ 18. Landsmót Ungmennafélags íslands verður haldið í Keflavík og Njarðvík dagana 13. til 15. júlí. Búist er við um 10.000 mótsgestum en keppendur eru milli 12 og 15 hundruð. Aðgangseyrir á mótssvæðið fyrir allt mótið verða 500 krónur jafnframt verður hægt að kaupa miða fyrir aðeins einn dag eða einstakar keppnisleiki. Dansleikir verða öll kvöld í Stapa. hljómsvcitin Miðlar frá Keflavík leikur. Tjaldstæði verða í Njarðvík og verður boðið uppá. sérstakar fjölskyldubúðir, al- mennar búðir og ennfremur keppendabúð- ir. Af samkomuhaldi á mótinu utan íþrótta- leikja má nefna fjölskyldusamkomu laugar- dagskvöld í íþróttahúsi Kefiavíkur og hátíð- arsamkomu daginn eftir á leikvanginum í sama bæ. Helsta nýjung á þessu móti er nýtt fyrirkomulag skákmótsins en þar munu keppa 20 sveitir sem er mun fjölmennara en verið hefur. AF SKATTSKYLDUM TEKJUM AF AWINNUREKSTRI Fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa tekjur af atvinnurekstri er nú heimilt að draga 40% frá skatt- skyldum tekjum til að leggja í fjárfestingarsjóð. Frádrátturinn er bundinn því skilyrði að helm- ingur fjárfestingarsjóðstillagsins sé lagður inn á bund- inn 6 mánaða reikning fyrir 1. júlí n.k. vegna tekna árs- ins 1983. Ef reikningsárið er annað en almanaksárið skal lagt inn á reikninginn innan 5 mánaða frá lokum reikningsárs. Innstæður á reikningunum eru verðtryggðar samkvæmt lánskjaravísitölu. Auk þess býður Lands- bankinn 1,54% stigum hærri vexti en gilda um aðra 6 mánaða reikninga. Setið að sumbli í kirkjugarðinum ■ Ábending vcgfaranda leiddi til hand- töku innbrotsþjófa í fyrrinótt. Mennirnir voru handteknir í Kirkjugarðinum við Suðurgötu þar sem þeir sátu og gæddu sér á stolnum veigum. Lögreglan fékk ábendingu frá vegfaranda um að grunsamlegir menn væru á ferli í miðborg Reykjavíkur með flöskur í poka. Er lögreglan fann mennina í kirkjugarðinum játuðu þeir innbrot í veitingahús eitt í miðbænum, en þar stálu þeir 9 flöskum af léttvíni. Mennirnir eru síbrotamenn. Norrænt opið hús ■ Opið hús er nú orðið hefðbundin sumar- dagskrá í Norræna húsinu og er einkum ætlað norrænum ferðamönnum. Fyrsta opna húsið á þessu sumri verður í kvöld kl. 20.30. Þá flytur Hallfreður Örn Eiríksson erindi um íslenska þjóðtrú og þjóðsiði og sýnd verður kvikmynd Ósvaldar Knudsens, Sveitin rnilli sanda. Reikningsinnstæðum má ráðstafa að loknum 6 mánaða binditíma, en innan 6 ára. Enn er hægt að njóta þeirra skattfríðinda sem að framan er lýst, við álagningu tekjuskatts og eignaskatts á árinu 1984 vegna tekna ársins 1983. Fresturinn að þessu sinni er til 1. júlí n.k. Upplýsingar um stofnun fjárfestingarsjóðsreikninga eru veittar í sparisjóðsdeildum Landsbankans. LANDSBANKINN Græddur er geymdur eyrir

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.