NT - 28.06.1984, Blaðsíða 28

NT - 28.06.1984, Blaðsíða 28
Flokkur mannsins, nýr stjórnmálaflokkur: jOghi ifaðsi iaall lir „göm ilu“ fl< okl karn iir ■ í vikunnistofnuðusamtökin Samhygð nýjan stjórnmála- flokk, Flokk mannsins. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum býður flokkur þess öllum öðrum stjórnmálaflokkum birginn kveöst hvorki til hægri né vinstri heldur stefna beint áfram og einbeita sér að manninum. Hornsteinar flokksins er hug- myndafræði Samhygðar og flokkurinn er, að sögn for- svarsmanna, samvinnu- og félags- hyggjuflokkur. Þá hefur komið fram hjá samhygðarmönnum, sem nú veita þessum flokki forystu, að þeir telja aðra flokka mannskemmandi, fyrir þá sem • þar starfa, og kerfisflokka. Flokkur mannsins hyggst bjóða fram til næstu alþingis- kosninga og stefnir að meiri- hluta strax. NT fór á stúfana og leitaði álits forsvarsmanna annarra flokka á markmiðum, stefnu og hugsanlegu fylgi hins nýja fjöl- skyldumeðlims í hinni stóru fjölskyldu sem stjórnmálaflokk- arnir mynda. Þurfum á ýmsu öðru að halda Verðum að bíða og sjá ■ „Ég held nú að það séu flestir að þessu puði fyrir manninn," sagði Steingrímur Sigfússon, AB, þegar NT sló á þráðinn, en taldi um leið margt gott um hinn nýja flokk að segja þó svo að íslensk vinstri hreyf- ing þyrfti á ýmsu öðru fremur að haldaen fleiri flokkum. „Mín skoðun er sú að meðan þeir setja það eitt fram að ætla að berjast fyrir manninn komist þeir ekki langt. Það verða bein- ar tillögur í efnahags-, atvinnu- og kjaramálum, sem munu verða ofaná í næstu kosningum, og meðan ég hef ekkert frá þeim séð í þeim efnum vil ég engu spá um kjörfylgi. En ég held að ég geti nú samt étið alla þá hatta sem ég hef átt um ævina uppá það að þeir fá aldrei meirihluta í næstu kosn- ingum,“ sagði Steingrímur að ■ Steingrímur S.: Segist geta étið alla sína hatta upp á að flokkurinn fái aldrei meirihluta í næstu kosningum. lokum, en vildi þó koma því að, að hann hefði enn ekki kynnt sér hinn nýja flokk vel ennþá. Hafði nefnilega verið fyrir norð- an í „mannskemmandi" starfi fyrir flokk sinn í kjördæminu eins og hann orðaði það sjálfur. ■ „Ég sé ekki fyrir mér að fjölgun flokka leysi vanda ís- lenskrar alþýðu, og það eitt sem ég hef heyrt frá þessum svokall- aða flokki er fyrir*hendi hjá hinum flokkunum,“ sagði Karl Steinar, þegar NT sló á þráðinn í gær. „Annars hef ég ekki séð neina stefnuskrá og það er ekki vitað hvert þessi flokkur stefnir. Ég hef þó ekki trú á að svona flokkur njóti fylgis meðal al- mennings". Um þær fullyrðing- ar hins nýja flokks, að aðrir flokkar væru kerfisflokkar og mannskemmandi, sagði Karl um þá fyrrnefndu að hún væri ekki ný af nálinni, þetta hefðu allir flokkar sagt um hina flokk- ana. „En hvort flokkarnir séu mannskemmandi þá hef ég heyrt það frá fólki, sem verið ■ „Þau segjast eiga mikinn hljómgrunn meðal fólks. Það er alltaf erfitt að dæma um slíkt fyrirfram. Við verðum bara að bíða og sjá,“ sagði Kristín S. ■ Karl Steinar: Hefur ekki trú á að flokkurinn njóti fylgis. hefur í Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokki, að það telur svo vera, en aldrei um Alþýðuflokk- inn. Ætli ég svari þessu ekki bara svona,“ sagði Karl Steinar að lokum. Kvaran, þingmaður Bandalags- ins, þegar NT sló á þráðinn til hennar í gær. Hún er nýkomin að utan og kvaðst ekki hafa kynnt sér stefnu hins nýja flokks vel. „En ég hef séð að þeir telja önnur stjórnmálaöfl flokka kerfisins. Ég bíð bara spennt eftir að sjá þá skilgreina Banda- lagið sem flokk kerfisins,“ sagði Kristín. Aðspurð um hvort Bandalagið væri mannskemm- andi svaraði Kristín því til að hún sjálf hlyti þá að hafa verið eitthvað skemmd áður en hún gekk í Bandalagið því hún hefði ekki orðið vör neinna skemmda á sjálfri sér síðan hún byrjaði. Annars dró hún hugmyndina mjög í efa. ■ Kristín Kvaran: Bíður spennt eftir að sjá Bandalagið skilgreint sem flokk kerfisins. Fjölgun leysir ekki vandann Harma fjölgun stjórnmálaflokka ■ „Ég harma það að verið sé að stofna fleiri stjórnmála- flokka, sem þegar eru of margir. Ég tel að menn eigi að starfa saman og jafna sín ágreinings- mál innan flokkanna. Þetta veikir öll stjórnarmunstur," sagði Steingrímur Hermanns- son, þegar NT sló á þráðinn, en tók það um leið fram að þarna væru á ferðinni margar mjög góðar hugsjónir enda sumt tekið beint úr stefnu Framsóknar- flokksins. „Manngildi ofar auð- gildi, sem þeir taka nú upp, er gamalt kjörorð Framsóknar- flokksins og yfirleitt held ég að það væri mjög gott ef allir lifðu eftir þessum hugsjónum. En það er bara margur þrándur í götu í þeim efnum og menn reka sig á staðreyndir.“ Um fylgi liins nýja flokks vildi ■ Steingrímur Hermannsson: Hafa góðar hugsjónir, - enda teknar frá Framsóknarflokkn- um. Steingrímur ekkert segja, en taldi þó fráleitt að henn hreppti meirihluta á Alþingi í næstu kosningum. Áhugavert að fylgjast með ■ „Það er sjálfsagt að þeir [sem vilja vinna gegn ofbeldi og leggja áherslu á mannleg verð- mæti verði virkir í þjóðmálaum- ræðunni. Það verður áhugavert að fylgjast með því hvernig þeir munu skipuleggja innra starf sitt og hvernig þeir hyggjast framkvæma hugmyndir sínar,“ sagði Guðrún Agnarsdóttir, kvennalistaþingmaður, í sam- tali við NT. Þá kvaðst hún telja margar hugmyndir samhygð- armanna mjög góðar og kunn- ugar kvennalistakonum, enda á stefnuskrá þeirra. Innt eftir þeim ummælum forsvarsmanna hins nýja flokks, þess efnis að aðrir flokkar væru kerfisflokk- ar, svaraði Guðrún því til að það kæmi sér spánskt fyrir sjónir ef þær væru flokkaðar sem hefð- bundinn stjórnmálaflokkur. ■ Guðrún Agnarsdóttir: Keinur það spánskt fyrir sjónir ef litið er á Kvennalistann sem hefðbundinn „kerfisflokk“. „Við lítum ekki á okkur sem slíkan heldur teljum okkur miklu fremur vera grasrótar- hreyfingu," sagði Guðrún Agn- arsdóttir að lokum. Geta vel unnið eitthvað fylgi ■ „Þaðkæmimérsvosemekk- ert á óvart að svona hreyfing gæti fengið eitthvað fylgi í kosn- ingum. Það hefur sýnt sig í tveimur kosningum að svona flokkar fá nokkra þingmenn og við höfum tvö slík samtök inn á Alþingi í dag,“ sagði Þorsteinn Pálsson í samtali við NT. „Ann- ars veit ég ekkert fyrir hverju þessir menn eru að berjast. Af því sem ég hef séð sýnist mér að þeir ætli að vinna á fremur einföldum slagorðum, sem get- ur þá gengið í gegnum kosning- ar einu sinni eða svo.“ Aðspurð- ur um þau ummæli samhygð- armanna, að aðrir flokkar séu kerfisflokkar og jafnvel mann- skemmandi, sagði Þorsteinn að slíkt hlyti að koma til af því að þeir hefðu ekki kynnt sér málin nógu vel. Þorsteinn sagði fylgi ■ Þorsteinn: Höfum þegar tvo svona flokka á Alþingi. og traust sem Sjálfstæðisflokkur- inn, langstærsti flokkur landsins, nyti of mikið til þess að umrædd ummæli gætu staðist.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.