NT - 31.08.1984, Side 14
Föstudagur 31. ágúst 1984 14 1
2
Djassþáttur
Vernharðar Linnet
3 djasshátíðir
í dag:
Rás 2 kl. 16.
■ Jassþáttur Vernharðar
Linnet verður á dagskrá Rásar
2 kl. 16.00 í dag. Aðalefni
þáttarins verða þrjú djassfesti-
völ sém voru í sumar, í Þórs-
höfn íFæreyjum, Kaupmanna-
höfn og í Lignano á Ítalíu.
Kvartett Kristjáns Magnús-
sonar tók þátt í djassfestivalinu
í Pórshöfn, og Kristján Magn-
ússon verður í þættinum og
spjallar við Vernharð um festi-
valið, sem er það fyrsta sem
haldið er í Færeyjum.
Gunnar Reynir Sveinsson
kemur líka og segir frá djassin-
um á Ítalíu, og djassfestivalinu
í Lignano. Á ltalíu er gífurlegt
djasslíf, bæði fjöldi konserta
og mikil plötuútgáfa, og ef
sólarlandafarar hafa áhuga á
djass þá er bara að skella sér á
djassklúbba, sem bæði eru t.d.
í Rimini og á Lignano, sagði
Vernharður.
Vernharður var sjálfur á
djassfestivalinu í Kaupmanna-
höfn og reyndar Kristján líka.
Þar voru meðal annars afhent
dönsku djassverðlaunin, og
fékk gítarleikarinn Pierre
■ Vernharður Linnet ásamt syni sínum Steini.
Dörge þau í þetta sinn. Spiluð
verður tónlist með honum. Pi-
erre Dörge hefur m.a. verið í
Afríku og lært þar af innfædd-
um, einnig var hann í danskri
kvennarokkhljómsveit sem hét
Hos Anne.
Eins og áður segir er djass-
þátturinn kl 16. Hann er hálfs-
mánaðarlega á móti Bylgjum.
- situr fyrir svörum í sjónvarpssal
■ Maður er nefndur Milton
Friedman. Hann er nóbels-
verðlaunahafi í hagfræði og
boðberi frjálshyggju í efna-
hagsmálum.
I kvöld verður sýndur í
sjónvarpinu þáttur, þar sem
hann situr fyrir svörum um
kenningar sínar á sviði hag-
fræði og stjórnmála. Stjórn-
andi er Bogi Ágústsson.
Áhugamönnum um hagfræði
og stjórnmál ætti að vera þetta
kærkominn þáttur, því ekki er
oft fjallað um hagfræði í fjöl-
miðlum, þótt þetta sé sú fræði-
grein sem einna mest áhrif
hefur á efnahagsmál og þá
daglegt líf fólks.
Sjónvarp kl. 21.15 í kvöíd:
Sjónvarp kl. 20.45 í kvöld:
Skonrokk/^
■ Lana Turner og félagar í Pósturinn hringir alltaf tvisvar.
Sjónvarp kl. 22.10 í kvöld:
Pósturinn hring-
ir alltaf tvisvar
Bandarísk sakamálamynd frá 1946
■ Dægurlagaþátturinn
Skonrokk verður á dagskrá
sjónvarpsins í kvöld. Pegar
NT hafði samband við annan
umsjónarmann þáttarins, Önnu
Hinriksdóttur, var fremur
dauft hljóðið í henni.
■ Skyldi Susanne úr Human
League koma á skjáinn í
Skonrokki í kvöld?
„Við höfum fengið ótrúlega
lítið efni núna, varla neitt.“
Hún sagði að þær hefðu undan-
farið verið að hugsa um hvað
gera ætti, og líklega yrði það
ofaná að endursýna gamalt
efni, „því ekki þýðir að fella
þáttinn niður.”
Hvað heldurðu að verði
mikið af nýju efni í þættinum?
„Það verða líklega tvær eða
þrjár nýjar spólur, og það er
ekki komið á hreint hvað
verður."
Hvernig stendur á þessum
skorti?
„Innflytjendur efnisins,
hljómplötufyrirtækin, hafa
ekki staðið sig nógu vel. Það
stendur bara þannig á að þeir
hafa allir slakað á í einu.“
Við hringdum í einn af inn-
flytjendunum, Steinar h/f. Pét-
ur Kristjánsson sagði að þeir
ættu tvær eða þrjár spólur,
m.a. með George Michael og
Human League, en sér hefði
skilist að lítið væri um efni hjá
a.m.k. sumum hinna innflytj-
endanna. Pétur sagði að spólur
væru mjög dýrar í innflutningi,
og komið hefði fyrir að um-
sjónarmenn þáttanna hefðu
neitað að sýna spólur.
„Þetta er í fyrsta sinn sem
þetta gerist, en við eigum mik-
ið af efni í pöntun og það er
bara ekki komið.“
Þess má geta að spólu með
HLH-flokknum var hafnað
vegna þess að hún þótti of
mikil Svala-auglýsing.
■ Föstudagsmyndin nefnist
Pósturinn hringir alltaf tvisvar,
og er bandarísk bíómynd frá
árinu 1946, gerð eftir sam-
nefndri sögu James M. Cain.
Aðalhlutverk leika Lana
Turner, John Garfield og Cecil
Kellaway. Leikstjóri er Tay
Garnett. Þýðandi er Bogi Arn-
ar Finnbogason.
Menn geta komist upp með
eitt morð, en búast má við
vandræðum ef um annað dráp
er að ræða, jafnvel þótt það
seinna hafi orðið af slysni.
Eiginkona manns sem rekur
veitingastað við þjóðveginn og
vinnumaður þeirra, sem er
elskhugi konunnar ákveða að
myrða eiginmanninn. Þeim
tekst það, en vekja grunsemdir
yfirvalda. Þeim tekst þó ekki
að sanna sekt þeirra.
Eiginkona og vinnumaður-
inn eru frjáls, en þegar allt
virðist í besta gengi taka örlög-
in málin í sínar hendur og
óvæntir atburðir gerast.
Líklega hafa ýmsir séð
endurgerð þessarar myndar,
þar sem Jack Nicholson lék
vinnumanninn og Jessica
Lange eiginkonuna. Sú mynd
var töluvert djörf, en líklega er
frumútgáfan hæfilega siðsam-
leg. Gaman verður að bera
þessar myndir saman, fyrir þá
sem sáu nýju útgáfuna.
■ Milton Fríedman.
Milton Friedman er ásamt
fleirum helsti postuli þeirra
efnahagsstefnu sem kom upp í
byrjun núverandi efnahags-
kreppu í heiminum. Allt frá
stríðslokum var stöðugur upp-
gangur í efnahagslífi hins kap-
ítalíska heims, og kenningar
hagfræðingsins Keynes um
hæfileg ríkisafskipti af efna-
hagslífi í hávegum hafðar.
Þetta var j afnframt tímabil sós-
íaldemókrata, velferðarríkis
og fullrar atvinnu.
Um miðjan 8. áratuginn fóru
veður að skipast í lofti. Þeir
hagfræðingar sem héldu því
fram að kreppur hefðu verið
gerðar útlægar úr hinum kapít-
alíska heimi stóðu nú frammi
fyrir raunveruleika kreppunn-
ar. Venjuleg ráð í anda Keynes
og velferðarþjóðfélagsins
dugðu ekki lengur, og upp á
himinfestingu stjórnmálanna
skaust tvístirnið Thatcher -
Reagan, sem hafði kenningar
frjálshyggjunnar um óheft
markaðskerfi að leiðarljósi.
Friedman er fulltrúi þessara
kenninga.
Margir telja frjálshyggju-
kenningarnar nánast rugl, en
aðrir að þetta séu mjög góðir
hlutir. Ýmsum hefur gengið
illa að koma auga á hvernig
kenningar um frjálsa sam-
keppni geti komið að notum í
heimi sem stjórnað er af stór-
fyrirtækjum, sem eru svo stór
að samkeppni við þau er
ómöguleg. T.d. hafa mörg
öflugustu fyrirtæki Bandaríkj-
anna meira umleikis en meðal-
stór iðnríki eins og Noregur
eða Portúgal. En líklega getur
Friedman skýrt allt þetta út.
Þátturinn er á dagskrá kl. 21.15
í kvöld.
Föstudagur
31. ágúst
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. i
bítið. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt
mál. Endurt. þáttur Eiríks Rögn-
valdssonar frá kvöldinu áöur.
8.00 Fréttir. 8.15 Veöurfregnir.
Morgunorö - Arndís Jónsdóttir
talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Eins og ég væri ekki til“ eftir
Kerstin Johansson Siguröur
Helgason les þýöingu sína (14).
9.20 L?ikfimi. 9.30 Tilkynningar.
Tónleikar. Þulur velur og kynnir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For-
ustugr. dagbl. (útdr.).
10.45 „Þaö er svo margt að minnast
á“ Torfi Jónsson sér um þáttinn.
11.15Tónleikar
11.35 Tvær smásögur a. „Leiksyst-
ur“ eftir Guörúnu Jacobsen. Höf-
undur les. b. „Orövana" Þórunn
Magnea Magnúsdóttir les frum-
samda smásögu.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning-
ar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
14.00 „Daglegt líf í Grænlandi"
eftir Hans Lynge Gísli Kristjáns-
son þýddi. Stína Gisladóttir byrjar
lesturinn.
14.30 Miðdegistónleikar „La Lyra",
14.45 Nýtt undir nálinni Hildur Ei-
riksdóttir kynnir nýútkomnar
hljómplötur.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Síðdegistónleikar
17.00Fréttiráensku
17.10 Síðdegisútvarp Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Við stokkinn Stjórnandi:
Gunnvör Braga.
20.00 Lög unga fólksins: Þóra Björg
Thoroddsen kynnir.
20.40 Kvöldvaka a. Silfurþræðir
Þorsteinn Matthiasson flytur fjóröa
þátt sinn af Páli Hallbjarnarsyni
fyrrum kaupmanni í Reykjavík. b.
Einsöngvarakvartettinn syngur
21.10 Tónlist eftir Igor Stravinsky
Soffía Guðmundsdóttir kynnir.
21.35 Framhaldsleikrit: „Gilberts-
málið“ eftir Frances Durbridge
Endurtekinn VII. þáttur:
„Bréfið“. (Áður útv. 1971). Þýð-
andi: Sigrún Sigurðardóttir. Leik-
stjóri: Jónas Jónasson.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins
22.35 Kvöldsagan: „Að leiðarlok-
um“ eftir Agöthu Christie Magn-
ús Rafnsson les þýðingu sína (12).
23.00 Söngleikir f Lundúnum 5.
þáttur: „Guys and Dolls" eftir
Frank Loesser Umsjón: Árni
Blandon.
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
24.00 Næturútvarp frá RÁS 2 til kl.
03.00.
Föstudagur
31. ágúst
19.35 Umhverfis jörðina á áttatíu
dögum Þýskur brúðumyndaflokk-
ur. Þýöandi Jóhanna Þráinsdóttir.
Sögumaður Tinna Gunnlaugsdótt-
ir.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Á döfinni. Umsjónarmaður
Karl Sigtryggsson. Kynnir Birna
Hrólfsdóttir.
20.45 Skonrokk Umsjónarmenn:
Anna Hinriksdóttir og Anna Kristín
Hjartardóttir.
21.15 Milton Friedman Milton Fri-
edman, nóbelsverðlaunahafi í
hagfræði og boðberi frjálshyggju,
situr fyrir svörum um kenningar
sínar á sviði hagfræði og stjórn-
mála. Umræðum stýrir Bogi Ág-
ústsson, fréttamaður.
22.10 Pósturinn hringir alltaf tvis-
var s/h (The Postman Always
Rings Twice) Bandarísk bíómynd
frá 1946, gerð eftir samnefndri
sakamálasögu eftir James M.
Cain. Leikstjóri Tay Garnett. Aðal-
hlutverk: Lana Turner, John Gar-
field og Cecil Kellaway. Dáfögur
kona og elskhugi hennar koma sér
saman um að losa sig við eigin-
mann hennar og hagnast á því um
leið. Þýðandi Bogi Arnar Finnboga-
son.
00.00 Fréttir i dagskrárlok