NT

Ulloq

NT - 31.08.1984, Qupperneq 30

NT - 31.08.1984, Qupperneq 30
■ Willie Banks var með sýningu fyrir áhorfendur. Hann sigraði auðveldlega í þrístökkinu þó svo að honum hefði ekki tekist vel upp á ÓL. Cunningham í mál ■ Enski knattspyrnumaður- inn Laurie Cunningham hefur hafið málsókn á hendur Real Madrid, spánska liðinu sem hann hefur verið samnings- bundinn síðastliðin fimm ár. Cunningham, fyrrum útherji West Bromwich Albion og enska landsliðsins, gerði samn- ing við Real Madrid árið 1979, upp á 100 þúsund pund á ári (4 miiljo'nir ísl. króna). En peset- inn spánski lækkaði stöðugt í samanburði við enska pundið, og nú er svo komið að hann er helmingi verðminni en hann var árið 1979. Að jafnaði tapaði því Cunningham 30 þúsund pundum ári (1.2 milljón ísl. króna). Nú er samningur þessi útrunn- inn, og Cunningham hefur gert samning við franska liðið Mar- seilles. Skotland: Dregið í Deildarbikarnum ■ í gær var dregið um hvaða lið leika saman í 8-liða úrslitum í skoska Deildarbikarnum. Varð drátturinn á þessa leið: Cowbenbeath-Rangers, Dundee-Hearts, Dundee Utd.-Celtic og IVIcadowbank-St.Johnstone. Leikirnir verða miðvikudaginn 5. sept. islandsmótið 1. deild -13 umferð NT-LIÐ UMFERÐARINNAR Þorsteinn Bjarnason ÍBK (2) Gylfi Rútsson Víkingi (1) Grímur Sæmundsen Val (4) Þorsteinn Þorsteinss. Fram (3) Guðmundur Kjartanss. Val (2) Einar Ásbjörn Ölafss. ÍBK (2) Karl Þórðarson ÍA (4) Gunnar Gíslason KR (1) Kristinn Guðmundss. Víkingi (3) Jón G. Bjarnason KR (1) Föstudagur 31. ágúst 1984 30 Frálsíþróttamót í Köblenz Sýning Banks Willie Banks var með „show“ Moses sigraði í 108. skipti ■ Nú stendur yfir mikið mót í frjálsum íþróttum í Köblenz í V-Þýskalandi. Fjöldi þekktra keppenda er á mótinu og má nefna að Edwin Moses keppti í 400 m grind og sigraði að sjálfsögðu. Annars eru hér helstu úrslit: 40ðm grindahlaup Edwin Moses U.S. 47,32 Harald Schmidt V-Þ. 48,04 Langst. kvenna Eva Murkova Tékkó. 6,63 Anna Wlodarczyk Pól. 6,55 Carol Lewis U.S. 6,54 lOOm hlaup karla Kirk Baptiste U.S. 10,30 Calvin Smith U.S. 10,34 lOOm hlaup kvenna V. Brisco-Hooks U.S. 11,08 Diane Williams U.S. 11,18 Kringlukast karla Alwin Wagner V-P. 64,80 Rolf Danneberg V-Þ. 64,26 400m hlaup karla Ray Armstead U.S. 45,03 Alonzo Babers U.S. 45,07 1500m hlaup karla Said Aouita Morocco 3:34,10 Þrístökk karla Willie Banks U.S. 17,39 Lazaro Betancourt Kúbu 16,94 200m hlaup karla James Butler U.S. 20,53 Desai Williams Kanada 20,75 80ðm hlaup karla Johnny Gray U.S. 1:42,96 40ðm hlaup kvenna Jarmila Kratochvilova Tékkó. 49,81 Míluhlaup karla Steve Cram Bretl. 3:49,64 John Walker N-Sjál. 3:49,73 Tíminn sem Moses hljóp á er sá besti á árinu og nú hefur hann sigraði í 108 skipti í röð. Steve Cram ætlaði að setja heimsmet í míluhlaupinu en honum tókst það ekki frekar en fyrri daginn. Reyndar var gamla kempan John Walker nærri því að sigra í hlaupinu en hann átti feiki góðan enda- sprett. Said Aouita ætlaði sér að setja heimsmet í 1500m hlaupinu en mistókst hrapa- lega. Ólympíumeistarinn í 400m hlaupi Alonzo Babers tapaði fyrir félaga sínum Ray Armstead og V. Brisco-Hooks sigraði loks í spretthlaupi, en nú í lOOm og sá sigur var naumur. í þrístökki karla eða „The Willie Banks Show“ (Sýning Willie Banks) eins og keppi- nautar hans kölluðu keppnina, sigraði Banks með yfirburðum. Hann er þekktur fyrir ýms uppátæki eins og að hita upp með vasadiskótæki á sér og dansar þá jafnan fyrir áhorf- endur. Kirk Baptiste sigraði heims- methafann Calvin Smith í lOOm hlaupinu. Jafntefli ■ Norðmenn og Pólverjar skildu jafnir í vináttulandsleik í knattspyrnu í Osló í gxrkvöldi (miðvikudag) 1-1. Það voru Pól- verjar scm náðu forystu í upphafi seinni hálfleiks en Norðmenn jöfnuðu um 10 mínútum síðar. Mark Pólverja gerði Rysz- ard Tarasiewkz en Vidar Davidsson jafnaði fyrir Norðmenn. Alls 11.430 áhorfendur voru á vellinum. Litlaust á Ítalíu Heimir Karlsson Víkingi (7) Veislu- og fundaþjónustan Höfum veislusali fyrir hverskonar samkvæmi og mannfagnaði. Fullkomin þjónusta og veitingar. Vinsamlega pantið tímanlegafyrir veturinn. RISIÐ Veislusalur Hverfísgötu 105 símar: 20024 -10024 - 29670. Borgarnes: Golfmót fyrir draumaaldurinn ■ Samkvæmt frcttatil- kynningu sem NT fékk frá kylfingum í Borgar- nesi er draumaaldurinn að ná 55 árum. Fyrir stráka og stelpur sem náð hafa draumaaldrinum er haldið golfmót þar um næstu helgi, leiknar 18 holur með og án forgjaf- ar. Mótið cr laugardaginn 1. september, og verður haldið í góðu veðri sem veðurguðirnir ku hafa lofaö Borgnesingum. Veitt verða verðlaun fyrir hesta árangur með og án forgjafar, og að auki verðlaun fyrir að vera næstur holu á 1. braut. Verðlaunin gefur Esso- stöðin í Borgarnesi. Borgnesingar segja að gamla góða hallandi flöt- in á 7. braut sé komin á spjöld golfsögunar, og sé orðin par 5. I ■ Úrslit á Ítalíu í 3. umferð bikarkeppninnar í knattspyrnu voru þessi í fyrrakvöld: 1. riðill: Como-Triestina................. 3-0 Carrarese-Mílanó ............. 0-2 Brescia-Parma ................ 1-1 2. riðill: Inter Mílanó-Francavilla...... 3-1 Avellino-Spal...............frestað Pisa-Bologna ................. 2-1 3. riðill: Lazio-Pistolese............... 3-1 Varese-Roma.................... 0-0 Podova-Genoa ................... 0-1 4. riðill: Cremonese-Monza................ 2-2 Vicenza-Toríno................. 0-0 Cesena-Empoli.................. 1-2 5. riðill: Verona-Casarano ................ 5-0 Ascoli-Campobasso............... 2-2 Benevento-Catania ............ 1-0 6. riðill: Sampdoria-Cavese............... 8-1 Udinese-Lecce ................ 2-1 Catanzaro-Bari.................. 0-1 7. riðill: Juventus-Taranto .............. 1-0 Atalanta-Cagliari............. 1-0 Palermo-Sambenedettese .... 2-0 8. riðill: Perugia-Napoli ................. 0-0 Fiorentina-Casertana.......... 1-1 Arezzo-Pescara................ 1-1 Eins og sjá má af þessum úrslitum ríða stórliðin mörg ekki feitum hestum frá þeim smærri. Þau gætu þó skriðið í áframhald bikarkeppninnar, því efstu tvö liðin í hverjum riðli fara áfram, eftir að einföld umferð hefur verið leikin. Erlendu stjörnurnar voru ekki í sviðsljósinu í þessum leikjum, og oílu sumar hverjar vonbrigðum. Allra augu mændu á Brasilíumanninn Socrates, sem keyptur var til Fiorentina í sumar fyrir 81 milljón króna. Kjaftasögurnar á Ítalíu hafa jafnvel gengið svo langt að bera að Socrates sé slæmur fyrir hjarta, en læknir- inn neitar því staðfastlega. Engu að síður náði Fiorentina aðeins jafntefli heima gegn 3. deildarliðinu Casertana, og Socrates var lítt áberandi í leiknum. Svipaða sögu er að segja af Napóli, þar sem Diego Mara- dona frá Argentínu, keyptur í sumar fyrir 225 milljónir króna lék nokkrum verðflokkum neðar. Þar var markalaust jafn- tefli gegn annarrardeildarliði Perugia. Evrópu-úrslitaliðið Roma gerði einnig markalaust jafn- tefli, við þriðjudeildarliðið Varese, og nú þegar þrír leikir eru búnir af fimm, er Roma í þriðja sæti í riðlinum á eftir Genoa og Lazio. Brasilíumaðurinn Junior var tekinn útaf í miðjum leik Tor- ínó gegn Vicenza á útiveili. Þar varð markalaust jafntefli. Meistarar Juventus, Lazio, AC Mílanó og Udinese unnu öll sína leiki. Sampdoria vann einnig stórt, með þá Graeme Souness og Trevor Francis í fararbroddi, 8-1 þriðjudeildar- liðið Cavese. Verona sýndi einnig styrk, vann Casarano 5-0. ■ Maradona - spilaði undir verði.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.