Morgunblaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Andstæðingar Augustos Pinochets, fyrrverandieinræðisherra í Chile, hafa í gegnum tíðina látiðmörg stór orð falla um hershöfðingjann fyrrver-andi og það ekki að ástæðulausu. Pinochet er jú sakaður um að bera ábyrgð á dauða þúsunda manna í valda- tíð sinni 1973–1990, þ.á m. forsetans sem hann velti úr sessi, Salvadors Allendes, en Allende tók eigið líf. Fram að þessu hefur þó verið talið að Pinochet hafi verið óspilltur, raunar hafa margir talið að það aðhald sem stjórn Pinochets sýndi í efnahagsmálum hafi orðið til þess að velmegun varð meiri í Chile en í öðrum ríkjum Suður-Ameríku. Nýjar upplýsingar sem benda til að þessi mynd, sem menn hafa haft af Pinochet, eigi ekki við rök að styðjast hafa komið róti á huga margra í Chile, bæði þeirra sem hafa stutt hann í gegnum tíðina og hinna, sem telja að sækja beri Pinochet til saka fyrir ódæði framin í valdatíð hans. Um er að ræða staðhæfingar þess efnis að Pinochet hafi stungið undan gífurlegum fjármunum og koma þær fram í skýrslu sem rannsóknarnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sendi frá sér 14. júlí sl. Er Pinochet, sem nú er 88 ára gam- all, þar talinn tengjast fjárþvættishneyksli við Riggs- bankann, sem höfuðstöðvar hefur í Washington. „Núna er óhætt að segja að okkar einræðisstjórn hafi jafnast á við stjórnir helstu bananalýðvelda heimsins, þar sem forsetar og fjölskyldur þeirra stungu af úr landi með ferðatöskur fullar af seðlum,“ segir Alejandro Navarro, þingmaður fyrir Sósíalistaflokkinn sem nú fer með völd í Chile. „Þessi mál marka jarðarför arfleifðar Pinochets. Til- vist þessara bankareikninga gerir að engu Pinochet hafi staðið fyrir þögulli byltingu málum],“ bætir Navarro við. „Við erum óróleg, þetta veldur okkur áh auka,“ segir líka Alberto Cardemil, liðsma arflokksins, en hann var aðstoðarinnanrík Pinochets og hefur verið meðal stuðningsm ingjans fyrrverandi. „Þetta eru alvarlegar vekja margar spurningar sem þarf að svar einnig. Hjálpað til við að fela f Skýrsla bandarísku þingnefndarinnar r hreyfingar á reikningi Pinochets í Riggs-b að hann lét af völdum í Chile 1990. Um er a ari rannsókn á tengslum bankans við ýmsa Riggs-bankinn er sagður hafa haft góð t í Chile um langt skeið. Pinochet opnaði þa árið 1994 en þá var hann enn æðsti yfirma Sem kunnugt er var gefin út ákæra á he Spáni árið 1998 fyrir morð á spænskum rík Chile á meðan hann réð ríkjum þar. Var P stofufangelsi í Bretlandi í eitt og hálft ár á þar voru að kanna hvort framselja bæri ha Varð niðurstaðan sú að Pinochet var ekki verja sig fyrir rétti sökum heilsubrests og halda aftur heim til Chile. Segir í skýrslu þingnefndarinnar að á m Stórum fjárhæðum Fréttaskýring | Hingað til hefur verið talið að Augusto P Chile, hafi verið óspilltur með öllu þó að stjórn hans hafi Nýjar upplýsingar í þessum efnum hafa því vakið mikla Þ að stóð ekki á svari þegar blaða- maður Morgunblaðsins spurði Orra Hilmarsson hjá Brokey hvað væri svo heillandi við kjöl- bátasiglingar. „Það er kyrrðin og allt sem henni fylgir. Þú finnur vind og þá ertu kominn í kyrrð – þú líður áfram eftir öldunum. Þarna ertu kominn í aðra veröld en margir koma hér eftir vinnu og fara út til þess að sleppa frá amstri hversdagsins. Eina hættan við þetta er að þegar menn byrja þá geta þeir ekki hætt.“ Siglingaklúbburinn Brokey var stofnaður af 12 áhugmönnum um siglingar í febrúar árið 1971. Frá upphafi hefur tilgangur klúbbsins verið sá að örva áhuga fólks á sigl- ingum. Í dag starfar félagið mest á sviði kjölbátasiglinga og stendur fyrir æf- ingakeppnum öll þriðjudagskvöld klukkan sjö og 4-5 stærri mótum á hverju ári. Að sögn Orra hafa þriðjudagskeppnirnar verið haldnar um 20 ára skeið og njóta mikilla vin- sælda. „Að meðaltali taka um 15 bátar þátt í hverri keppni en oft og tíðum eru þeir rúm- lega 20. Það er oftast siglt í kringum Engey en stundum er farið út fyrir Viðey og jafnvel upp á Kjalarnes. Þeir hörðustu mæta hing- að klukkan fimm og gera sig klára en það er lagt af stað klukkan sjö. Hver keppni tekur að jafnaði tvo klukkutíma og það er hart barist,“ segir Orri og tekur það fram að hver sekúnda skipti máli í þessu sambandi. „Ég held að siglingar njóti aukinna vin- sælda en það er mikið unglingastarf á veg- um ÍTR í Nauthólsvík. Þá eru einnig starf- ræktir siglingaklúbbar víða um land með góðum árangri. Þeir sem hafa áhuga á því að kynnast siglingum geta komið hingað í félagsheimili okkar við Austurbugt 3, á þriðjudögum og fylgst með keppnunum og jafnvel fengið að fara um borð í einhvern bátanna. Þá er einnig hægt að nálgast frek- ari upplýsingar á heimasíðu okkar, www.brokey.is.“ „Kyrrðin og allt s FÓR ALLT „VEL FRAM“ UM VERSLUNARMANNAHELGINA? Í kjölfar verslunarmannahelgar-innar er gjarnan rætt um þaðhvort helgin hafi farið vel fram. Mælikvarðinn er þá yfirleitt sá hvort allt hafi gengið stórslysalaust fyrir sig. Svo var reyndar raunin í ár, t.d. urðu blessunarlega engin banaslys í umferðinni. Það þýðir þó hreint ekki að helgin hafi verið áfallalaus, til að mynda urðu alvarleg slys á vegum landsins. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær var einnig tilkynnt um fjögur kynferðisofbeldismál þó engar kær- ur hafi verið lagðar fram, sem auð- vitað er önnur vísbending um mann- lega harmleiki. Mesta athygli vekur þó að lokinni þessari verslunarmannahelgi sú gíf- urlega aukning á fjölda fíkniefna- mála sem upp komu þá daga sem há- tíðarhöld stóðu yfir víðsvegar um landið. Í því sambandi hefur verið haft á orði að þau fíkniefni sem lagt var hald á hafi mestmegnis verið ætl- uð til einkaneyslu en ekki til skipu- lagðrar sölu, en það er umhugsunar- vert hvort það bætir nokkuð úr skák. Efnin eru á markaði og hafa í sam- ræmi við það væntanlega skipt hönd- um fyrir peninga, auk þess sem skað- semi þeirra er söm hvort sem þau eru ætluð til einkaneyslu eða til sölu. Í fyrirsögn á forsíðu Morgunblaðs- ins í gær kemur fram að rúmlega hundrað fíkniefnamál hafi komið upp á landinu um helgina. Það er graf- alvarlegt mál og til marks um að ekki hafi allt verið sem skyldi á öllum þeim skemmtunum sem fram fóru um helgina – vísbending um að ekki hafi allt farið „vel fram“ eins og það er gjarnan orðað. Það er því eftir- tektarvert hversu ánægðir forsvars- menn hátíðarhalda víðs vegar um landið eru með þær skemmtanir sem þeir báru ábyrgð á. Því má ekki gleyma að mótshaldarar hafa beina hagsmuni af því að almennt sé álitið að útihátíðir hafi farið vel fram og skemmtanahaldið verið áfallalaust, enda eru fjárfestingar þeirra oft um- talsverðar. Hagsmunir almennings eru þó fyrst og fremst þeir að um alla þætti skemmtanahalds verslunar- mannahelgarinnar sé fjallað af hisp- ursleysi og ábyrgð. Árlegt uppgjör eftir verslunarmannhelgina verður því að gefa raunhæfa mynd af því ástandi sem var ríkjandi – og það getur tæpast hafa verið gott ef slys urðu á mönnum, konur voru beittar kynferðisofbeldi og yfir hundrað fíkniefnamál komu upp. FRAMTAK SAMGÖNGURÁÐHERRA NOREGS Í Morgunblaðinu í gær var frá þvískýrt að Torild Skogsholm, sam- gönguráðherra Noregs, vildi að upp- lýsingar um mistök, bilanir og óhöpp og annað, sem úrskeiðis færi hjá flugfélögum, yrðu gerðar opinberar og aðgengilegar fyrir almenning. Af þessu tilefni var eftirfarandi haft eftir ráðherranum: „Mér finnst ekki rétt, að alvarleg- um mistökum og skorti sé haldið leynilegum fyrir farþegum. Við ætt- um sem borgarar að hafa rétt til að þekkja gæði og öryggi vörunnar, sem við kaupum.“ Þetta er rétt hjá Torild Skogs- holm og orð í tíma töluð. Of oft hefur það gerzt að erfitt hefur reynzt að afla upplýsinga um mistök eða óhöpp í flugi. Þótt upplýsingar komi fram seint og um síðir tekur það of langan tíma og vekur þá tilfinningu hjá almenningi, að reynt sé að leyna því, sem gerzt hafði. Hins vegar er engin spurning um, að á nokkrum síðustu áratugum hef- ur þetta breytzt mjög til batnaðar. Sú var tíðin, að flugfélög bæði hér og annars staðar lögðu sig fram um að leyna því fyrir fjölmiðlum og öðrum hvað gerzt hefði og gerðu jafnvel til- raunir til að blekkja þá aðila, sem spurðust fyrir um óhöpp. Þetta er löngu liðin tíð. Hins vegar er enn of mikið um það að of miklar tafir verði á upplýsinga- gjöf til almennings og eru til nýleg dæmi um það úr íslenzkri flugsögu. Að vísu má færa ákveðin rök að því að óheppilegt sé að veita upplýsing- ar áður en mál hafi verið könnuð of- an í kjölinn. En ekki má gleyma því, að farþegar um borð í vélum gera sér oft grein fyrir því, þegar ekki er allt með felldu en engu að síður er dregið mánuðum saman að upplýsa um það, sem gerðist. Norski samgönguráðherrann hef- ur skýrt frá því í Noregi, að hún hyggist taka þetta mál upp á fundi samgönguráðherra Norðurlanda hér á Íslandi í lok þessa mánaðar. Þess er að vænta að hún fái öflugan stuðning við málið bæði hjá Sturlu Böðvarssyni og öðrum starfsbræðr- um sínum. Það er hinn almenni borgari, sem ferðast með flugvélum. Sá viðskipta- vinur flugfélaganna á heimtingu á að fá að vita, hvort hann er að eiga við- skipti við öruggt flugfélag eða félag, þar sem öryggi gæti verið betra. Þrátt fyrir allar yfirlýsingar um, hversu mikils öryggis sé gætt í flugi, koma alltaf við og við fram upplýs- ingar um að þær yfirlýsingar geta verið orðin tóm. Það skiptir líka miklu máli, að ekki sé alhæft í þess- um efnum og að flugfélög, sem gæta fyllsta öryggis njóti þess í sam- keppni við aðra. Á tímum lágra flugfargjalda landa í milli vakna óneitanlega upp spurn- ingar um, hvort hin lágu fargjöld leiði til þess að slakað verði á að- gerðum til þess að tryggja öryggi flugfarþega. Af öllum þessum ástæðum er þetta framtak norska samgönguráð- herrans til fyrirmyndar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.