Morgunblaðið - 07.08.2004, Page 12

Morgunblaðið - 07.08.2004, Page 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ búið að sýna tolla- yfirvöldum fram á virkni iPod á mörgum fundum sem haldnir hafa verið með þeim.“ Ólagur segir að meginhlutverk iPod sé að vera lófatölva og fær- anlegur harðdisk- ur til margvíslegra nota. „iPod er vissulega notað af flestum í dag sem afspilunartæki. En þetta er alvöru lófatölva, sem er fær um flest það sem aðrar lófatölvur geta.“ Segir Ólafur að með iPod sé hægt að flytja alls konar gögn, hvort sem það eru ritvinnsluskrár, töflureikn- isskjöl, myndir eða önnur skjöl. Hægt sé að tengja iPod við lykla- borð, skjái, myndavélar og prentara, ýmist beint eða með aukabúnaði og gegnum tölvu. „iPod er hreinlega gjörólíkt hefð- bundnum afspilunartækjum og MISRÆMIS gætir í meðferð á Apple iPod af íslenskum og erlend- um tollayfirvöldum, að sögn Ólafs W. Hand, framkvæmdastjóra Apple IMC á Íslandi. „Það er með ólíkind- um að lesa skýringar tollayfirvalda, á iPod og þeim gjöldum sem þau telja að iPod eigi að bera,“ segir Ólafur. „Eins og tollayfirvöld vita mæta vel eftir mánaða þref og tafir, borga aðrir Evrópubúar aðeins um tveggja prósenta gjöld af þessari vöru. Til sönnunar þeirri fullyrðingu skal það nefnt að Öflun ehf., eigandi Apple IMC, rekur sambærilegt fyr- irtæki í Danmörku, í samvinnu við Bjarna Ákason. Þar í landi er ein- ungis um tveggja prósenta tolla- álagning, enda vélin ekki skilgreind þar sem upptökutæki.“ Í Morgunblaðinu í gær var haft eftir Stefáni Bjargmundssyni, deild- arsérfræðingi hjá Tollstjóranum í Reykjavík, að við tollflokkun væri miðað við meginhlutverk tækis, og að meginhlutverk iPod væri afspilun tónlistar. Því væri iPod sett í flokk með upptöku- og afspilunartækjum, en ekki handtölvum. Svipuð og flestar aðrar Ólafur segir lýsingu tollayfirvalda á eiginleikum iPod ranga. „Ég skil ekki þessa þvermóðsku, því það er MP3-spilurum, sem eru framleiddir gagngert til að spila tónlist, en ekki til þess að vera fjölhæf lófatölva með stóru harðdrifi sem styður flestar tegundir gagnasniða. MP3-spilarar og afspilunartæki styðja ekki geymslu á margvíslegum gögnum og eru almennt ekki nothæf sem skipu- lagningartól, myndageymslur og þau er ekki hægt að samhæfa við skipulagningartól.“ Ólafur segir að íslensk tollayfir- völd hafi rangt fyrir sér varðandi það að þau fylgi öðrum Evrópulöndum í álagningu gjalda á iPod. „Þau hafa einnig rangt fyrir sér að iPod sé lík- ari stafrænu afspilunartæki en lófa- tölvum, því hið gagnstæða er stað- reynd.“ Segir Ólafur iPod vera með örgjörva, stýrikerfi, vinnsluminni, skjá og allt annað sem til þarf svo nota megi hann sem lófatölvu. „Og ef íslensk tollayfirvöld geta fundið af- spilunartæki eða MP3-spilara, sem ræður við að keyra stýrikerfið Fed- ora þá skal ég éta hattinn minn.“ Meginhlutverk iPod að vera lófatölva Tollayfirvöld ekki sögð taka tillit til fjölhæfs notagildis Ólafur W. Hand ÞETTA HELST … VIÐSKIPTI ● HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöll Ís- lands í gær námu 3,3 milljörðum króna og þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir tæpan einn milljarð. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkaði um 0,36% og var 3.105 stig í lok viðskipta. Mest viðskipti voru með hlutabréf KB banka, fyrir 470 milljónir. Bréf SÍF hækkuðu mest, um 2,9%, en hlutabréf Fjár- festingafélagsins Atorku lækkuðu hins vegar mest, um 1,1%. Hlutabréf lækkuðu bæði vestan- hafs og austan í gær. Það sama á og við um Asíu og Eyjaálfu. Hlutabréf lækkuðu því víðast hvar í gær. Hlutabréf hækka hér en lækka erlendis ● FJÁRMUNAEIGN íslenska þjóðar- búsins hefur aukist mikið á síðustu árum og nam 2.640 milljörðum króna árið 2003 og var tæplega 3,3 föld landsframleiðsla ársins, að því er fram kemur í upplýsingum frá Hag- stofunni. Með fjármunaeign er átt við uppsafnað en afskrifað verðmæti þeirra fjármuna sem orðið hafa til við fjármunamyndun í hvers konar at- vinnustarfsemi. Í Morgunkorni Íslandsbanka segir að fjármunaeignin hafi aukist um 958 milljarða króna á síðustu fimm árum, eða um nær 57%. Fjármunaeign þjóðar- búsins eykst HAGNAÐUR Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna (SH) eftir skatta á fyrri helmingi þessa árs var ríflega tvöfalt meiri en á sama tímabili á síð- asta ári. Hagnaðurinn á þessu ári nam 341 milljón króna en var 158 milljónir í fyrra. Arðsemi eigin fjár var 17% sam- anborið við 8% á sama tímabili 2003. Rekstrartekjur SH jukust um 17% milli ára úr 27 milljörðum króna í 32 milljarða. Í tilkynningu frá SH segir að auknar rekstrartekjur megi að mestu rekja til félaga sem ekki til- heyrðu samstæðunni á sama tíma í fyrra, Ocean to Ocean í Bandaríkj- unum og Barogel í Frakklandi. Veltufé frá rekstri nam 669 millj- ónum króna í ár samanborið við 503 milljónir árið áður. Í tilkynningu SH segir að fyrsti fjórðungur þessa árs hafi gengið nokkuð betur en áætlun gerði ráð fyrir, en annar ársfjórðungur hafi hins vegar verið lítið eitt undir áætl- un. Áætlanir SH gera ráð fyrir að veltan á þessu ári verði um 68 millj- arðar króna og að hagnaðurinn verði um 750 milljónir króna. Sala Icelandic USA nam 166 millj- ónum Bandaríkjadala sem er um 60% aukning frá fyrra ári. Aukning- in skýrist fyrst og fremst af kaup- unum á Ocean to Ocean en innri vöxtur var um 4%. Hagnaður félags- ins á tímabilinu nær tvöfaldaðist frá fyrra ári. Í Bretlandi jókst salan um 2% frá fyrra ári og nam 59 milljónum punda. Segir í tilkynningu SH að verulegur bati hafi orðið á rekstri fé- lagsins í Bretlandi frá fyrra ári og að hagnaður hafi verið af rekstrinum en hins vegar tap á sama tímabili 2003. Afkoma dótturfélags SH í Frakk- landi var undir áætlun bæði hvað varðar sölu og afkomu. Rekstur ann- arra fyrirtækja samstæðunnar var í samræmi við áætlanir. Heildareignir SH í lok júní síðast- liðinn námu 26,0 milljörðum og lækkuðu um hálfan milljarð frá ára- mótum. Þá lækkuðu skuldir um 622 milljónir. SH greindi frá því í gær í tilkynn- ingu til Kauphallar Íslands að stjórn félagsins hefði samþykkt að hækka hlutafé þess um 3,7%. Verður það selt til lykilstjórnenda félagsins á genginu 6,4 en lokaverð bréfanna í Kauphöllinni í gær var 6,45. Hagnaður SH tvöfaldast Arðsemi eigin fjár úr 8% í 17% # &    / 2  / /  2   #&3      # 5 6 &&778   %  /   -   0&&1  + !,  -   !, #$  -#./ )*      1)$ * 2( - *32( - 4 5!4$ #1$( 2  6  7- .  6  8  8) 5 9 !  $ 9   : ! :$ 5!4$ # ;      1!4$ < 5    6  5    =  ! =$ !"->  # = +$ $#?"   @ (  7   73  .$A !" B! :65 : *   :4$< :  :A  $ :3 $3 +$ # C C+  $3 D $3 ?(#  E:A      ! 1$ 5   F+! !   .  6  CA A D4$+ < 6  : $ *  #*    E    E    E  E E   E E E E E E  E E E E E E -+$ 4 + *  #* E E E E E E E E E E E E E E E E E E E E E E E E E E E E E GHI G HI GE HI GEHI E GHI GHI GHI GEHI E G HI GE HI GE HI GEHI E GE HI E E E GHI E GHI GHI E E GHI G HI E E E E E E E E E E E E E =  *  $    C ((  % 7  :  # #  # #  # #  #  E # #  # # # E #  E # E # # E E  # E E E # E # E E E E  E E           E     E E  E                                     E   D  $ J># # 1C=#K1$   $ 5!3 *  $     E    E E  E  E E   E E E E  E E E E  E E ● EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Verðbréfa- þing skilaði 35 milljóna kr. hagnaði á fyrri hluta ársins, sem er tæplega tveimur milljónum minni hagnaður en á sama tímabili í fyrra. Rekstrartekjur félagsins, sem á og rekur Kauphöll Íslands og Verðbréfaskráningu Ís- lands, námu 280 milljónum og jukust um átta milljónir á milli ára. Rekstrar- gjöld jukust um fjórtán milljónir, og námu 244 milljónum. Eignir Eignarhaldsfélagsins Verð- bréfaþings námu 382 milljónum um mitt ár. Eignir jukust um rúmar fjöru- tíu milljónir frá áramótum. Verðbréfaþing hagn- ast um 35 milljónir kr. SÆPLAST var rekið með 46 millj- óna króna tapi á fyrri hluta ársins, en á sama tímabili í fyrra var 22 millj- óna hagnaður af rekstrinum. Tekjur drógust saman um 7% en rekstrar- gjöld um 2%. Í tilkynningu félagsins segir að minnkandi tekjur skýrist að mestu af því að tekjur dótturfélags- ins í Noregi, sem sé stærsta eining samstæðunnar, hafi dregist saman um 15%. Sölutekjur í Kanada hafi lækkað um 11% og á Dalvík um 4%. Á Spáni og á Indlandi hafi tekjur verið svipaðar og í fyrra, en í Hol- landi hafi tekjur aukist um 22%. Til þess að auka vöruframboð Sæ- plasts hefur aukin áhersla verið lögð á vöruþróun og er kostnaður sam- stæðunnar vegna vöruþróunar um- talsvert hærri á fyrri helmingi þessa árs en á sama tímabili í fyrra, að því er segir í tilkynningu félagsins. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði, EBITDA, dróst saman um 37% og nam 107 milljónum króna. EBITDA sem hlutfall af tekjum lækkaði úr 13,0% í 8,7%. Eignir Sæplasts minnkuðu lítil- lega á fyrri hluta ársins og námu tæpum 2,8 milljörðum króna. Eigin- fjárhlutfall félagsins lækkaði úr 16% um áramót í 14% í lok júní. Verkefnisstaða dótturfélaganna á Dalvík og í Hollandi er í tilkynningu Sæplasts sögð mjög góð og mjög vel við unandi á Spáni og á Indlandi. Þá segir að í Kanada og Noregi sé áfram unnið að lækkun kostnaðar og aukinni framlegð og tekjum. +     / 9 # !  '()*+,-. # "7& 5 6 &&778   %   / / /  / / 0&&1  Samdráttur hjá Sæplasti HAGNAÐUR Sparisjóðs vélstjóra (SPV) nam 235 milljónum króna á fyrri helmingi ársins, sem er 172% aukning frá sama tímabili í fyrra. Arðsemi eigin fjár, reiknuð á árs- grunni, var rúmlega 11% á fyrri hluta ársins, en rúm 9% í fyrra. Skýringarnar á auknum hagnaði eru einkum tvíþættar; umtalsvert auknar tekjur af hlutabréfum og eignarhlutum og mun lægra framlag í afskriftareikning útlána. Lækkandi hreinar vaxtatekjur og hækkandi rekstrargjöld vega að hluta á móti. Í tilkynningu frá SPV segir að rekstrarumhverfið hafi á margan hátt verið erfitt. Þar vegi þyngst mikil samkeppni, sem leitt hafi til minni vaxtamunar, sem lækkaði úr 3,5% á fyrri í 2,3% í ár. Þrátt fyrir þetta hafi viðskiptavinum fjölgað og innlánsaukning verið ágæt, eða 10%. Útlánsaukning var lítil, en heildar- eignir jukust um 10% og námu 26 milljörðum króna í lok júní. Eiginfjárhlutfall SPV var 24,8% á CAD-grunni í lok júní og lækkaði úr 26,3% um áramót. :      ;&   &  # 71 <=&1 6 &&778   %   /    0&&1  Mikil aukn- ing hagnaðar hjá SPV B  L :M,    H H 5C:F N1O  H H 010 98O    H H 75O B    H H /0FO N('@(       H H

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.