Morgunblaðið - 07.08.2004, Side 32

Morgunblaðið - 07.08.2004, Side 32
UMRÆÐAN 32 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ M annréttindi eru brotin á ýmsum hópum sam- félagsins. Þessir hópar eru misvel í stakk búnir til að láta í sér heyra. Með Hinsegin dögum, og Gay Pride-göngunni, hefur samkyn- hneigðum tekist að ljá máls á sín- um baráttumálum svo eftir er tek- ið. Full ástæða er til þess, fyrir alla þá sem eru á annað borð á þeirri skoðun að mannréttindi séu fyrir alla en ekki bara suma, að sýna stuðning með því að marsera með hommum og lesbíum niður Laugaveginn í dag. Þau sjónar- mið heyrast því miður enn að samkyn- hneigð sé eitt- hvað sem ekki beri að „flíka“. Það sé svosem í lagi að fólk sé hinsegin en óskiljanlegt hvers vegna það þurfi að vera að „auglýsa“ það. Hvort hommar og lesbíur geti ekki bara haldið sinni kynhneigð fyrir sig. Í útvarpsþættinum King Kong á Skonrokki mátti heyra athygli- vert viðtal um daginn. Tónlistar- maðurinn Páll Óskar spurði Stein Ármann leikara og þáttastjórn- anda spjörunum úr. Spurningin: „Af hverju þarftu að vera að aug- lýsa þína gagnkynhneigð?“ varð til þess að undirrituð sperrti upp eyrun. Það sem Páli Óskari gekk til var auðvitað að snúa athuga- semdunum sem oft eru hafðar um samkynhneigða upp á þá sem eru gagnkynhneigðir. Undirrituð man ekki eftir að hafa verið spurð að þessu, enda virðist sem það þyki ekkert nema sjálfsagt að gagnkynhneigð sé uppi á borðum en ekkert til að pukrast með. Eins og Páll Óskar benti á blasa fáklæddar stúlkur við í flestum miðlum á flestum tímum sólarhringsins. Jafnt í aug- lýsingum sem tónlistarmynd- böndum erum við sífellt minnt á það að strákar vilja sofa hjá stelp- um og öfugt. Kynlíf og jafnvel klám er að verða nær sjálfsagður hluti af okkar hugarheimi. (Svo sjálfsagður reyndar að þegar eitt stærsta nafn í bandarískum klám- myndaiðnaði, Ron Jeremy, kom til landsins á þarsíðasta ári þótti fáum það athugavert að honum væri hampað sem hetju ... en það er aukaatriði.) Hinsegin dagar snúast um mannréttindi. (Fyrir utan hvað búningarnir eru flottir og gangan skemmtileg.) Kynhneigð hvers og eins kemur engum sérstaklega við. Það er engin sérstök þörf á því að flokka fólk eftir því hvort það er gagnkynhneigt eða sam- kynhneigt. En þegar brotið er á rétti ákveðins hóps í samfélaginu, hvort sem það eru samkynhneigð- ir eða ekki, þá kemur það öllum við. Við berum sameiginlega ábyrgð á því að allir njóti mann- réttinda. Þegar einn hópur tekur sig til og heldur hátíð til að fagna því að hann skuli vera svona en ekki hinsegin, eða hinsegin í stað- inn fyrir svona, þá ættu allir að taka undir húrrahrópin. Í stað þess að barma sér yfir þeim órétti sem þeir eru beittir á ýmsum svið- um hafa samkynhneigðir ákveðið að snúa áhyggjum sínum upp í há- tíð. Samkynhneigðir mega ekki gefa blóð. Samkynhneigðir eiga ekki kost á því að ganga upp að altarinu og láta pússa sig saman. Samkynhneigðir hafa ekki sömu möguleika og gagnkynhneigðir til að ættleiða börn. Þrátt fyrir að ís- lensk löggjöf sé komin lengra í átt að jöfnum rétti samkynhneigðra á við gagnkynhneigða þá er nokkuð langt í land. Í menntaskóla tók einn læri- meistara undirritaðrar upp á því eitt misserið að fræða bekkinn um samkynhneigð. Þótt viðkomandi væri stærðfræðikennari lagði hann stund á sálfræði og vann að rannsókn á áhrifum fræðslu, m.a. um samkynhneigð, á ungt fólk. Spurningalisti var lagður fyrir bekkinn, svo tóku við nokkrar vik- ur þar sem síðasta korterið af hverjum stærðfræðitíma var helg- að fræðslu um málefni samkyn- hneigðra. Að því loknu var spurn- ingalistinn lagður fyrir aftur. Tilgangurinn var sumsé að kom- ast að því hvort viðhorf bekkjarins til samkynhneigðar hefðu breyst í kjölfar fræðslunnar. Reyndar vissi ég aldrei nákvæmlega hvað kom út úr rannsókninni, en hún varð í það minnsta til þess að í bekknum spunnust umræður um málefni samkynhneigðra. Í einu af þessum fræðslukorter- um fékk kennarinn fyrirlesara til að ræða við okkur. Sá var sam- kynhneigður og hafði starfað lengi innan kirkjunnar. Hann sagði okkur frá því þegar hann tók við sunnudagaskóla í kirkjunni sem hann starfaði við. Þrátt fyrir að hafa langa reynslu af kirkjustarfi og alla burði til að hafa umsjón með barnastarfinu, bárust kirkj- unni athugasemdir frá nokkrum fjölda foreldra. Ekki af því að þeir teldu manninn óhæfan til starfans, heldur vegna þess að hann var samkynhneigður. Þótti þeim hann þar með ekki líklegur til að hafa góð áhrif á börn þeirra og ekki til þess fallinn að fræða þau um kristna trú og kærleikann. Ást og aðlöðun milli karls og konu hefur verið mörgum yrkis- efni, hvort sem um ræðir bækur, kvikmyndir, ljóð, leikrit eða eitt- hvað annað. Auglýsingafólk og tónlistarframleiðendur nota sama þema grimmt, í bland við kynlíf, því þeir telja sig vita að það muni selja. Gagnkynhneigð er í raun „flíkað“ á afar ófrumlegan og oft ósmekklegan hátt með því að sýna fram á það trekk í trekk, í gegnum ýmsa miðla, að stelpur vilja sofa hjá strákum og strákar hjá stelp- um. Að skapa karnivalstemmningu í miðbænum eina helgi á ári er virð- ingarvert framtak. Framtak sem snýst ekki um að flíka einu né neinu, heldur um þörf og rétt sam- kynhneigðra til að láta rödd sína heyrast. Það er full ástæða til að leggja við hlustir. Hinsegin barátta Við berum sameiginlega ábyrgð á að allir hópar samfélagsins njóti mannrétt- inda. Þegar einn hópur tekur sig til og heldur hátíð til að fagna því að hann skuli vera svona en ekki hinsegin, eða hinsegin í staðinn fyrir svona, þá ættu allir að taka undir húrrahrópin. VIÐHORF Eftir Eyrúnu Magnúsdóttur eyrun@mbl.is UM ÞESSA helgi fagna sam- kynhneigðir og önnur þau sem vilja sýna samstöðu með málefnum og málstað samkynhneigðra á Hin- segin dögum í Reykjavík. Hátíða- höldin fara fram undir merkjum þess að efla sýnileika samkyn- hneigðra og stoltar tilfinningar. Þessu stolti deila fjölskyldur og vinir samkynhneigðra um allt land. Með þessu greinarkorni viljum við benda á að kirkjan er líka stolt af samkynhneigðum og vill ganga með þeim í leitinni að góðu og hamingjuríku lífi. Hún lítur hvorki á það sem óeðlilegt né ónátt- úrulegt að laðast kynferðislega að einstaklingi af sama kyni en vill virða og styðja siðferðilega góð sambönd samkynhneigðra sem byggja á ást, trúnaði og réttlæti. Einhver reka kannski upp stór augu vegna þessarar framsetn- ingar. Víst er að oft hefur kirkjan haldið utan um og jafnvel stutt þá skoðun að þau sem hafi hina bibl- íulegu opinberun að leiðarljósi geti ekki viðurkennt samkynhneigð sem hluta Guðs góðu sköpunar þar sem í ákveðnum biblíutextum birt- ist andúð eða fordæming á kynlífs- athöfnum samkynhneigðra. Á hinn bóginn ber að benda á að hver, sem stunda vill guðfræði eða kristna siðfræði, þarf að eiga um- talsvert samtal við ritningartext- ana til að geta byggt á merkingu þeirra. Það samtal þarf að eiga forsendur í þekkingu á menning- arlegu, sögulegu og félagslegu samhengi textanna sem og innsýn í eigin samtíð. Afdráttarlaus for- dæming á ástar- og kynlífs- sambandi einstaklinga af sama kyni sem byggir gagnrýnislaust á framsetningu einstakra biblíuversa er því hæpin guðfræði og vafasöm siðfræði. Þá hefur kirkjan, trú hinni hefð- bundnu kristnu kynlífssiðfræði, átt erfitt með að leggja af þá skoðun að gæði kynlífssambanda fari eftir því hvort þar eigi hlut að máli ein- staklingar af sitt hvoru eða sama kyni. Gagnkynhneigðarhyggja nefnist það þegar litið er þannig á að gagnkynhneigð sé hið eina eðli- lega viðmið alls kynlífs og þar af leiðandi allra ástarsambanda. Gagnkynhneigðarhyggja umbreyt- ist í misrétti og mismunun þegar þeim sem ekki eru gagnkyn- hneigðir er mismunað kerfisbundið í samfélaginu, t.d. í lagalegu og efnahagslegu tilliti. Ýmsir guðfræðingar hafa fundið hugmyndafræði gagnkynhneigðar- hyggjunnar stoð í Biblíunni. Gagn- kynhneigðarhyggjan er þó langt því frá sprottin upp úr Biblíunni heldur hvílir hún á þeirri tví- hyggjuhugsun sem hefur verið ríkjandi í allri vestrænni menningu og þótt víðar væri leitað. Sú hugs- un lítur með tortryggni á efnis- legan veruleika, þar meðtalið lík- amlegar hliðar manneskjunnar og kynlífsiðkan hennar. Að þessari tvíhyggju þarf að ráðast og umbreyta henni. Þar getur guðfræðin lagt hönd á plóg og umskapað kristna kynlífssið- fræði. Umbreytt kristin kynlífs- siðfræði gengur ekki út frá hinu líkamlega sem andstæðu hins and- lega og gengur gegn syndaskiln- ingi hinnar kristnu kynlífshefðar sem skilur allt kynlíf í ljósi synda- fallsins. Hún leggur áherslu á að sérhver manneskja hefur hlotið kynverund sína (sexuality) að gjöf frá Guði og er sem slík óendanlega stór og mikilvæg í augum Guðs. Kynverund manneskjunnar er að sama skapi hluti af órjúfanlegri heild hennar sjálfrar og grundvallarstef í sjálfsmynd hennar. Tilraunir til að við- urkenna þá stað- reynd að fólk sé kyn- verur en jafnframt meina því að lifa sem slíkar eru guðfræði- lega óásættanlegar og órökréttar í ljósi hinnar umbreyttu kristnu kynlífssið- fræði. Undir engum kringumstæðum verður hægt að smætta svo líf manneskjunnar að nokkur geti krafist þess af sam- kynhneigðum að þau lifi ekki sem kynverur. Þessi jákvæði skilningur á kynverund og kynlífi leggur áherslu á gagnkvæmni sem sið- ferðilegt gildi og hugsjón í allri umræðu um kynlíf. Gagnkvæmni í kynlífssambandi og hjónabandi felst ekki í því að vera af andstæðu kyni, heldur að gefa af sér ást og kærleika og fá slíkt hið sama til- baka. Gagnkvæmni í kynlífi er því eng- an veginn frátekin fyrir þau sem eru gagnkynhneigð heldur er sið- ferðilegur mælikvarði á góð sam- bönd hvort sem um er að ræða fólk af sitthvoru kyninu eða af sama kyni. Umbreytt kristin kynlífs- siðfræði lyftir margbreytileikanum fram og sér fyrirheit um slíkt í orðum Biblíunnar um sköpun manneskjunnar. Sköpunarsögur Biblíunnar njörva guðfræðina ekki niður í andstæðumiðaðan mann- skilning, eins og tvíhyggjan byggir á, heldur benda á margbreytileika sem er innbyggður í sköpunina alla. Það sjónarmið sem hér kom fram í upphafi, að ástar- og kyn- ferðissamband einstaklinga af sama kyni sé hvorki óeðlilegt né ónáttúrulegt, afneitar að sjálf- sögðu þeirri gagnkynhneigðar- hyggju að hið eina rétta viðmið sé ást og kynlíf milli karls og konu. Það gengur út frá samkynhneigð sem fullgildu og fullkomnu stefi í stórbrotinni og margbreytilegri sköpun Guðs. Það er því full ástæða fyrir kirkjuna að vera stolt af samkynhneigðum og samgleðj- ast þeim í dag. Kirkjan má líka vera stolt af samkynhneigðum Kristín Þórunn Tómasdóttir og Sólveig Anna Bóasdóttir skrifa um málefni samkynhneigðra ’Með þessu greinar-korni viljum við benda á að kirkjan er líka stolt af samkynhneigðum og vill ganga með þeim í leitinni að góðu og ham- ingjuríku lífi.‘ Kristín Þórunn Tómasdóttir Höfundar eru guðfræðingar og þjóna Þjóðkirkjunni. Sólveig Anna Bóasdóttir HEIMDALLUR, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, er fjölmennasta ungliðafélag stjórn- málaflokks á Íslandi með um 5.000 fé- lagsmenn. Mikilvægt er að ungir sjálfstæð- ismenn í Reykjavík vinni saman að því að afla grundvallarhug- sjónum sínum um frelsi einstaklingsins og takmörkuð umsvif ríkisvaldsins fylgis. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til for- manns félagsins og hvet áhugasama til að kynna sér áherslur mínar á vefsíðunni www.helgaarna- .is. Fjölbreyttur hópur Ég tel mikilvægt að stjórn félagsins sé skipuð fjölbreyttum hópi fólks, þar á meðal öflugum hópi kvenna. Margar ungar konur eru virkar innan ungliðahreyfingar Sjálfstæð- isflokksins og það er mikilvægt að þær séu í stjórnum og gegni for- ystuhlutverkum í hreyfingunni. Stór hópur ungs fólks stendur að baki framboði mínu til formanns og markmið okkar er að stækka þann hóp enn frekar. Allir velkomnir Ég legg áherslu á að öllum sem áhuga hafa á að vinna að kraft- meira starfi innan Heimdallar er velkom- ið að taka þátt í þessu framboði. Ekki skiptir máli hvar hver og einn hefur skipað sér í hóp áður ef markmiðið er hið sama; að efla Heimdall, styðja Sjálf- stæðisflokkinn og berj- ast fyrir framgangi okkar hugsjóna. Því eru allir þeir sem hafa áhuga á að starfa innan Heimdallar eða taka þátt í þessu framboði hvattir til að hafa samband, til dæmis í gegnum vefsíðu framboðs- ins. Búum til fleiri sjálfstæðismenn Hvorki verða alþingis- né sveitar- stjórnarkosningar á starfsári næstu stjórnar Heimdallar. Því er mik- ilvægt að leggja kapp á nýliðun í félaginu og virkja ungt fólk til starfa. Því öflugra sem starf félags- ins er, þeim mun meiri athygli vek- ur málstaður okkar og þeim mun fleiri vilja vera virkir meðlimir í Heimdalli. Öflugt málefnastarf og virkt félagslíf verður því sett á odd- inn. Ég gef kost á mér til embættis formanns Heimdallar með það að markmiði að bæta starf Heimdallar enn frekar, virkja fleira ungt fólk af báðum kynjum til starfa innan fé- lagsins og stuðla að því að Heim- dellingar vinni saman að sameig- inlegum markmiðum. Ég vonast til að þessi markmið leiði til þess að öflug stjórn, skipuð fjölbreyttum hópi ungs fólks, verði kjörin á næsta aðalfundi félagsins. Vinnum saman Helga Árnadóttir skrifar um stjórnmál ’Ég gef kost á mér tilembættis formanns Heimdallar með það að markmiði að bæta starf Heimdallar enn frek- ar …‘ Helga Árnadóttir Höfundur gefur kost á sér til embættis formanns Heimdallar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.