Morgunblaðið - 07.08.2004, Síða 46

Morgunblaðið - 07.08.2004, Síða 46
Grettir Smáfólk Smáfólk © DARGAUD Bubbi og Billi ? PFFF! ÉG NÆ ALDREI AÐ LÆRA ÞESSA MANNKYNSSÖGU HEYRÐU, BUBBI! ÉG SKAL LESA ÞETTA UPPHÁTT FYRIR ÞIG ÞANNIG AÐ ÞÚ SKILJIR ÞETTA BETUR ÉG BYRJA Á FYRSTA KAFLA! Á JÖRÐINNI... BLA BLA... RISAEÐLUR... BLA BLA... TYRANNOSAURUS REX VAR STÆRSTA KJÖTÆTAN 4.-8. KAFLI... BLA BLA... KLÓPATRA... BLA BLA... DROTTNING EGYPTALANDS... BLA BLA... PÝRAMÍDAR... SVO 12. KAFLI... BLA BLA... LÚÐVÍK XIV... BLA BLA... KONUNGUR FRAKKLANDS OG... BLA BLA... 20. KAFL... BLA BLA... VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR... BLA BLA... SKO, BÚINN! ÞARNA SÉRÐU BUBBI, ÞETTA VAR EKKERT ERFITT! SKILURÐU ÞETTA EKKI NÚNA? ? JÁ! TAKK BILLI ÉG SKIL ÞETTA MIKLU BETUR NÚNA! HVER ELSKAR EKKI MÁNUDAGA? ÉG HATA ÞESSAR PAR-5 HOLUR VAKNAÐU, STÓRI BRÓÐIR KLUKKAN ER 7... TÍMI TIL AÐ LJÚKA AF ENN EINUM DEGINUM Dagbók Í dag er laugardagur 7. ágúst, 220. dagur ársins 2004 Sumarleyfi Víkverjaer af götóttu gerð- inni þetta árið. Vika hér, vika þar, dagur þarna og dagur hinum megin. Fyrsti hluti frí- tökunnar er nú að baki, var hann tíu daga langur, og ferð- aðist Víkverji til hinna harðbýlu stranda Vestfjarða. Tilgang- urinn var tvíþættur, að finna verðskuld- aðan frið (að hans mati alltént) með unnustu, tengdamóður og mági en einnig að sækja heim ættaróðalið. Kúrir það fram- arlega í Vatnsdal í Patreksfirði, yf- irgefið og fremur óhrjálegt að sjá, því miður. Fyllir það í ört vaxandi flokk eyðibýla landsins, sem er og miður. Í hinni nálægu Rauðasands- sveit eru nú starfandi tvö býli t.a.m. en fyrir fimmtíu árum voru þau ell- efu. Og 1703 voru þau nítján talsins. Það er eitthvað sorglegt við þetta allt saman. Orð Rosseau verða skyndi- lega ljóslifandi: Aftur til náttúrunn- ar! x x x Siglt var yfir Breiðafjörð á leiðinnivestur (norður væri reyndar ná- kvæmara) með ferjunni Baldri og stoppaði Víkverji og hans ektakvinna í eyj- unni Flatey, hinni fornfrægu menningar- miðstöð. Þar var áð eina nótt og mælir Vík- verji hiklaust með að fleiri geri slíkt hið sama. Andrúmsloftið í eyjunni er einstakt og gestir þar falla fljótt í einhvers konar róleg- heita-trans. Útpískuð möppudýr úr stein- steypufrumskóginum myndu gera margt vit- lausara en að kíkja þangað er þau losna frá skyldustörfunum. Hinnar sönnu rottur himinsins, kríurnar, gerðu reyndar sitt til að angra Víkverja með sinni óþolandi uppvöðslusemi, frekju og árásar- hneigð en það dugði engan veginn til. Flatey umvafði Víkverja og hans heitmey ljúfum örmum, tíminn stóð þægileg í stað og úrvinda andinn komst fljótt og vel í jafnvægi. x x x Að lokum þetta: Rútur út úr Stykk-ishólmi ættu að stoppa úti við höfnina þar sem Baldur leggur. Það er allt of langt að bera allan farang- urinn hálfa leið yfir bæinn úti á bens- ínstöð, þar sem rúturnar koma við. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is         Gyðja miskunnseminnar | Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson, og Þór- ólfur Árnason, borgarstjóri í Reykjavík, afhjúpuðu í gær friðarstein við suð- vesturhorn Reykjavíkurtjarnar. Það var Michio Unemoto, formaður Stone for Peace Association of Hiroshima, sem afhenti friðarsteininn og forsetinn tók við honum fyrir hönd Íslendinga. Til þessa hafa 90 þjóðir tekið við friðarsteini en í þá er höggvin ímynd gyðju miskunnseminnar. Morgunblaðið/Árni Torfason Friðarsteinn afhjúpaður MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Drottinn er ljós mitt og fulltingi, hvern ætti ég að óttast? Drottinn er vígi lífs míns, hvern ætti ég að hræðast? (Sl.. 27, 1.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.