Morgunblaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 07.08.2004, Blaðsíða 48
DAGBÓK 48 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Árnaðheilla dagbók@mbl.is 80 ÁRA afmæli.Einar Sig- urjónsson hárskeri, Sólvangsvegi 3, nú vistmaður á Sólvangi, Hafnarfirði er átt- ræður í dag, laugar- daginn 7. ágúst. Einar er að heiman. 60ÁRA afmæli.Mánudaginn 9. ágúst verður Anna Ár- sælsdóttir sextíu ára. Af því tilefni býður hún vinum og vanda- mönnum að samfagna sér sunnudaginn 8. ágúst í Safnaðar- heimili Seljakirkju milli kl. 15 og 18. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þetta er góður dagur til dagdrauma og listsköpunar. Það er þó hætt við ein- hverjum ruglingi í ástarmálunum. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það er hætt við að samræður þínar við foreldra þína og aðra í fjölskyldunni verði eitthvað ruglingslegar í dag. Það er ekki víst að það séu allir að segja allan sannleikann. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Hugur þinn er reikandi og því setja dag- draumar svip sinn á daginn hjá þér. Hann hentar því mun betur til ljóðagerð- ar en reikningsuppgjöra. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þig langar til að kaupa þér einhvern munað í dag eða að láta fé af hendi rakna til einhvers sem biður þig um aðstoð. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú gætir fengið það á tilfinninguna í dag að einhverjum mislíki við þig. Reyndu nú að hrista þetta af þér. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Hamingjan og óhamingjan eiga það sameiginlegt að koma og fara. Reyndu að sýna sjálfri/sjálfum þér umburðar- lyndi þegar þú gerir mistök. Það er eng- inn fullkomin/n. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú finnur til minnimáttarkenndar gagn- vart vini þínum í dag. Reyndu að ýta þessu frá þér því þú gerir ekki annað en að næra þína eigin óhamingju með því að ímynda þér að aðrir séu á einhvern hátt betri en þú. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Einhvers konar yfirboðari þinn gæti svikið þig í dag. Það skiptir ekki máli hvort þetta er með ráðum gert eða ekki. Vertu bara á verði. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Farðu varlega í neyslu áfengis og hvers konar lyfja í dag. Það er einhver nei- kvæðni í kringum þig og það er hætt við að hún aukist enn frekar ef þú sljóvgar dómgreind þína. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Forðastu að ganga frá eignaskiptum í dag. Þú hefur ekki nógu góða yfirsýn yfir hlutina, hugsanlega vegna þess að einhver er að fela eitthvað fyrir þér. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er hætt við einhvers konar ruglingi í samskiptum þínum við aðra í dag. Þú veist ekki alveg í hvorn fótinn þú átt að stíga og ættir því að bíða aðeins með hlutina. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Hvers konar heilsuvörur höfða sterkt til þín í dag. Gættu þess bara að kaupa ekki eitthvað sem er vitagagnslaust. Stjörnuspá Frances Drake Ljón Afmælisbörn dagsins: Eru hreinskilin og örugg í framkomu. Þau vilja þó helst halda hlutunum út af fyrir sig og hafa gaman af hvers konar ráðgátum. Þau þurfa að taka mikilvægar ákvarðanir á næsta ári. Evrópumótið í Málmey. Norður ♠852 ♥8 S/AV ♦KG53 ♣D10953 Vestur Austur ♠G9743 ♠K106 ♥DG42 ♥K9763 ♦6 ♦9842 ♣G87 ♣6 Suður ♠ÁD ♥Á105 ♦ÁD107 ♣ÁK42 Norðmenn enduðu í 17. sæti í Málm- ey, sem er slakur árangur á þeirra mælikvarða. Tvö bestu pör þeirra sátu reyndar heima (Helgemo/Helness og Grötheim/Aa), en liðið var skipað góð- um spilurum, eigi að síður, sem ein- hverra hluta vegna náðu sér ekki á strik. Þar á meðal voru Erik Sælens- minde og Boye Brogeland, en þeir áttu sitt versta mót frá upphafi og enduðu með –0.17 í parasamanburðinum. En þeir áttu sínar góðu stundir, auðvitað, og voru til dæmis eina parið í mótinu sem náði sjö tíglum í spilinu að ofan. Boye var í suður og Erik í norður. Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 2 lauf Pass 2 tíglar Pass 2 grönd Pass 3 spaðar Pass 4 tíglar Pass 4 hjörtu Pass 4 grönd Pass 5 tíglar Pass 6 lauf Pass 7 tíglar Allir pass Suður sýnir fyrst grandskiptingu og 23+ punkta með því að opna á alkröfu og segja svo tvö grönd á eftir. Með þremur spöðum lýsir norður yfir lág- litunum og Boye valdi að taka undir tígulinn. Fjögur hjörtu er fyrirstöðu- sögn og fjögur grönd spurning um lyk- ilspil með tígul sem tromp. Svarið á fimm tíglum lofar einu lykilspili (tígul- kóngnum), og sex lauf suðurs er spurning um drottninguna í laufi. Óvenjuleg aðferð, sem kom sér vel hér. Alslemman er gullfalleg og auðvitað mun betri en sjö lauf, því spaðasvín- ingin er óþörf. Sagnhafi þarf aðeins að trompa tvö hjörtu í borði og getur svo hent spaðadrottningu í fimma laufið. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is !  6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/f olk/krossgata/index.html Lárétt | 1 spítali, 8 plantna, 9 erfðafé, 10 fauti, 11 fiskur, 13 látna, 15 grunn skora, 18 slótt- uga, 21 löður, 22 karldýr, 23 gestagangur, 24 rösk- ar. Lóðrétt | 2 grafa, 3 heimt- ing, 4 stétt, 5 ósætti, 6 bjartur, 7 mergð, 12 dug- ur, 14 reið, 15 skott, 16 fugl, 17 afsögn, 18 grön, 19 pípuna, 20 fengur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 spons, 4 frísk, 7 rella, 8 Óttar, 9 peð, 11 kofa, 13 magi, 14 ræddi, 15 bjóð, 17 spik, 20 urt, 22 lærin, 23 jólin, 24 ræðni, 25 níska. Lóðrétt | 1 sprek, 2 orlof, 3 skap, 4 flóð, 5 ístra, 6 korði, 10 eldur, 12 arð, 13 mis, 15 bylur, 16 ófróð, 18 pilts, 19 kenna, 20 unni, 21 tjón. Félagsstarf Ásgarður | Glæsibæ. | Dagsferð: Veiðivötn 17. ágúst, skráning á skrifstofu félagsins. Hæðargarður | Félagsmiðstöðvarnar Hvassaleiti, Furugerði, Sléttuvegur og Hæðargarður efna til skemmtunar og gönguferðar alla laugardaga. Gangan hefst kl. 10. Ýmislegt verður til skemmtunar, m.a. kynnir Ómar Ragnarsson bók sína um Kárahnjúka í dag. FEBK | Púttað á Listatúni kl. 10.30. Gigtarfélagið | Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Uppl. á skrifstofu GÍ. Hana-nú | Morgunganga kl. 10 frá Gjá- bakka, krummakaffi kl. 9. Hraunsel | Flatahrauni 3. Kl. 10–12 pútt á Ásvelli. Sunnuhlíð | Kópavogi. Sungið með sínu nefi kl. 15.30. Frístundir Taflfélagið Hellir | Sjöunda mótið af tólf í Bikarsyrpu Eddu útgáfu og Taflfélagsins Hellis hefst kl. 20 á morgun. Skráning á www.sjonar.hornid.com. Sjá www.hellir.is. Borg í Grímsnesi | Kraftakeppnin Upp- sveitavíkingurinn 2004 hefst kl. 13.30. Seinni hluti mótsins er haldinn í Þorláks- höfn og byrjar kl. 16.30. Fundir Ásatrúarfélagið | Grandagarði 8. Opið hús frá kl. 14. GA-Samtök | spilafíkla. Fundur kl. 10.30 í Kirkju Óháða safnaðarins, Reykjavík, Gler- árkirkju, Akureyri, og kl. 19.15 Seljavegi 2, Reykjavík. OA-samtökin | Átröskun, matarfíkn, ofát. Nánari upplýsingar www.oa.is. Leiklist Vetrargarðurinn | Smáralind. Söngleik- urinn Fame verður sýndur kl. 19.30. Gamla bíó | Sumarópera Reykjavíkur frumsýnir gleðileikinn Happy End eftir Kurt Weill og Bertolt Brecht kl. 20. Mannfagnaður Skinnalón | Stafnesvegi. Sumarhátíð niðja P. Z. verður á sunnudag. Vogar, Vatnsleysuströnd | Fjölskyldudag- urinn er í dag: dorgveiði, götumarkaður, samsýning listamanna af svæðinu, sund- laugarpartí, leiktæki, þrautakeppni, flug- drekar, grillveisla og flugeldasýning. Veitt verða umhverfisverðlaun 2004. Útidans- leikur. Kertafleyting friðarsinna | verður kl. 22.30 á Tjörninni í Reykjavík og á Akur- eyri. Í minningu fórnarlamba kjarnorku- árásanna á Hiroshima. Norræna húsið | Samísk dagskrá hefst kl. 20. Sýnd verður heimildamynd um hrein- dýrabúskap Sama. Hreindýrabóndinn Heaika Skum flytur erindi um líf og stöðu Sama í dag og samíska joiksöngkonan Mar- it Hætta Överli skemmtir. Aðgangur er ókeypis. Sagnakvöld | verður á Gömlu Borg, Gríms- nesi kl. 21.30. Bjarni Harðarson segir sögur af Óla Ket og fleirum höfðingjum. Myndlist Hafnarborg | Samsýningin Stefnumót: Düsseldorf-Hafnarfjörður verður opnuð kl. 15. Einnig verður opnuð sýning á verkum listakonunnar Þorbjargar Höskuldsdóttur. Hafnarborg er opin alla daga nema þriðju- daga kl. 11–17. Sýningunum lýkur 23. ágúst. Klink og bank | Brautarholti 1. Lortur stendur fyrir myndlistartvíæringnum Trommusóló B1 – Lortur Biennale, í Rúss- landi og Græna sal. Gjörningur framinn kl. 15. Kling & Bang gallerí | Laugavegi 23. Stein- grímur Eyfjörð opnar sýningu sína Afteri- mage kl. 17. Opið fimmtudaga til sunnu- daga kl. 14–18. Gallerí Tukt | Hinu Húsinu, Pósthússtræti 3–5. Guðmundur S. Hallgrímsson opnar myndlistarsýningu kl. 16. Opið virka daga kl. 13–18. Sýningin stendur til 21. ágúst. Norska húsið | Stykkishólmi. Hlynur Þór Magnússon opnar ljóðasýninguna „Orða- gjálfur“ kl. 14. Sýningin stendur til 5. sept- ember. Opin alla daga kl. 11–17. Deiglan | Akureyri. Jón Gnarr opnar sýn- ingu sína „INRI“ kl. 14. Málstofa í tengslum við sýninguna, þar sem Jón Gnarr, Val- gerður Bjarnadóttir og þrír prestar af svæðinu spyrja og svara spurningum. Stendur til 22. ágúst. Ketilhúsið | Akueyri. Tvær sýningar verða opnaðar kl. 16. Í aðalsal sýnir Bryndís Brynjarsdóttir málverk. Á svölum sýnir Aðalsteinn Þórsson. Sýningarnar standa til 25. ágúst. Þá opnar Hrefna Harðardóttir leirlistakona kynningu á verkum sínum í skrifstofu Menningarmiðstöðvarinnar kl. 16. Kynningin stendur til 30. september. 02 Gallery | Akureyri. Jón Garðar Henrys- son opnar sýningu sína, „Hryðjuverkagull“ kl. 17. Sýningin stendur til 21. ágúst. Listasetrið Kirkjuhvoli | Akranesi. Bjarni Þór Bjarnasonar og Ásta Salbjörg Alfreðs- dóttir opna sýningu á málverkum, skúlptúr- um, glerverkum, skartgripum og leirverk- um. Sýningin stendur til 5. september. Opið alla daga nema mánudaga kl. 15–18. Bæjar- og héraðsbókasafn Árborgar | Selfossi. Ný sýning á vegum GUK+ verður opnuð kl. 13. Listamaðurinn er Bandaríkja- maðurinn Brett Bloom. Sýningin heitir Dispensing with Formalities (Ekkert form- legt). Hún stendur út september. Sjá nánar www.simnet.is/guk. Skemmtanir Ari í Ögri | Dúettinn Halli og Kalli. Bragginn | Hólmavík. Sniglabandið Catalína | Hamraborg. Guðmundur Rúnar. Classic | Ármúla 5. Johnny And The Moon- shine Band. Dubliner | Spilafíklarnir. Felix | Doktorinn. Gaukur | á Stöng. Jamica kvöld, R&B og hip hop. Grandrokk | Smokie Bay Blues, Band feut. Danny and Mike Pollock. Hverfisbarinn | Dj. Benni. Hressó | Atli skemmtanalögga. Hvíta húsið | Selfossi. Stuðmenn. Kaffi | list. DJ Pétur Levon. Kringlukráin | Furstarnir ásamt Geir Ólafs- syni og André Bachmann. Nasa | v. Austurvöll. Dj Flovent og Páll Ósk- ar. Players | Kópavogi. Sixties. Vagninn | Flateyri. Gummi Jóns. með tón- leika kl. 22. Víkurröst | Dalvík. Papar. Tónlist Hallgrímskirkja | Á hádegistónleikum, kl. 12, leikur bandaríski orgelleikarinn Stephen Tharp. Sjallinn |Djangódjasshátíð: Grand finale leikur kl. 21. Meðal flytjenda eru Hrafna- spark, Björn Thoroddsen og Jón Rafnsson, Kristjana Stefánsdóttir og Helena Eyjólfs- dóttir sem jafnframt er heiðursgestur há- tíðarinnar. Útivist Útivist | Gengið á Esjuna á morgun: upp Sandsfjall um Esjuhorn að Hábungu. Um Gunnlaugsskarð og Seljafjall að Tindstaða- hnúki og eftir brún Kerlingagils niður í Mið- dal. Brottför frá BSÍ kl. 9. Þingvellir | Gönguferð um þingstaðinn og nágrenni. Kristján Kristjánsson (KK) verð- ur með kvöldstund í eða við Þingvallakirkju kl. 20. Á morgun verður Fornleifaskóli barnanna frá 13–16. Þinghelgarganga eftir messu undir leiðsögn landvarðar. Sjá á www.thingvellir.is. Staðurogstund idag@mbl.is Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund á forsíðu mbl.is. Meira á mbl.is SARA Vilbergsdóttir opnar sýningu kl. 16 í dag í Listasafni Ísafjarðar. Sýningin er sú þriðja í röð þriggja samsýninga safnsins á verkum ísfirskra listamanna. Persónurnar í málverkum Söru hafa nú uppgötvað þriðju víddina og stokkið út úr myndunum til að lifa sjálfstæðu líf. Sara sýnir í fyrsta sinn pappamassafólkið sitt sem hún mótar úr dagblöðum og skóköss- um og málar að lokum með akrýllitum. Sara hefur unnið að myndlist sinni síðan hún lauk námi í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Statens Kunstakademi í Osló árið 1987. Hún hefur tekið virkan þátt á sýningarvettvangi hérlendis sem erlendis. Sýningin í Listasafni Ísafjarðar stendur til septemberloka. Pappafólk Söru Vilbergsdóttur á Ísafirði DEMANTSBRÚÐKAUP | Fimmtu- daginn 5. ágúst áttu 60 ára hjúskapar- afmæli hjónin Helga Vigfúsdóttir frá Hrísnesi og Ólafur Kr. Þórðarson frá Innri-Múla á Barðaströnd, Maríu- bakka 2, Reykjavík. HLUTAVELTA | Þessi glaðlegu börn voru með tombólu og söfnuðu 2. 845 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þau heita Karin R. Símonardóttir, Hildur Lúðvíksdóttir og Bjarni Lúðvíksson. Rangt nafn Í FRÉTT á baksíðu blaðsins í fyrra- dag var farið rangt með nafn við- mælanda á Veðurstofu Íslands, hún heitir Elín Björk Jónasdóttir. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Kennarar velja RANGT var haft eftir Skarphéðni Gunnarssyni, kennara, í Morgun- blaðinu í gær, föstudag, að nemend- ur í flestöllum Asíu- og Evrópuþjóð- um gætu valið milli átta eða níu leiða við að læra stærðfræði. Hið rétta er að kennarar geta valið um þessar leiðir, ekki börnin. Beðist er velvirð- ingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.